Lítil raunávöxtun hjá Landsvirkjun

„Mér finnst arðsemi Landsvirkjunar ekki há,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri …
„Mér finnst arðsemi Landsvirkjunar ekki há,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins á ársfundi í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arðsemi eig­in fjár hjá Lands­virkj­un var á tíma­bil­inu 2011 til 2024 um­tals­vert und­ir því sem fjár­fest­ar myndu al­mennt gera kröfu um. Meðaltal nafnávöxt­un­ar var ein­ung­is 4,7% og raunávöxt­un að meðaltali 0,6%.

Þetta telst mjög lít­il arðsemi, sér­stak­lega í ljósi þess að fyr­ir­tækið starfar í orkuiðnaði með stöðuga tekju­strauma og á eign­ir með lang­an líf­tíma sem hafa í raun verðmæti langt um­fram bók­fært virði.

Grein­ing frá Al­ex­and­er Jen­sen Hjálm­ars­syni stofn­anda Akk­urs varp­ar skýru ljósi á stöðuna: „Arðsemi eig­in­fjár Lands­virkj­un­ar hef­ur vissu­lega batnað und­an­far­in ár en er engu að síður und­ir 5% sl. 14 ár og um 0,6% leiðrétt fyr­ir verðbólgu. Í fyrra var arðsem­in 6,8%, sem var und­ir stýri­vöxt­um og þá er ekki tekið til­lit til þess að eigið fé fé­lags­ins er mjög van­metið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK