Verðbólga og verðlagshöft

Hjörtur Heiðar Jónsson, forstöðumaður hjá ALM Verðbréfum hf.
Hjörtur Heiðar Jónsson, forstöðumaður hjá ALM Verðbréfum hf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tím­inn líður og nú eru að verða kom­in sex ár frá því að covid-heims­far­ald­ur­inn skall á. Covid-far­aldr­in­um fylgdu mikl­ar svipt­ing­ar í hag­kerf­um heims­ins en vax­andi alþjóðlegt óör­yggi og stríðsátök í kjöl­farið hafa ekki hjálpað til við að ná aft­ur jafn­vægi. Ein af líf­seig­um af­leiðing­um alls þessa er al­mennt há og þrálát verðbólga í flest­um hag­kerf­um, sem er í dag eitt af mik­il­væg­ustu viðfangs­efn­um bæði rík­is­stjórna og seðlabanka víða um ver­öld.

Verðbólga ólíkt skil­greind

Þótt við flest þykj­umst vita nokk­urn veg­inn hvað verðbólga er þá er hún ekki endi­lega vel skil­greint né auðveld­lega mæl­an­legt fyr­ir­bæri. Þannig eru mæl­ing­ar á verðbólgu mjög breyti­leg­ar á milli landa, bæði hvað varðar aðferðafræði við öfl­un gagna og út­reikn­inga og einnig til hvers er horft við út­reikn­ing­inn. Jafn­vel á evru­svæðinu, þar sem lögð hef­ur verið mik­il vinna í að sam­ræma regl­ur um út­reikn­ing á vísi­tölu neyslu­verðs, get­ur verið um­tals­verður mun­ur milli landa hvað varðar öfl­un gagna, meðhöndl­un þeirra og út­reikn­ing. Ríki á evru­svæðinu hafa til dæm­is mikið sjálfræði um það hvar verðupp­lýs­inga er aflað, hversu oft það er gert, hvernig meðal­verð er reiknað og hvort og þá hvaða leiðrétt­ing­ar eru gerðar þegar viðmiðun­ar­körf­ur breyt­ast.

Burt­séð frá tækni­leg­um álita­mál­um við út­reikn­ing á verðbólgu þá get­ur verðbólga verið afar breyti­leg frá einu svæði til ann­ars, jafn­vel þótt svæðin séu ná­læg, inn­an sama mynt­banda­lags eða jafn­vel inn­an sama rík­is. Þannig varð verðbólga í Eystra­salts­ríkj­un­um til dæm­is um­tals­vert hærri en á evru­svæðinu al­mennt í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu þar sem Eystra­salts­rík­in misstu aðgang að ódýrri rúss­neskri orku og urðu því fyr­ir mun meiri hækk­un á orku­verði en Evr­ópa al­mennt.

Áhrif verðbólgu á ein­staka þjóðfé­lags­hópa geta einnig verið afar ólík þar sem neysla þeirra er ólík. Þannig er vægi mat­ar- og hús­næðis­kostnaðar al­mennt mun hærra hjá lág­tekju­hóp­um og verðbólga sem er drif­in áfram af þeim liðum hitt­ir því þessa hópa mun verr fyr­ir en aðra. Lág­tekju­hóp­ar eru einnig ólík­legri til að eiga um­tals­verðan verðtryggðan sparnað en efna­meiri hóp­ar, sem ger­ir eigna­stöðuna viðkvæm­ari fyr­ir verðbólgu.

Bitn­ar verst á tekju­lág­um

Há og þrálát verðbólga er því ekki ein­ung­is efna­hags­legt vanda­mál held­ur hef­ur hún al­mennt bein og sárs­auka­full áhrif á fjöl­menna hópa í sam­fé­lag­inu og því viðbúið að við slík­ar aðstæður komi upp há­vær krafa um skjót­ar aðgerðir sem virka. Flest­ir átta sig þar á mik­il­vægi pen­inga­stefnu Seðlabank­ans og fjár­mála­stefnu rík­is­ins en ýms­um finnst þó upp á vanta og reglu­lega koma fram í umræðunni hug­mynd­ir eða kröf­ur um ein­hvers kon­ar höft á verðlag eða laun.

Mann­kyns­sag­an hef­ur að geyma mý­mörg dæmi um verðlags­höft af flestu tagi, bæði göm­ul og ný. Í dag er það þó al­mennt viður­kennt inn­an hag­fræðinn­ar að jafn­vel þótt til séu dæmi um gagn­leg verðlags­höft, til dæm­is þar sem ein­ok­un eða markaðsbrest­ur rík­ir, þá séu höft á verðlag eða laun bæði kostnaðar­söm og skaðleg. Þak á orku­verð vinn­ur til dæm­is gegn því lang­tíma­mark­miði að stuðla að betri ork­u­nýt­ingu og skipt­um yfir í hag­kvæm­ari orku­gjafa, þak á vöru­verð stuðlar að skorti á viðkom­andi vöru og þak á launa­hækk­an­ir get­ur valdið skorti á vinnu­afli auk þess að draga úr hvat­an­um til að auka fram­leiðni. Öllum slík­um aðgerðum fylg­ir síðan um­tals­verður kostnaður vegna op­in­bers eft­ir­lits og aðgerða gegn sniðgöngu og svik­um.

Til að vinna á þrálátri verðbólgu er því fátt annað í stöðunni en að sýna aga og þol­in­mæði og forðast aðgerðir sem við vit­um að eru skaðleg­ar til lengri tíma í von um skjót­feng­inn ár­ang­ur.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK