Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar.
„Ég hef trú á því að auðveldlega megi framleiða 50 þúsund tonn af fiski á ári á þessu svæði án þess að raska umhverfinu um of. Þetta gætum við séð gerast í kringum árið 2025. Verði það að veruleika munu útflutningstekjur greinarinnar bara á sunnanverðum Vestfjörðum nema 50 milljörðum króna,“ segir Matthías.
Hann telur að sömu möguleikar séu til uppbyggingar á laxeldi í Ísafjarðardjúpi og því megi stefna að því að útflutningstekjur Vestfirðinga af laxeldi nemi 100 milljörðum á ári þegar fram í sækir. Verði það að veruleika segir hann að Vestfirðir muni verða ríkt samfélag á alla mælikvarða og vísar til reynslu Norðmanna, en víða á vesturströnd landsins hefur laxeldi hleypt nýju lífi í byggðir sem átt höfðu undir högg að sækja á síðustu áratugum.
Í viðtali í ViðskiptaMogga í dag ræðir Matthías um tækifærin og uppbygginguna á Bíldudal og nágrenni en rekur einnig þá mörgu snertifleti sem hann hefur átt við laxeldisgeirann í Noregi allt frá því að hann hélt þangað í fiskvinnslunám vorið 1978.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 429,32 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 2.980 kg |
Skarkoli | 1.189 kg |
Skrápflúra | 1.071 kg |
Steinbítur | 190 kg |
Sandkoli | 180 kg |
Ýsa | 161 kg |
Samtals | 5.771 kg |
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 151 kg |
Samtals | 151 kg |
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 56 kg |
Ýsa | 31 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Samtals | 105 kg |
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.148 kg |
Samtals | 1.148 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 429,32 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 2.980 kg |
Skarkoli | 1.189 kg |
Skrápflúra | 1.071 kg |
Steinbítur | 190 kg |
Sandkoli | 180 kg |
Ýsa | 161 kg |
Samtals | 5.771 kg |
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 151 kg |
Samtals | 151 kg |
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 56 kg |
Ýsa | 31 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Samtals | 105 kg |
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.148 kg |
Samtals | 1.148 kg |