Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
(Úr Hávamálum)
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Hugur einn það veit,
er býr hjarta nær,
einn er hann sér of sefa.
(Úr Hávamálum)
Glaður og reifur
skyli gumna hver,
uns sinn bíður bana.
(Úr Hávamálum)
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir, kanske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
(Bólu-Hjálmar)
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Um undra-geim, í himinveldi háu,
nú hverfur sól og kveður jarðarglaum;
á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
(Benedikt Gröndal)
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Blessuð vertu baugalín.
Blíður Jesú gæti þín,
elskulega móðir mín;
mælir það hún dóttir þín.
(Ágústína J. Eyjólfsdóttir)
Ég get verið þíðan þín
þegar allt er frosið,
því sólin hún er systir mín
sagði litla brosið.
(R. Gröndal)
(Vísan er á legstein barnabarns Ragnars(?)
Létt er að stíga lífsins spor,
ljúf er gleðin sanna,
þegar eilíft æsku vor,
er í hugum manna.
(R.G.)
í minningargrein 20.6.2000 um Jakobínu Jakobsdóttur
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Sofðu, sofðu, litla barnið blíða,
bjartir englar vaki þér við hlið.
Móðurhöndin milda, milda, þýða,
mjúkt þér vaggar inn í himinfrið.
Vaki, vaki auga guðs og gæti
góða, veika, litla barnsins þá.
Sofðu, sofðu! Sorgin græti,
sonur ljúfi, aldrei þína brá.
(Benedikt Þ. Gröndal)
Að vera bóndi ó, guð minn góður!
í grænu fanginu á sinni móður
og finna ljós hennar leika um sig
og lyfta sálinni á hærra stig!
Og bónda hitnar í hjartans inni
við helgan ilminn frá töðu sinni,
og stráin skína í skeggi hans
sem skáldleg gleði hins fyrsta manns.
Og litlir englar með litla hrífu
við ljámýs eltast og hampa fífu,
en mamma hleypur á hólinn út
með hvíta svuntu og skýluklút.
Og sumardagarnir faðma fjöllin
og fljúga niður á þerrivöllinn,
og stíga syngjandi sólskinsdans
við sveittan bóndann og konu hans.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Auð né heilsu
ræður engi maður,
þótt honum gangi greitt;
margan það sækir,
er minnst um varir,
engi ræður sættum sjálfur.
(Úr Sólarljóðum)