„Engar efndir hjá sjávarútvegsráðherra“

Frá fundi Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) …
Frá fundi Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) um sjávarútvegsmál. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fé­lag at­vinnu­rek­enda og sam­starfs­fé­lagið SFÚ (Sam­tök fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda) efndu til fund­ar í dag um sjáv­ar­út­vegs­mál fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar.

Ólaf­ur Arn­ar­son starfsmaður stjórn­ar SFÚ hóf fund­inn með því að fara stutt­lega yfir áhersl­ur FA og SFÚ í sjáv­ar­út­vegs­mál­um og var harðorður í garð for­sæt­is­ráðherra, sem gegndi embætti sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fyrr á þessu kjör­tíma­bili.

Minni aðilar til­neydd­ir að borga hærra verð

Benti Ólaf­ur í ræðu sinni á það að fyr­ir­tæki inn­an SFÚ hefðu skilað þjóðarbú­inu hæsta verðinu fyr­ir sjáv­ar­af­urðir á er­lend­um mörkuðum. Þau hefðu orðið að gera það því minni fyr­ir­tæk­in væru nauðbeygð til að kaupa sitt hrá­efni á mörkuðum á 30-50% hærra verði en út­gerðar­vinnsl­ur kvóta­fyr­ir­tækj­anna.

Það væri af­rek hjá minni fé­lög­um að lifa af í því um­hverfi sem ís­lensk stjórn­völd hefðu búið sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um hér á landi. Stjórn­mála­menn hefðu ávallt skellt skolla­eyr­um við rétt­lát­um kröf­um um sam­keppn­is­um­hverfi og sýnt gríðarlegt skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart því skaðræði sem felst í tvö­faldri verðmynd­un á fiski.

Óeðli­legt for­skot

Þá benti Ólaf­ur á að stór­út­gerðir, sem vegna stór­lega niður­greidds aðgangs að verðmæt­ustu auðlind þjóðar­inn­ar hefðu óeðli­legt for­skot á önn­ur fyr­ir­tæki í grein­inni, hefðu á síðustu árum farið úr því að kaupa nær eng­an þorsk á fisk­mörkuðum í það að kaupa 35-50% alls þorsks sem kem­ur inn á markað. Stóru út­gerðirn­ar hefðu komið inn, keypt allt upp og sprengt upp verðið, og með þessu skapað full­kom­in skort­markað.

„Íslensk­ir fisk­markaðir eru nefni­lega orðnir skort­markaðir með him­in­háu verði sem end­ur­spegl­ar eng­an veg­inn ástand er­lendra markaða hverju sinni,“ bætti Ólaf­ur við.

Ráðamenn gætu ekki haldið því fram að þeir hafi ekki áttað sig á þess­um vanda. Sam­keppn­is­yf­ir­völd hefði ít­rekað bent á óá­sætt­an­legt sam­keppn­is­um­hverfi og beðið um úr­bæt­ur. Vísaði Ólaf­ur meðal ann­ars til álits Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins nr. 2/​2012 í þessu sam­bandi, þar sem Sam­keppnis­eft­ir­litið beindi þeim til­mæl­um til sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að hann beitti sér fyr­ir því að komið yrði í veg fyr­ir sam­keppn­is­hindr­an­ir í sjáv­ar­út­vegi hér á landi.

Kost­ir sam­keppni væru enda meðal ann­ars þeir að hún stuðlaði að ný­sköp­un og þrótt­mik­illi at­vinnu­starf­semi, auk þess að  bæta kjör neyt­enda. Þessi áhrif væru til þess fall­in að efla ís­lenskt at­vinnu­líf og bæta hag al­menn­ings.

„Ríkj­andi flokk­ar hafna markaðslausn­um og heil­brigðri sam­keppni“

Ólaf­ur vék að skýrslu sem unn­in var af ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu McKins­ey & Comp­any um hag­vaxt­ar­mögu­leika á Íslandi. Þar kæmi fram að sam­keppni væri lyk­ill að auk­inni fram­legð hér á landi. Vísaði Ólaf­ur til skýrsl­unn­ar og sagði sam­keppni stuðla að hag­kvæmri nýt­ingu fram­leiðsluþátta, hvetti stjórn­end­ur til að hagræða í rekstri og væri grund­völl­ur ný­sköp­un­ar, nýrra hug­mynda og tækninýj­unga.

„Samt hafna ríkj­andi flokk­ar, sem sum­ir veifa markaðslausn­um og frjálsri sam­keppni á tylli­dög­um, markaðslausn­um og heil­brigðri sam­keppni í sjáv­ar­út­vegi,“ hélt Ólaf­ur áfram. „Þeir sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar sem setið hafa síðan álit Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins var sett fram hafa virt það að vett­ugi. Raun­ar hafnaði ráðuneytið, fyr­ir hönd ráðherra, í byrj­un þess árs að sinna þeim til­mæl­um sem Sam­keppnis­eft­ir­litið hefði beint til ráðherra í þess­um efn­um. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra vinn­ur beint gegn því að sam­keppn­is­höml­ur í sjáv­ar­út­vegi hér á landi séu leiðrétt­ar. Nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur auk þess ekki svarað ít­rekuðum bein­um frá SFÚ um fund.“

Lof­orð gef­in í sama sal árið 2013 orðin tóm

Ólaf­ur endaði á að benda á að Sig­urður Ingi hefði setið í þess­um sama sal hinn 19. apríl 2013 og þá lýst yfir ein­dregn­um vilja sín­um til að tryggja meira hrá­efni inn á fisk­markaði, auk þess að lofa því að vinna að betr­um­bót­um í sam­ræmi við til­mæli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Eng­ar efnd­ir hafi orðið á þeim lof­orðum þau þrjú ár sem Sig­urður hafi setið í embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.25 555,81 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.25 415,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.25 295,83 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.25 318,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.25 179,07 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.25 167,09 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 27.8.25 207,53 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.8.25 220,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.969 kg
Ýsa 337 kg
Samtals 5.306 kg
27.8.25 Kaldi SK 121 Þorskfisknet
Ýsa 642 kg
Þorskur 51 kg
Samtals 693 kg
27.8.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 5.246 kg
Skarkoli 1.422 kg
Ýsa 1.336 kg
Steinbítur 51 kg
Sandkoli 50 kg
Samtals 8.105 kg
27.8.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Samtals 16 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.25 555,81 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.25 415,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.25 295,83 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.25 318,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.25 179,07 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.25 167,09 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 27.8.25 207,53 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.8.25 220,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.969 kg
Ýsa 337 kg
Samtals 5.306 kg
27.8.25 Kaldi SK 121 Þorskfisknet
Ýsa 642 kg
Þorskur 51 kg
Samtals 693 kg
27.8.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 5.246 kg
Skarkoli 1.422 kg
Ýsa 1.336 kg
Steinbítur 51 kg
Sandkoli 50 kg
Samtals 8.105 kg
27.8.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Samtals 16 kg

Skoða allar landanir »