„Arðsemin er miklu, miklu meiri hér en allsstaðar annars staðar“

Fulltrúar Viðreisnar, Pírata og Bjartrar Framtíðar vilja meiri fisk á …
Fulltrúar Viðreisnar, Pírata og Bjartrar Framtíðar vilja meiri fisk á markað og að brugðist verði við tilmælum Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundi Fé­lags at­vinnu­rek­enda (FA) og Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda (SFÚ) kom fram að fram­bjóðend­ur allra flokka sem lík­leg­ir eru til að ná sæti á Alþingi, nema nú­ver­andi stjórn­ar­flokka, telja að hrinda eigi til­mæl­um Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins í fram­kvæmd án taf­ar.

Sjá á vefsvæði Fé­lags At­vinnu­rek­enda

Sam­keppnis­eft­ir­litið beindi þeim til­mæl­um til ráðherra árið 2012 að aflétt yrði sam­keppn­is­höml­um í sjáv­ar­út­vegi og af­num­in yrði tvö­föld verðmynd­un í grein­inni.

Ekki stend­ur til að aðhaf­ast neitt

FA og SFÚ sendu bréf til Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í des­em­ber síðastliðnum og inntu hann eft­ir af­stöðu sinni til til­mæla Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Í því svari sem barst frá ráðuneyt­inu í janú­ar á þessu ári var því svarað í löngu máli að ekk­ert yrði aðhafst. Ólaf­ur Arn­ar­son, starfsmaður stjórn­ar SFÚ, gagn­rýndi ráðherra harðlega í inn­gangi sín­um í upp­hafi fund­ar.

Frétt 200 mílna: Eng­ar efnd­ir

„Byggðakvót­inn dul­in spill­ing stjórn­valda.“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar, sagðist ekki þeirr­ar skoðunar að all­ur fisk­ur ætti að fara á markað, en mik­il­vægt væri að meiri fisk­ur færi á markað en raun­in væri nú. Hagræði væri í því fólgið að menn gætu haft veiðar og vinnslu í sömu fyr­ir­tækj­um. Það væri hins veg­ar al­var­legt mál þegar menn í stjórn­kerf­inu tækju ekki mark á til­mæl­um stofn­ana sem falið væri til­tekið vald. „Öll fyr­ir­tæki eiga að falla und­ir sam­keppn­is­lög, og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru þar ekki und­an­skil­in,“ sagði Bene­dikt.

Benedikt Jóhannesson sagði byggðakvótann dulda spillingu og skaut á forsætisráðherra.
Bene­dikt Jó­hann­es­son sagði byggðakvót­ann dulda spill­ingu og skaut á for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bene­dikt sagði byggðakvóta ekk­ert annað en dulda spill­ingu: „Byggðakvóti er svona eitt dæmi um dulda spill­ingu stjórn­valda, þar sem stjórn­mála­menn eru að dreifa út gæðum til ákveðinna byggða án þess að nokk­urs staðar komi fram að þarna er verið að út­deila mikl­um verðmæt­um. Ég held að það sé miklu eðli­legra að þess­ar afla­heim­ild­ir fari á markað og hið op­in­bera út­deili þá bara pen­ing­un­um sem fást af söl­unni til byggðanna. Þá er það sýni­legt hvaða styrk byggðirn­ar eru að fá. Þær geta þá keypt kvóta fyr­ir pen­ing­ana. Það er ekk­ert á móti því ef þeir telja pen­ing­un­um best varið þannig. En ekki vera með þenn­an felu­leik áfram.“

„Brot á jafn­ræðis­reglu og grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um.“

Alfa Eym­ars­dótt­ir, full­trúi Pírata, sagði Pírata hafa þá stefnu að all­ur fisk­ur færi á markað. Þá sagði hún Pírata „að sjálf­sögðu“ vilja beita sér fyr­ir því að öll fyr­ir­tæki, og þar með tal­in sjáv­ar­út­vegs­fé­lög, skyldu falla und­ir ákvæði sam­keppn­islaga.

Alfa sagðist kom­in af sjó­mönn­um og hefði sjálf rekið sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, og þekkti því vel hvernig kaup­in gerðust á eyr­inni: „Auðvitað eig­um við að breyta þessu. Þetta er ekk­ert annað en brot á jafn­ræðis­regl­unni,“ full­yrti full­trúi Pírata. „Hag­kvæmni og arðsemi er ekki af­sök­un til að brjóta grund­vall­ar­mann­rétt­indi,“ bætti hún við.

Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist telja að ef sú breyt­ing yrði gerð að markaðsverð yrði skipta­verð á öll­um afla, myndu flest þau vanda­mál sem Sam­keppnis­eft­ir­litið hefði bent á, leys­ast sjálf­krafa. Össur sagði að spurn­ing­in væri hvort menn hefðu kjark til að taka á því máli með laga­setn­ingu. „Ég þori það,“ sagði Össur.

Björn Val­ur Gísla­son, vara­formaður Vinstri Grænna, og Björt Ólafs­dótt­ir, þingmaður Bjartr­ar Framtíðar, voru í meg­in­drátt­um sam­mála full­trú­um hinna flokk­anna, að full­trú­um stjórn­ar­flokk­anna und­an­skild­um.

Björn Valur Gíslason sagði að í tuttugu ár hefði Samkeppniseftirlitið …
Björn Val­ur Gísla­son sagði að í tutt­ugu ár hefði Sam­keppnis­eft­ir­litið beint svipuðum til­mæl­um til stjórn­valda og ekk­ert verið gert með þau fyrr en 2012, með til­komu vinstri stjórn­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ekki rétt að þjóðin njóti ekki arðsins.“

Páll Magnús­son fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði að þegar staðreynd­in væri sú að meira en fjórða hver króna sem kæmi úr afla­verðmæti skipa færi beint til op­in­berra aðila væri ein­fald­lega ekki hægt að tala um að þjóðin væri ekki að njóta arðs úr sjáv­ar­út­vegi. „Töl­um um þetta með rétt­um orðum. För­um út úr þess­um inni­halds­lausu frös­um,“ bætti Páll við.

Þörf á sam­keppnis­jafn­andi aðgerðum

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra sagði það rétt að milli­verðlagn­ing­ar­regl­ur hefðu verið sett­ar, en þær hefðu ekki verið út­færðar inni í kerfi sjáv­ar­út­vegs­ins.

„Það þyrfti að gera og í því frum­varpi sem ég var með í smíðum var verið að skoða það,“ sagði Sig­urður Ingi. Hann sagði að þetta tengd­ist veiðigjaldaum­ræðunni og líka þeim hluta til­mæla Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem vörðuðu fisk­verðið sem hafn­ar­gjöld væru greidd af.

Sam­keppnis­jöfn­un og Fr­eudi­an slip

„Það gæti verið hægt að nýta milli­verðlagn­ing­ar­regl­ur eða setja upp eitt­hvert viðmiðun­ar­verð sem all­ir greiddu. Það væri sam­keppnis­jafn­andi," hélt Sig­urður Ingi áfram. „Það væru þá all­ir að greiða sama verð og það væri þá ef­laust eitt­hvað hærra en það sem lægst er verið að greiða til hafn­anna. Það væri þá líka eðli­legra gagn­vart sveit­ar­fé­lög­un­um. Ég held það væri skyn­sam­legt að skoða það.“

Þá kom fram í máli for­sæt­is­ráðherra að ekki væri hægt að ræða sjáv­ar­út­veg án þess að ræða kvóta­kerfið. „Sjáv­ar­út­veg­ur er eina grein­in á Íslandi sem stenst alþjóðleg­an sam­an­b­urð í hag­kvæmni, arðsemi og þess hátt­ar. Vilj­um við breyta því að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er eini út­veg­ur­inn sem skil­ar raun­veru­leg­um arði til eig­enda þjóðar­inn­ar?"

Bene­dikt Jó­hann­es­son hjó eft­ir þessu orðalagi for­sæt­is­ráðherra um „eig­end­ur þjóðar­inn­ar" og kallaði þetta orðalag for­sæt­is­ráðherra „Fr­eudi­an Slip".

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.8.25 595,39 kr/kg
Þorskur, slægður 12.8.25 554,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.8.25 293,99 kr/kg
Ýsa, slægð 12.8.25 281,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.8.25 134,68 kr/kg
Ufsi, slægður 12.8.25 229,35 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 12.8.25 403,22 kr/kg
Litli karfi 31.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.8.25 220,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.8.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 21.563 kg
Þorskur 2.566 kg
Skarkoli 140 kg
Skrápflúra 66 kg
Steinbítur 61 kg
Samtals 24.396 kg
12.8.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Ýsa 12.418 kg
Langlúra 564 kg
Þorskur 277 kg
Steinbítur 252 kg
Sandkoli 88 kg
Skarkoli 60 kg
Skrápflúra 25 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.685 kg
12.8.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 5.591 kg
Ýsa 1.670 kg
Hlýri 151 kg
Steinbítur 61 kg
Karfi 26 kg
Keila 25 kg
Samtals 7.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.8.25 595,39 kr/kg
Þorskur, slægður 12.8.25 554,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.8.25 293,99 kr/kg
Ýsa, slægð 12.8.25 281,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.8.25 134,68 kr/kg
Ufsi, slægður 12.8.25 229,35 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 12.8.25 403,22 kr/kg
Litli karfi 31.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.8.25 220,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.8.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 21.563 kg
Þorskur 2.566 kg
Skarkoli 140 kg
Skrápflúra 66 kg
Steinbítur 61 kg
Samtals 24.396 kg
12.8.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Ýsa 12.418 kg
Langlúra 564 kg
Þorskur 277 kg
Steinbítur 252 kg
Sandkoli 88 kg
Skarkoli 60 kg
Skrápflúra 25 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.685 kg
12.8.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 5.591 kg
Ýsa 1.670 kg
Hlýri 151 kg
Steinbítur 61 kg
Karfi 26 kg
Keila 25 kg
Samtals 7.524 kg

Skoða allar landanir »