Stjórn SFÚ lýsir fullum stuðningi við þá kröfu sjómanna að tvöföld verðmyndun í sjávarútvegi verði afnumin, allur fiskur fari á markað og að markaðsverð verði framvegis skiptaverð. Slíkt fyrirkomulag leiðrétti kjör flestra sjómanna og jafni kjör hjá stéttinni. Ennfremur stuðli afnám tvöfaldrar verðmyndunar að eðlilegu og réttlátu samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda vegna kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna og yfirvofandi verkfalls.
Þá tekur stjórn SFÚ undir það með forystumönnum sjómanna að óþolandi sé að viðsemjendur þeirra hafa um langt árabil neitað að ganga frá raunhæfum samningum þannig að sjómenn hafa verið með opna kjarasamninga í sex ár. Þeir hafi í raun verið samningslausir allan þann tíma, segir í tilkynningunni.
„Stjórn SFÚ lýsir alvarlegum áhyggjum sínum af stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðar. Því miður virðist nú stefna í sjómannaverkfall 10. nóvember. Slíkt verkfall getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfstæða fiskframleiðendur og ógnað rekstrargrundvelli þeirra. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif þess til skemmri og lengri tíma á þjóðarbúið í heild, ef verkfall skellur á og dregst á langinn. Því skorar stjórn SFÚ á deiluaðila að ganga til samninga um réttlát kjör sjómanna og eðlilegt samkeppnisumhverfi í íslenskum sjávarútvegi.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |