Viðræðum fulltrúa sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur verið frestað fram til mánudags. Opnað var fyrir umræðu um „stóru málin“ í gær og heimildir mbl.is herma að viðræður í dag hafi strandað á þeim.
Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, er staðan viðkvæm. Hann segir samninganefndir sjómanna vilja heyra í sínu fólki og að fundir verði í félögum sjómanna næstu daga, þar sem farið verður yfir stöðuna.
Frétt mbl.is: Komið að ögurstundu í samningaviðræðum
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagði í samtali við mbl.is í gær að komið væri að „ögurstundu“ í samningaviðræðunum.
„Ég held að dagurinn í dag muni verða eins konar ögurstund í þessu. Það ræðst að miklu leyti í dag hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðmundur.
Hann svaraði því ekki beint hvort ræða ætti þau mál sem sjómenn væru verulega ósáttir við, olíuverðsviðmiðið og nýsmíðaálagið, en sagði öll mál á borðinu.
„Það eru náttúrlega þessi stóru mál sem eru á borðinu hjá báðum aðilum og þau hafa hingað til ekki verið rædd af neinu viti. Það var ákveðið að fara fyrst í þessi minni mál og allur tíminn hingað til hefur farið í það. Það er nú þess vegna sem ég segi að dagurinn í dag sé ákveðinn vendipunktur og muni hafa mikil áhrif á það hvernig framhaldið verður.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |