Baráttuhugur í Húsvíkingum

Sjómannadeild Framsýnar á Húsavík fundaði um kjarasamningadeilu sjómanna á föstudag. …
Sjómannadeild Framsýnar á Húsavík fundaði um kjarasamningadeilu sjómanna á föstudag. Mikill einhugur ríkir meðal húsvískra sjómanna um að standa fastir á kröfum sínum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sjómannadeild verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík stóð fyrir fjölmennum fundi um stöðuna í kjaramálum sjómanna síðastliðið föstudagskvöld.

Staðan mjög alvarleg

Formaður félagsins, Aðalsteinn Árni Baldursson, og formaður sjómannadeildarinnar, Jakob Gunnar Hjaltalín, fóru yfir stöðuna og þau tilboð sem gengið hafa milli samningsaðila til lausnar á kjaradeilunni. Í máli þeirra kom fram að staðan væri mjög alvarleg þar sem útgerðarmenn hafa ekki verið viljugir til að ganga að kröfum sjómanna þrátt fyrir góða afkomu greinarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um málið sem barst 200 mílum nú í kvöld.

Þrjú atriði hafi þokast áfram; kostnaðarþátttaka útgerðarinnar er varðar fæðismál, hlífðarfatnað og netkostnað sjómanna um borð í fiskiskipum. Útgerðarmenn hafi hins vegar alfarið hafnað breytingum á olíuviðmiðinu og bótum vegna afnáms  á sjómannaafslættinum. Þá hafi kröfum sjómanna um breytingar á nýsmíðaálaginu verið vísað út af borðinu og væru þær því ekki í endanlegum tillögum sjómanna til lausnar kjaradeilunni.

Tillögur útgerðanna fela í sér frekari skerðingar

Að því er fram kemur hafa útgerðarmenn lagt fram tillögur að  breytingum á samningnum sem sjómenn hafi ekki tekið vel í enda sé þar um að ræða auknar skerðingar á núgildandi kjarasamningi. Sé þar sérstaklega um að ræða breytingar á veikinda- og slysarétti sjómanna sem og aukinni þátttöku sjómanna í slysatryggingum útgerðarinnar.

Niðurstöður leynilegrar kosningar afgerandi

Eftir miklar og góðar umræður samþykktu sjómenn innan Framsýnar að standa fastir á þeim tveimur atriðum sem standa út af. Leynileg atkvæðagreiðsla fór fram á fundinum.

Niðurstaða kosningarinnar var borðleggjandi; hver einasti félagsmaður sem tók afstöðu kvaðst ekki munu sætta sig við annað en að gengið yrði að kröfum sjómanna varðandi olíuverðsmyndunina sem og því að bætur vegna afnáms  sjómannaafsláttarins kæmu til.

Standa og falla með kröfum sjómanna

Þá mótmæla sjómenn harðlega hugmyndum útgerðarinnar um aukna þátttöku sjómanna í slysatryggingum útgerðarinnar og hugmyndum um að breytingar verði gerðar á veikindarétti sjómanna. Segir í tilkynningunni að niðurstaðan verði ekki skýrari; sjómenn séu tilbúnir að standa og falla með framlögðum kröfum Sjómannasambandsins.

Útgerðarmenn virðast bíða lagasetningar á verkfallið

Þá kemur fram að á morgun, mánudag, hafi verið boðað til samningafundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Miðað við viðbrögð sjómanna á Húsavík og víða um land séu miklar líkur á því að upp úr viðræðum slitni á morgun nema útgerðarmenn komi að borðinu með samningsviljann að vopni. Því miður sé ekkert sem bendir til þess í augnablikinu.

Deila sjómanna og útgerðarmanna harðnar með hverjum degi sem líður. Segir í tilkynningunni að svo virðist sem útgerðarmenn bíði þess að sett verði lög á deiluna í boði nýrrar ríkistjórnar - þrátt fyrir yfirlýsingar nýs sjávarútvegsráðherra um annað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »