„Hálmstrá til að setja viðræður í hnút“

mbl.is/Helgi Bjarnason

Sjó­manna­sam­band Íslands seg­ir tals­menn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa brotið fjöl­miðlabann rík­is­sátta­semj­ara með því að upp­lýsa um bók­un sem full­trú­ar sjó­manna lögðu fram á samn­inga­fundi.

Þá seg­ir Sjó­manna­sam­bandið SFS hafa gripið bók­un­ina feg­ins hendi „sem hálm­strá til að setja samn­ingaviðræður í hnút og kenna full­trú­um sjó­manna um að ósekju.“

Frétta­til­kynn­ing Sjó­manna­sam­bands­ins:

„Þegar viðræðum sjó­manna og út­vegs­manna var slitið sl. föstu­dag setti Rík­is­sátta­semj­ari fjöl­miðlabann á samn­inga­nefnd­ar­menn. Ekki má ræða efn­is­atriði kjaraviðræðna né það sem skeður á fund­um und­ir stjórn Rík­is­sátta­semj­ara.

Sátta­emj­ari hafði varla lokið máli sínu þegar SFS grein­ir frá bók­un sem full­trú­ar sjó­manna settu fram. SFS ger­ir því skóna að bók­un­in sé í raun ný krafa frá sjó­mönn­um. Og að sjó­menn vilji ekki semja.

Með bók­un­inni eru full­trú­ar sjó­manna að leita eft­ir stuðningi SFS við að leita skýr­inga á mis­mun á verði á upp­sjáv­ar­fiski í Nor­egi og á Íslandi sem hef­ur verið tals­verður og óút­skýrður.

Þessi mun­ur hef­ur orðið til þess að mik­il tor­tryggni hef­ur skap­ast milli aðila. Bók­un­in er til­raun til að ná sátt við út­gerðina um verðmynd­un á upp­sjáv­ar­fiski á Íslandi. Að halda því fram að þessi umræða hafi ekki komið fram áður í sam­tali sjó­manna og út­vegs­manna er út­úr­snún­ing­ur. Síðasti samn­ing­ur sem var felld­ur inni­b­ar nálg­un á þessi mál í bók­un um upp­lýs­inga­skyldu út­gerða um hvernig verð mynd­ast til sjó­manna.

Með bók­un­inni er ein­ung­is verið að skerpa á þess­um þátt­um og að sjó­menn og út­vegs­menn vinni sam­an að því að skýra þenn­an mun og af hverju hann er til­kom­inn. Vel má vera að þær skýr­ing­ar séu ásætt­an­leg­ar en fyrst þarf að fá þær skýr­ing­ar.

Ekki er annað að sjá en að SFS hafi gripið þessa til­lögu full­trúa sjó­manna feg­ins hendi sem hálm­strá til að setja samn­ingaviðræður í hnút og kenna full­trú­um sjó­manna um að ósekju.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.7.25 493,48 kr/kg
Þorskur, slægður 25.7.25 515,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.7.25 343,91 kr/kg
Ýsa, slægð 25.7.25 490,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.7.25 150,47 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.25 231,35 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 25.7.25 372,37 kr/kg
Litli karfi 21.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.25 98,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.25 Konráð EA 90 Handfæri
Ufsi 902 kg
Þorskur 257 kg
Samtals 1.159 kg
25.7.25 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Ufsi 1.950 kg
Þorskur 207 kg
Samtals 2.157 kg
25.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Skarkoli 305 kg
Samtals 305 kg
25.7.25 Toppskarfur ÍS 417 Sjóstöng
Þorskur 71 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 77 kg
25.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 603 kg
Samtals 603 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.7.25 493,48 kr/kg
Þorskur, slægður 25.7.25 515,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.7.25 343,91 kr/kg
Ýsa, slægð 25.7.25 490,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.7.25 150,47 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.25 231,35 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 25.7.25 372,37 kr/kg
Litli karfi 21.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.25 98,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.25 Konráð EA 90 Handfæri
Ufsi 902 kg
Þorskur 257 kg
Samtals 1.159 kg
25.7.25 Tryggvi Sveins EA 49 Handfæri
Ufsi 1.950 kg
Þorskur 207 kg
Samtals 2.157 kg
25.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Skarkoli 305 kg
Samtals 305 kg
25.7.25 Toppskarfur ÍS 417 Sjóstöng
Þorskur 71 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 77 kg
25.7.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 603 kg
Samtals 603 kg

Skoða allar landanir »