„Hálmstrá til að setja viðræður í hnút“

mbl.is/Helgi Bjarnason

Sjómannasamband Íslands segir talsmenn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa brotið fjölmiðlabann ríkissáttasemjara með því að upplýsa um bókun sem fulltrúar sjómanna lögðu fram á samningafundi.

Þá segir Sjómannasambandið SFS hafa gripið bókunina fegins hendi „sem hálmstrá til að setja samningaviðræður í hnút og kenna fulltrúum sjómanna um að ósekju.“

Fréttatilkynning Sjómannasambandsins:

„Þegar viðræðum sjómanna og útvegsmanna var slitið sl. föstudag setti Ríkissáttasemjari fjölmiðlabann á samninganefndarmenn. Ekki má ræða efnisatriði kjaraviðræðna né það sem skeður á fundum undir stjórn Ríkissáttasemjara.

Sáttaemjari hafði varla lokið máli sínu þegar SFS greinir frá bókun sem fulltrúar sjómanna settu fram. SFS gerir því skóna að bókunin sé í raun ný krafa frá sjómönnum. Og að sjómenn vilji ekki semja.

Með bókuninni eru fulltrúar sjómanna að leita eftir stuðningi SFS við að leita skýringa á mismun á verði á uppsjávarfiski í Noregi og á Íslandi sem hefur verið talsverður og óútskýrður.

Þessi munur hefur orðið til þess að mikil tortryggni hefur skapast milli aðila. Bókunin er tilraun til að ná sátt við útgerðina um verðmyndun á uppsjávarfiski á Íslandi. Að halda því fram að þessi umræða hafi ekki komið fram áður í samtali sjómanna og útvegsmanna er útúrsnúningur. Síðasti samningur sem var felldur innibar nálgun á þessi mál í bókun um upplýsingaskyldu útgerða um hvernig verð myndast til sjómanna.

Með bókuninni er einungis verið að skerpa á þessum þáttum og að sjómenn og útvegsmenn vinni saman að því að skýra þennan mun og af hverju hann er tilkominn. Vel má vera að þær skýringar séu ásættanlegar en fyrst þarf að fá þær skýringar.

Ekki er annað að sjá en að SFS hafi gripið þessa tillögu fulltrúa sjómanna fegins hendi sem hálmstrá til að setja samningaviðræður í hnút og kenna fulltrúum sjómanna um að ósekju.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »