„Bræla, bræla, bræla“

Valur ÍS-20.
Valur ÍS-20. Ljósmynd/Arnaldur Sævarsson

„Það er bara bræla. Bræla, bræla, bræla. Það er ekkert þarna á milli. Þetta eru ekki einu sinni sex til átta metrar, það eru bara fimmtán eða tuttugu. Við vorum á sjó í gær og komumst inn á Hestfjörðinn og fengum þar 3,5 tonn sem er bara allt í lagi. Þetta er eini staðurinn sem við komumst vegna veðurs,“ segir Haraldur Konráðsson, skipstjóri á Val ÍS-20, í samtali við 200 mílur er hann er spurður hvernig rækjuveiðarnar hafa gengið undanfarið.

Ekki er því vafi um að veðurfarið hafi truflað rækjuveiðarnar eins og aðrar veiðar og því tilefni til þess að spyrja hvort góð veiði hafi verið þá daga þegar veður leyfir. „Þetta er svo sem ekki sama mokveiði og í fyrra, en það var gott framan af. Bara fínasta veiði,“ segir hann og bætir við að aflinn undanfarið hafi verið um þrjú til fimm eða sex tonn. „Það er bara ljómandi gott.“

Óvenjumikill þari

Haraldur segir mikið söl hafa sett svip á veiðarnar og að það sé óvenjumikill þari sem festist í veiðarfærunum. „Ég veit ekki hvort þetta sé tíðarfarið sem gerir það að verkum að þetta sé svona. Þannig að við erum á eftir á ákveðnum stöðum. […] Þetta festist í veiðarfærunum og fyllir bara trollið á þeim stöðum sem maður lendir í þessu og þetta er lengi að fara úr trollunum.“

Spurður hvort hann sé vongóður um að fari að lægja, svarar hann að það eigi að verða ágætisveður á fimmtudag og föstudag, en vandinn er ekki bara veðurfarið á sjó.

„Svo þurfum við að fara fjallaleið frá Ísafirði til Súðavíkur og það er ekki alltaf fært þar,“ segir Haraldur og hlær. „Róðrarlagið er farið að snúast um það hvort það koma viðvaranir frá Vegagerðinni. […] Þetta er búið að vera agalegur vetur. Maður hefði byrjað fyrr hefði maður vitað þetta. En við tökum þetta bara í blíðunni í sumar, við megum veiða til fyrsta september.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »