Krefja ríkið um rúmlega 10 milljarða króna í bætur

Útgerðarfélögin telja sig hafa orðið fyrir milljarða tapi vegna fyrirkomulag …
Útgerðarfélögin telja sig hafa orðið fyrir milljarða tapi vegna fyrirkomulag úthlutunar makríls. mbl.is/Árni Sæberg

Sjö útgerðarfélög hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjártjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2011 til 2018. Samtals nema kröfurnar um 10,2 milljörðum króna auk þess sem krafist er hæstu mögulegu vaxta.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem birtist á vef Alþingis í gær.

Með tveimur dómum Hæstaréttar í desember 2018 var skaðabótaskylda íslenska ríkisins gagnvart tveimur útgerðarfélögum viðurkennd á þeim grundvelli að ranglega hefði verið staðið að úthlutun makrílkvóta á árunum 2011 til 2013.

Kröfur útgerðarfélaganna ná annars vegar til áranna 2011-2014 og hins vegar til tímabilsins 2015-2018. Frá og með makrílvertíð árið 2019 var aflaheimildum í makríl úthlutað eftir lögum sem samþykkt voru í júní það ár.

Útgerðarfélögin sjö eru Eskja hf., Gjögur hf., Huginn ehf., Ísfélag Vestmannaeyja hf., Loðnuvinnslan hf., Skinney-Þinganes hf. og Vinnslustöðin hf. Kröfur hvers félags fyrir sig eru á bilinu 328 milljónir króna og upp í 3.888 milljónir króna.

„Fáránleg græðgi og óbilgirni“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna, tjáði sig um kröfurnar á facebooksíðu sinni og segir þær „forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni“.

Hann segir gott að hafa í huga að dómarnir, sem kröfurnar byggjast á, fjölluðu ekki um að úthlutanir á makrílkvóta hefðu verið ósanngjarnar heldur að reglurnar um þær hefðu átt heima í lögum en ekki reglugerð.

„Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand,“ segir hann jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,49 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,49 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »