Sjö útgerðarfélög hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjártjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2011 til 2018. Samtals nema kröfurnar um 10,2 milljörðum króna auk þess sem krafist er hæstu mögulegu vaxta.
Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem birtist á vef Alþingis í gær.
Með tveimur dómum Hæstaréttar í desember 2018 var skaðabótaskylda íslenska ríkisins gagnvart tveimur útgerðarfélögum viðurkennd á þeim grundvelli að ranglega hefði verið staðið að úthlutun makrílkvóta á árunum 2011 til 2013.
Kröfur útgerðarfélaganna ná annars vegar til áranna 2011-2014 og hins vegar til tímabilsins 2015-2018. Frá og með makrílvertíð árið 2019 var aflaheimildum í makríl úthlutað eftir lögum sem samþykkt voru í júní það ár.
Útgerðarfélögin sjö eru Eskja hf., Gjögur hf., Huginn ehf., Ísfélag Vestmannaeyja hf., Loðnuvinnslan hf., Skinney-Þinganes hf. og Vinnslustöðin hf. Kröfur hvers félags fyrir sig eru á bilinu 328 milljónir króna og upp í 3.888 milljónir króna.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna, tjáði sig um kröfurnar á facebooksíðu sinni og segir þær „forkastanlegar og til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni“.
Hann segir gott að hafa í huga að dómarnir, sem kröfurnar byggjast á, fjölluðu ekki um að úthlutanir á makrílkvóta hefðu verið ósanngjarnar heldur að reglurnar um þær hefðu átt heima í lögum en ekki reglugerð.
„Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand,“ segir hann jafnframt.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 339,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 339,49 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |