Sjálfsagt að leita réttar í makríldeilu

Útgerðir töldu brotið á rétti sínum við úthlutun makrílkvóta.
Útgerðir töldu brotið á rétti sínum við úthlutun makrílkvóta. mbl.is/Árni Sæberg

„Við lif­um eins og all­ir vita í rétt­ar­ríki. Ef ein­hver brýt­ur lög, sem í þessu til­felli var ríkið, er ekk­ert sjálf­sagðara en að leita rétt­ar síns,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar.

Til­efnið er sú ákvörðun Loðnu­vinnsl­unn­ar og fjög­urra annarra út­gerða að falla frá mál­sókn á hend­ur ís­lenska rík­inu vegna þess hvernig staðið var að út­hlut­un afla­heim­ilda á mak­ríl árin 2011-14.

„Frum­kvöðlar sköpuðu þjóðinni þenn­an kvóta. Jón Bjarna­son [þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra (2009-2011)] ákveður hins veg­ar að dreifa mak­ríl­kvót­an­um á frysti­tog­ara, ís­fisk­tog­ara og smá­báta. Við það urðu frum­kvöðlarn­ir flest­ir af tekj­um. Þess vegna fóru Hug­inn og Ísfé­lagið í mál gegn rík­inu og unnu það,“ seg­ir Friðrik Mar.

Vís­ar hann þar til tveggja dóma Hæsta­rétt­ar í des­em­ber 2018 í mál­um 508/​9 2017.

Ríkið dæmt skaðabóta­skylt

Hæstirétt­ur dæmdi þar ís­lenska ríkið skaðabóta­skylt gagn­vart Hug­in og Ísfé­lagi Vest­manna­eyja. Með því sneri Hæstirétt­ur við sýknu­dóm­um Héraðsdóms Reykja­vík­ur.

Til upp­rifj­un­ar höfðu út­gerðirn­ar kraf­ist viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu vegna fjár­tjóns sem þær töldu sig hafa orðið fyr­ir. Það er að segja með því að fiski­skip­um þeirra hefði á grund­velli reglu­gerða verið út­hlutað minni afla­heim­ild­um í mak­ríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam­kvæmt lög­um nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða og lög­um nr. 151/​1996 um fisk­veiðar utan lög­sögu Íslands.

Í dóm­um Hæsta­rétt­ar var rifjað upp að með reglu­gerðum þeim, sem ráðherra setti um mak­ríl­veiðar ís­lenskra skipa inn­an og utan ís­lenskr­ar lög­sögu á ár­un­um 2008 til 2014, hafi í skiln­ingi 2. mgr. 5. gr. laga nr. 151/​1996 verið tek­in ákvörðun um að tak­marka heild­arafla úr mak­ríl­stofn­in­um. Hins veg­ar hafi verið skylt að út­hluta kvót­an­um í sam­ræmi við veiðireynslu en þá er miðað við þrjú bestu veiðitíma­bil á und­an­gengn­um sex veiðitíma­bil­um.

Friðrik Mar rifjar upp að auk þess sem fram kom í dóm­um Hæsta­rétt­ar hafi umboðsmaður Alþing­is fundið að embætt­is­færsl­um Jóns Bjarna­son­ar við út­hlut­un mak­ríl­kvót­ans.

Lá fyr­ir í fyrra­sum­ar

Eft­ir dóm­ana hafi sjö út­gerðir, þ.e. Eskja, Gjög­ur, Hug­inn, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­an, Skinn­ey-Þinga­nes og Vinnslu­stöðin farið að út­búa stefn­ur sem hafi legið fyr­ir í júní í fyrra. Þær hafi í stefn­un­um gert ýtr­ustu kröf­ur en venju sam­kvæmt komi mats­menn og aðrir úr­sk­urðaraðilar að mál­um á síðari stig­um. Kröf­ur fé­lag­anna náðu ann­ars veg­ar til ár­anna 2011-2014, sem fjallað var um í áður­nefnd­um dóm­um Hæsta­rétt­ar, og hins veg­ar tíma­bils­ins 2015-2018. Þetta kem­ur fram í svari Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra vegna fyr­ir­spurn­ar á þingi. Með gildis­töku laga 46/​2019 var út­hlutað mak­ríl­kvóta á grund­velli veiðireynslu.

Hefði tekið þrjú til fjög­ur ár

„Þetta er lang­ur fer­ill. Það má ætla að þetta hefði tekið þrjú til fjög­ur ár. Fyr­ir­tak­an hefði mögu­lega orðið í haust,“ seg­ir Friðrik Mar.

„Menn fóru að hugsa sig um í hörm­ung­un­um sem nú ganga yfir þjóðina. Það er orðið ljóst að það verður mikið at­vinnu­leysi og rík­is­sjóður þarf að taka hressi­lega á,“ seg­ir Friðrik Mar. Það hafi síðan verið ákvörðun stjórna fimm út­gerða af sjö, sem komu að þess­um máls­höfðunum, að falla frá kröf­um á hend­ur rík­inu. Sú ákvörðun Loðnu­vinnsl­unn­ar hafi legið fyr­ir eft­ir páska.

„Menn fóru að ræða sam­an. Niðurstaðan var að í stað þess að hvert og eitt fé­lag myndi til­kynna þetta skyldu þau standa sam­eig­in­lega að til­kynn­ingu. Hafa Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­an og Skinn­ey-Þinga­nes því sam­eig­in­lega til­kynnt ákvörðum um að falla frá mál­sókn­inni.“

Friðrik Mar seg­ir aðspurður að stjórn­má­laum­ræðan hafi ekki haft áhrif á niður­stöðuna.

„Hún hef­ur ekki mik­il áhrif á mann. Hún er ansi oft út og suður,“ seg­ir Friðrik Mar. Að sama skapi hafi borið á rang­færsl­um í fjöl­miðlum um aðdrag­anda ákv­arðana stjórna þess­ara fimm fé­laga, þar á meðal því hvernig staðið var að til­kynn­ing­unni á miðviku­dag­inn var um að falla frá mál­sókn­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 484,96 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,16 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 225,31 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 22.678 kg
Steinbítur 11.230 kg
Karfi 4.192 kg
Langa 1.818 kg
Skarkoli 1.758 kg
Þykkvalúra 1.079 kg
Samtals 42.755 kg
21.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 4.889 kg
Ýsa 4.778 kg
Steinbítur 2.289 kg
Hlýri 40 kg
Keila 22 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 12.024 kg
21.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 4.662 kg
Þorskur 434 kg
Skarkoli 41 kg
Samtals 5.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 484,96 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,16 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 225,31 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 22.678 kg
Steinbítur 11.230 kg
Karfi 4.192 kg
Langa 1.818 kg
Skarkoli 1.758 kg
Þykkvalúra 1.079 kg
Samtals 42.755 kg
21.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 4.889 kg
Ýsa 4.778 kg
Steinbítur 2.289 kg
Hlýri 40 kg
Keila 22 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 12.024 kg
21.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 4.662 kg
Þorskur 434 kg
Skarkoli 41 kg
Samtals 5.137 kg

Skoða allar landanir »