Vinnslustöðin heldur skaðabótakröfu til streitu

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum mun ekki falla frá skaðabótakröfu sinni á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta. Frá þessu greindi Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Hæstiréttur hefur viðurkennt bótaskyldu íslenska ríkisins vegna út­hlut­un­ar afla­heim­ilda á mak­ríl á ár­un­um 2011 til 2014, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið fylgt reglum sem kveða á um að miða skuli útdeilingu við veiðireynslu. 

Sjö útgerðarfélög stefndu ríkinu í kjölfarið til greiðslu skaðabóta og gerðu sameiginlega kröfu upp á um 10,2 milljarða króna. Fimm af félögunum sjö greindu í síðustu viku frá því að þau hefðu fallið frá kröfunni, en stuttu áður hafði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hvatt félögin til þess, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hótað því að komi til skaðabótagreiðslna skuli þær greiddar úr vasa útgerðarinnar, væntanlega með hærra veiðigjaldi. Eftir standa tvær, Huginn og Vinnslustöðin.

Í viðtalinu á Sprengisandi sagði Sigurgeir að hann væri afskaplega feginn að vera ekki í hópi þeirra útgerða sem drógu málsókn til baka. „Það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera,“ segir Sigurgeir, en segist ekki vilja fara nánar út í það.

Fréttin var uppfærð klukkan 14:44

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,49 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 591,17 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,49 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 263,82 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 274,10 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »