„Við ætlum samt að halda áfram að sækja rækjuna“

Verð á rækju hefur fallið mikið vegna lítillar eftirspurnar í …
Verð á rækju hefur fallið mikið vegna lítillar eftirspurnar í Bretlandi.

Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Tjaldtanga, sem veiðir rækju í Ísafjarðardjúpi og á úthafsmiðum, segir að umtalsverð verðlækkun hafi orðið á rækju nú í apríl. Hann segir að verðlækkunin sé gríðarlegt áfall, en hún tengist kórónuveirufaraldrinum. „Kaupendur í Bretlandi hafa haldið að sér höndum, enda ríkir þar mikil óvissa um þessar mundir. Við ætlum samt að halda áfram að sækja rækjuna og búa til útflutningsverðmæti,“ segir Gunnar.

Tvö skip eru nú á úthafsrækjuveiðum að sögn Gunnars. Múlaberg, sem Þormóður rammi gerir út, og Klakkur, sem Tjaldtangi gerir út. Þá rekur Tjaldtangi einnig rækjuskipið Halldór Sigurðsson, sem sækir í Ísafjarðardjúpið. Gunnar segir rækjuvertíðina í Ísafjarðardjúpi hafa gengið mjög vel í vetur og horfur séu góðar.

Tjaldtangi er að sögn Gunnars nýbúinn að fjárfesta mikið í Klakki og skipta um margvíslegan búnað. „Við erum að veðja á að með betri búnaði getum við náð meiri árangri í veiðunum. Það hefur verið mikill samdráttur í aflaheimildum í rækju. Þegar best lét voru þær 70 þúsund tonn en eru núna fimm þúsund tonn.“

Tíu starfa á Klakki. „Það er gríðarlega mikilvægt að við náum að sigla í gegnum þetta næstu mánuði. Þetta verður erfitt ár.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.10.24 528,62 kr/kg
Þorskur, slægður 7.10.24 413,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.10.24 312,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.10.24 207,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.10.24 227,18 kr/kg
Ufsi, slægður 7.10.24 255,09 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 7.10.24 214,14 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.10.24 197,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.10.24 Lizt ÍS 153 Landbeitt lína
Ýsa 1.238 kg
Þorskur 368 kg
Samtals 1.606 kg
7.10.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 3.340 kg
Ýsa 1.550 kg
Steinbítur 62 kg
Skarkoli 17 kg
Keila 14 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 4.989 kg
7.10.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 2.450 kg
Skarkoli 1.835 kg
Ýsa 70 kg
Sandkoli 49 kg
Þykkvalúra 28 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 4.453 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.10.24 528,62 kr/kg
Þorskur, slægður 7.10.24 413,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.10.24 312,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.10.24 207,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.10.24 227,18 kr/kg
Ufsi, slægður 7.10.24 255,09 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 7.10.24 214,14 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.10.24 197,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.10.24 Lizt ÍS 153 Landbeitt lína
Ýsa 1.238 kg
Þorskur 368 kg
Samtals 1.606 kg
7.10.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 3.340 kg
Ýsa 1.550 kg
Steinbítur 62 kg
Skarkoli 17 kg
Keila 14 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 4.989 kg
7.10.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 2.450 kg
Skarkoli 1.835 kg
Ýsa 70 kg
Sandkoli 49 kg
Þykkvalúra 28 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 4.453 kg

Skoða allar landanir »