Áhrif laxeldis á villta stofna sögð óveruleg

Fyrirhugað 10 þúsund tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi er talið hafa …
Fyrirhugað 10 þúsund tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi er talið hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið, en getur haft neikvæð áhrif á umhverfið ef litið er til samanlagðra áhrifa annarra eldisstöðva á svæðinu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Áform Arnarlax ehf. um tíu þúsund tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi eru talin hafa veruleg jákvæð áhrif fyrir samfélagið á Vestfjörðum, að því er fram kemur í frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna áforma Arnarlax.

Í skýrslunni, sem unnin hefur verið af Verkís og birt hefur verið á vef Skipulagsstofnunar, segir að „áhrif 10.000 [tonna] ársframleiðslu Arnarlax á laxi í Ísafjarðardjúpi með 10.000 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma eru metin óveruleg fyrir ástand sjávar og svifsamfélag og á nytjastofna sjávar og spendýr, óveruleg til nokkuð neikvæð fyrir botndýralíf, ásýnd og haf- og strandnýtingu og óveruleg til nokkuð jákvæð fyrir fugla.“

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Þá segir að laxeldið muni líklega hafa óveruleg áhrif á náttúrulega laxastofna með tilliti til fisksjúkdóma og laxalúsar ef viðhafðar eru mótvægisaðgerðir og markviss vöktun. Jafnframt er ekki talin mikil hætta á erfðablöndun.

„Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða er talið ósennilegt að fyrirhugað eldi á frjóum laxi skaði villta laxastofna með tilliti til hættu á erfðablöndun umfram það sem forsendur áhættumats erfðablöndunar setur. Með hliðsjón af ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og mótvægisaðgerðum eru áhrif 10.000 tonna eldis á frjóum laxi metin óveruleg til nokkuð neikvæð á erfðaefni villtra laxfiska. Áhrifin verði staðbundin og líklega afturkræf miðað við að mótvægisaðgerðir leiði til þess að innblöndun verði lítil. Eldi á 10.000 tonnum af ófrjóum laxi er ekki líklegt til að hafa áhrif á erfðir náttúrulegra laxastofna í Ísafjarðardjúpi og áhrif því metin í mesta lagi óveruleg á náttúrulega laxastofna í Ísafjarðardjúpi,“ segir í skýrslunni.

Áhrif á ýsustofninn

Þegar áhrifin eru skoðuð með hliðsjón af samanlögðum áhrifum fyrirhugaðs eldis Arnarlax og annars fiskeldis í Ísafjarðadjúpi og við Vestfirði blasir við nokkuð neikvæðari sýn að mati skýrsluhöfunda.

„Samlegðaráhrif með öðru fiskeldi í Ísafjarðardjúpi og við Vestfirði eru metin nokkuð neikvæð fyrir ástand sjávar, botndýralíf og haf- og strandnýtingu, en gætu orðið nokkuð til talsvert neikvæð fyrir náttúrulega laxastofna, ef um er að ræða frjóan lax, en líklega í mesta lagi óveruleg í tilfelli ófrjós eldislax. Samlegðaráhrif ásýndar eru metin óveruleg til talsvert neikvæð en verulega jákvæð fyrir samfélag svæðisins.“

Ef litið er til nytjastofna er talið að fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi muni ekki hafa bein áhrif á rækjustofn og þorskungviði, miðað við þróun útbreiðslu tegundanna í Ísafjarðardjúpi undanfarna áratugi. „Ýsa er hins vegar nokkuð útbreidd utan við Æðey og gæti eldið haft áhrif á ætisslóð fisksins, en botndýr eru meginfæða ýsunnar. Neikvæð áhrif verða staðbundin en miðað við það að ýsuungviði er víða í Ísafjarðardjúpi er líklegt að áhrif eldisins verði óveruleg og einnig afturkræf ef eldinu verður hætt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.25 568,54 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.25 605,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.25 317,73 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.25 305,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.25 239,33 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.25 259,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.25 247,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.008 kg
Ýsa 792 kg
Karfi 90 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.896 kg
26.2.25 Silfurborg SU 22 Dragnót
Skarkoli 917 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 84 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.164 kg
25.2.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 215 kg
Ýsa 213 kg
Þorskur 126 kg
Langa 49 kg
Karfi 24 kg
Keila 21 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 659 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.25 568,54 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.25 605,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.25 317,73 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.25 305,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.25 239,33 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.25 259,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.25 247,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.008 kg
Ýsa 792 kg
Karfi 90 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.896 kg
26.2.25 Silfurborg SU 22 Dragnót
Skarkoli 917 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 84 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.164 kg
25.2.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 215 kg
Ýsa 213 kg
Þorskur 126 kg
Langa 49 kg
Karfi 24 kg
Keila 21 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 659 kg

Skoða allar landanir »