Felast mikil verðmæti í því að vera á staðnum

Friðleifur Friðleifsson segir óvissuna á mörkuðum ekki hverfa á næstunni …
Friðleifur Friðleifsson segir óvissuna á mörkuðum ekki hverfa á næstunni miðað við hvernig mál standa nú. Mikilvægt sé að vera vel vakandi enda geta breytingar verið örar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fiskveiðiárið hófst með sterkri eftirspurn,“ segir Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri sölu frystra afurða hjá Iceland Seafood. Vísar hann til hagstæðrar verðþróunar og aukinnar sölu sem átti sér stað á tímabilinu september til desember í fyrra. „Það var sterk eftirspurn á mörkuðum þá og ég myndi segja að lok [almanaks]ársins hafi verið mjög góð fyrir íslenskan sjávarútveg.

Svo hefst ákveðinn darraðardans í kringum þessar veirusýkingar í hinum og þessum löndum sem hefur haft gífurleg áhrif á allt viðskiptaumhverfi okkar eftir áramót. Það má kannski segja að við höfum verið í svolitlum eltingaleik hvað varðar hvar veiran er að valda lokunum á veitingastöðum, í hvaða löndum og þar fram eftir götunum.“

Markaðsstarfið breytt

Stór hluti af íslenskum fiski hefur í gegnum tíðina verið seldur inn á veitingahúsamarkaði. Það hefur því kallað á breytt vinnubrögð þegar rekstur veitingageirans var settur í uppnám, útskýrir Friðleifur. „Besta verðið í þessum viðskiptum fæst inni á þessum veitingahúsamarkaði. Þar hafa Íslendingar staðsett sig undanfarin ár. Þar eru líka gæðakröfurnar mestar og við erum að framleiða vöru með mjög mikil gæði. Þess vegna liggur lunginn af framleiðslu okkar Íslendinga inn á veitingahúsin í Evrópu. Og þú skiptir ekki svo glatt út frá honum og inn á smásölumarkaðinn.

Veitingahús eru afþreying, þar hafa menn verið að loka, draga saman seglin og stjórnvöld að loka veitingahúsum. Sum veitingahús hafa getað tekið við færri viðskiptavinum vegna tveggja metra reglunnar og annað í þeim dúr. Þannig að þessi veira er að valda miklum breytingum á markaðsstarfinu í heild sinni.“

Um árabil hafa Íslendingar átt sterka þorskmarkaði í Suður-Evrópu sem eru fyrst og fremst veitingahúsamarkaður, að sögn Friðleifs. Hann segir Tyrkland einnig hafa verið mikilvægan markað, en þar endar talsvert magn af íslenskum fiski á hlaðborðum hótela. „Nú eru náttúrlega engir ferðamenn, hótel lokuð og spurning hvort hlaðborð heyri sögunni til almennt séð sem neyslumynstur. Þetta eru allt hlutir sem við erum að vinna með dag frá degi og reyna að finna lausnir á fjölbreyttum áskorunum.“

Ágætt í Bretlandi

Minni eftirspurn innan veitingahúsageirans, lokanir og takmarkanir sem settar eru á rekstur veitingahúsa víða um heim auk síbreytilegs rekstrarumhverfis hefur haft töluverð áhrif á verðmyndun á mörkuðum. „Það hefur verið mjög óstöðugt verð á okkar helstu tegundum og það hefur verið að sveiflast mikið milli markaða og milli mánaða eftir því til hvaða aðgerða yfirvöld eru að grípa, hvort það eru að koma upp hópsmit, loka borgum, svæðum og svo framvegis. Þetta er allt önnur dýnamík í gangi í markaðsstarfi en við höfum kynnst áður,“ segir Friðleifur.

Úr vinnslu Iceland Seafood International hf. á Spáni.
Úr vinnslu Iceland Seafood International hf. á Spáni.

Hann bendir á að salan sé heldur takmörkuð í dýrustu afurðunum enda er eftirspurnina hvað þær varðar helst að finna hjá veitingahúsunum. Þá eru það ekki einungis lokanir sem valda samdrætti í eftirspurn. „Fólk er líka bara að spara við sig. Það eru margir á hlutabótaleið út um alla Evrópu og fólk er að hætta við að ferðast. Þótt við séum að fara á veitingastað og gera vel við okkur við Íslendingar í mat og drykk í Reykjavík og um landið, þá eru kannski ekki allar þjóðir alveg þar.“

Spurður hvernig hafi verið brugðist við þessum aðstæðum svarar Friðleifur: „Í samstarfi við okkar viðskiptavini höfum við reynt að leysa þetta og halda vöruflæðinu gangandi. Það er jafn mikilvægt fyrir þá eins og okkur að hafa þessar vörur, fyrir okkur að geta sinnt framleiðendum til að halda veiðum og vinnslum gangandi. Svo höfum við leitað leiða til þess að finna þessum afurðum farveg og verið að dreifa kannski á fleiri útgönguleiðir í markaðnum. Selja meira inn í smásöluna, selja inn á stór eldhús ef þau opnast. Það er verið að horfa til allra mögulegra söluleiða sem færar eru.“

Staðan er hins vegar ekki eins á öllum vígstöðvum og er staðan ágæt á breska markaðnum. „Við finnum það að þar er mjög sterk hefð fyrir fiskneyslu og flest veitingahúsanna eru opin. Mikið af þjóðarréttinum fisk og frönskum er selt viðskiptavinum sem neyta hans heima hjá sér. Þannig að fólk hefur verið að kaupa þann rétt. Markaðurinn í Bretlandi er eiginlega skástur af því sem við erum að sjá núna,“ útskýrir Friðleifur. „Sumt gengur vel, það má ekki gleyma því,“ bætir hann við.

Viðkvæm staða

Fátt bendir til þess að kórónuveirufaraldurinn hverfi á næstu vikum og mánuðum og því spurning hvort líklegt sé að hann muni valda áframhaldandi óvissu á mörkuðum. „Já, ég myndi segja að þessi óvissa sé algjörlega viðvarandi næstu misseri. Eins og við sjáum hjá okkur á Íslandi eru stjórnvöld að stíga inn og opna og loka, herða aðgerðir og slaka á aðgerðum eftir því hvernig smitfjöldi er að þróast hverju sinni. Í okkar litla landi er þetta tiltölulega einfalt, en í þessum stóru löndum er verið að loka svæðum, borgum. Það getur vel farið svo að þar séu menn með sterka markaði, eins og til að mynda ýmsa strandstaði sem geta orðið fyrir lokunum. Það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta verði viðvarandi „on-off“ dæmi næstu misseri. Staðan er mjög viðkvæm og breytist hratt,“ útskýrir Friðleifur.

Hann telur óvissuna koma fram í hægari söluhraða og að það kunni að safnast upp birgðir sem ekki hefur gerst í langan tíma þar sem eftirspurn eftir sjávarfangi hefur verið gríðarleg undanfarin ár. Hinn þátturinn sem þarf að fylgjast með er verðþróunin sem mun að miklu leyti velta á því hvernig kaupmáttur á mörkuðunum fyrir íslenskar afurðir þróast. „Ég á heldur von á því að verð þrýstist niður á við en að það verði einhverjar hækkanir.

Ég held að geirinn þurfi að lifa með þessu ástandi og aðlagast þessu ástandi. Við höfum verið að aðlaga okkur að þessu breytta neyslumynstri, aðlaga okkur að opnunum og lokunum á markaði og aðlaga okkur að verðsveiflunum. Það góða við iðnaðinn á Íslandi er að hann er nokkuð sveigjanlegur og menn eru nokkuð snöggir til og eru samstarfsfúsir. Við munum alveg standa þetta af okkur en þetta er raunveruleikinn í dag.“

Friðleifur segir stöðuna kalla á að seljendur séu á tánum og að stöðugt sé verið að skoða alla möguleika. „Þá skiptir máli að vera með öfluga alþjóðlega starfsemi eins og við erum með hjá Iceland Seafood. Við erum með starfsemi í mörgum löndum og erum að fylgjast með stöðunni á fleiri stöðum í gegnum okkar dótturfélög. Þar fást allar upplýsingar um leið og hlutirnir gerast. Þannig erum við í lykilstöðu til að taka skjótar og góðar ákvarðanir byggðar á því sem er að gerast í viðkomandi landi. Það felast mikil verðmæti í því núna að vera á staðnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »