Felast mikil verðmæti í því að vera á staðnum

Friðleifur Friðleifsson segir óvissuna á mörkuðum ekki hverfa á næstunni …
Friðleifur Friðleifsson segir óvissuna á mörkuðum ekki hverfa á næstunni miðað við hvernig mál standa nú. Mikilvægt sé að vera vel vakandi enda geta breytingar verið örar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fisk­veiðiárið hófst með sterkri eft­ir­spurn,“ seg­ir Friðleif­ur Friðleifs­son, deild­ar­stjóri sölu frystra afurða hjá Ice­land Sea­food. Vís­ar hann til hag­stæðrar verðþró­un­ar og auk­inn­ar sölu sem átti sér stað á tíma­bil­inu sept­em­ber til des­em­ber í fyrra. „Það var sterk eft­ir­spurn á mörkuðum þá og ég myndi segja að lok [almanaks]árs­ins hafi verið mjög góð fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg.

Svo hefst ákveðinn darraðardans í kring­um þess­ar veiru­sýk­ing­ar í hinum og þess­um lönd­um sem hef­ur haft gíf­ur­leg áhrif á allt viðskiptaum­hverfi okk­ar eft­ir ára­mót. Það má kannski segja að við höf­um verið í svo­litl­um elt­inga­leik hvað varðar hvar veir­an er að valda lok­un­um á veit­inga­stöðum, í hvaða lönd­um og þar fram eft­ir göt­un­um.“

Markaðsstarfið breytt

Stór hluti af ís­lensk­um fiski hef­ur í gegn­um tíðina verið seld­ur inn á veit­inga­húsamarkaði. Það hef­ur því kallað á breytt vinnu­brögð þegar rekst­ur veit­inga­geir­ans var sett­ur í upp­nám, út­skýr­ir Friðleif­ur. „Besta verðið í þess­um viðskipt­um fæst inni á þess­um veit­inga­húsamarkaði. Þar hafa Íslend­ing­ar staðsett sig und­an­far­in ár. Þar eru líka gæðakröf­urn­ar mest­ar og við erum að fram­leiða vöru með mjög mik­il gæði. Þess vegna ligg­ur lung­inn af fram­leiðslu okk­ar Íslend­inga inn á veit­inga­hús­in í Evr­ópu. Og þú skipt­ir ekki svo glatt út frá hon­um og inn á smá­sölu­markaðinn.

Veit­inga­hús eru afþrey­ing, þar hafa menn verið að loka, draga sam­an segl­in og stjórn­völd að loka veit­inga­hús­um. Sum veit­inga­hús hafa getað tekið við færri viðskipta­vin­um vegna tveggja metra regl­unn­ar og annað í þeim dúr. Þannig að þessi veira er að valda mikl­um breyt­ing­um á markaðsstarf­inu í heild sinni.“

Um ára­bil hafa Íslend­ing­ar átt sterka þorsk­markaði í Suður-Evr­ópu sem eru fyrst og fremst veit­inga­húsamarkaður, að sögn Friðleifs. Hann seg­ir Tyrk­land einnig hafa verið mik­il­væg­an markað, en þar end­ar tals­vert magn af ís­lensk­um fiski á hlaðborðum hót­ela. „Nú eru nátt­úr­lega eng­ir ferðamenn, hót­el lokuð og spurn­ing hvort hlaðborð heyri sög­unni til al­mennt séð sem neyslu­mynst­ur. Þetta eru allt hlut­ir sem við erum að vinna með dag frá degi og reyna að finna lausn­ir á fjöl­breytt­um áskor­un­um.“

Ágætt í Bretlandi

Minni eft­ir­spurn inn­an veit­inga­húsa­geir­ans, lok­an­ir og tak­mark­an­ir sem sett­ar eru á rekst­ur veit­inga­húsa víða um heim auk sí­breyti­legs rekstr­ar­um­hverf­is hef­ur haft tölu­verð áhrif á verðmynd­un á mörkuðum. „Það hef­ur verið mjög óstöðugt verð á okk­ar helstu teg­und­um og það hef­ur verið að sveifl­ast mikið milli markaða og milli mánaða eft­ir því til hvaða aðgerða yf­ir­völd eru að grípa, hvort það eru að koma upp hópsmit, loka borg­um, svæðum og svo fram­veg­is. Þetta er allt önn­ur dýna­mík í gangi í markaðsstarfi en við höf­um kynnst áður,“ seg­ir Friðleif­ur.

Úr vinnslu Iceland Seafood International hf. á Spáni.
Úr vinnslu Ice­land Sea­food In­ternati­onal hf. á Spáni.

Hann bend­ir á að sal­an sé held­ur tak­mörkuð í dýr­ustu afurðunum enda er eft­ir­spurn­ina hvað þær varðar helst að finna hjá veit­inga­hús­un­um. Þá eru það ekki ein­ung­is lok­an­ir sem valda sam­drætti í eft­ir­spurn. „Fólk er líka bara að spara við sig. Það eru marg­ir á hluta­bóta­leið út um alla Evr­ópu og fólk er að hætta við að ferðast. Þótt við séum að fara á veit­ingastað og gera vel við okk­ur við Íslend­ing­ar í mat og drykk í Reykja­vík og um landið, þá eru kannski ekki all­ar þjóðir al­veg þar.“

Spurður hvernig hafi verið brugðist við þess­um aðstæðum svar­ar Friðleif­ur: „Í sam­starfi við okk­ar viðskipta­vini höf­um við reynt að leysa þetta og halda vöruflæðinu gang­andi. Það er jafn mik­il­vægt fyr­ir þá eins og okk­ur að hafa þess­ar vör­ur, fyr­ir okk­ur að geta sinnt fram­leiðend­um til að halda veiðum og vinnsl­um gang­andi. Svo höf­um við leitað leiða til þess að finna þess­um afurðum far­veg og verið að dreifa kannski á fleiri út­göngu­leiðir í markaðnum. Selja meira inn í smá­söl­una, selja inn á stór eld­hús ef þau opn­ast. Það er verið að horfa til allra mögu­legra sölu­leiða sem fær­ar eru.“

Staðan er hins veg­ar ekki eins á öll­um víg­stöðvum og er staðan ágæt á breska markaðnum. „Við finn­um það að þar er mjög sterk hefð fyr­ir fiskneyslu og flest veit­inga­hús­anna eru opin. Mikið af þjóðarrétt­in­um fisk og frönsk­um er selt viðskipta­vin­um sem neyta hans heima hjá sér. Þannig að fólk hef­ur verið að kaupa þann rétt. Markaður­inn í Bretlandi er eig­in­lega skást­ur af því sem við erum að sjá núna,“ út­skýr­ir Friðleif­ur. „Sumt geng­ur vel, það má ekki gleyma því,“ bæt­ir hann við.

Viðkvæm staða

Fátt bend­ir til þess að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hverfi á næstu vik­um og mánuðum og því spurn­ing hvort lík­legt sé að hann muni valda áfram­hald­andi óvissu á mörkuðum. „Já, ég myndi segja að þessi óvissa sé al­gjör­lega viðvar­andi næstu miss­eri. Eins og við sjá­um hjá okk­ur á Íslandi eru stjórn­völd að stíga inn og opna og loka, herða aðgerðir og slaka á aðgerðum eft­ir því hvernig smit­fjöldi er að þró­ast hverju sinni. Í okk­ar litla landi er þetta til­tölu­lega ein­falt, en í þess­um stóru lönd­um er verið að loka svæðum, borg­um. Það get­ur vel farið svo að þar séu menn með sterka markaði, eins og til að mynda ýmsa strandstaði sem geta orðið fyr­ir lok­un­um. Það er ým­is­legt sem bend­ir til þess að þetta verði viðvar­andi „on-off“ dæmi næstu miss­eri. Staðan er mjög viðkvæm og breyt­ist hratt,“ út­skýr­ir Friðleif­ur.

Hann tel­ur óviss­una koma fram í hæg­ari sölu­hraða og að það kunni að safn­ast upp birgðir sem ekki hef­ur gerst í lang­an tíma þar sem eft­ir­spurn eft­ir sjáv­ar­fangi hef­ur verið gríðarleg und­an­far­in ár. Hinn þátt­ur­inn sem þarf að fylgj­ast með er verðþró­un­in sem mun að miklu leyti velta á því hvernig kaup­mátt­ur á mörkuðunum fyr­ir ís­lensk­ar afurðir þró­ast. „Ég á held­ur von á því að verð þrýst­ist niður á við en að það verði ein­hverj­ar hækk­an­ir.

Ég held að geir­inn þurfi að lifa með þessu ástandi og aðlag­ast þessu ástandi. Við höf­um verið að aðlaga okk­ur að þessu breytta neyslu­mynstri, aðlaga okk­ur að opn­un­um og lok­un­um á markaði og aðlaga okk­ur að verðsveifl­un­um. Það góða við iðnaðinn á Íslandi er að hann er nokkuð sveigj­an­leg­ur og menn eru nokkuð snögg­ir til og eru sam­starfs­fús­ir. Við mun­um al­veg standa þetta af okk­ur en þetta er raun­veru­leik­inn í dag.“

Friðleif­ur seg­ir stöðuna kalla á að selj­end­ur séu á tán­um og að stöðugt sé verið að skoða alla mögu­leika. „Þá skipt­ir máli að vera með öfl­uga alþjóðlega starf­semi eins og við erum með hjá Ice­land Sea­food. Við erum með starf­semi í mörg­um lönd­um og erum að fylgj­ast með stöðunni á fleiri stöðum í gegn­um okk­ar dótt­ur­fé­lög. Þar fást all­ar upp­lýs­ing­ar um leið og hlut­irn­ir ger­ast. Þannig erum við í lyk­il­stöðu til að taka skjót­ar og góðar ákv­arðanir byggðar á því sem er að ger­ast í viðkom­andi landi. Það fel­ast mik­il verðmæti í því núna að vera á staðnum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.25 410,82 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.25 506,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.25 336,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.25 291,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.25 144,51 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.25 253,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 4.7.25 291,75 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 10.810 kg
Skarkoli 825 kg
Steinbítur 245 kg
Þorskur 170 kg
Sandkoli 153 kg
Samtals 12.203 kg
5.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Steinbítur 113 kg
Þorskur 58 kg
Samtals 171 kg
5.7.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 79 kg
Samtals 79 kg
5.7.25 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 109 kg
Samtals 109 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.25 410,82 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.25 506,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.25 336,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.25 291,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.25 144,51 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.25 253,91 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 4.7.25 291,75 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.7.25 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 10.810 kg
Skarkoli 825 kg
Steinbítur 245 kg
Þorskur 170 kg
Sandkoli 153 kg
Samtals 12.203 kg
5.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Steinbítur 113 kg
Þorskur 58 kg
Samtals 171 kg
5.7.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 79 kg
Samtals 79 kg
5.7.25 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 109 kg
Samtals 109 kg

Skoða allar landanir »