Fengu humar í flestar gildrur

Klemens Sigurðsson skipstjóri fyrr í dag með gildru og humar.
Klemens Sigurðsson skipstjóri fyrr í dag með gildru og humar. mbl.is/Alfons Finnsson

Hum­arafli sunnu­dags­ins á Breiðafirði var fram­ar von­um, að sögn skip­stjóra sem stund­ar gildruveiðar á humri í til­rauna­skyni. 

„Við feng­um hum­ar í flest­ar gildr­ur, í nokkr­um var ekk­ert en afli dags­ins var í heild­ina langt fram­ar von­um. Við feng­um alla vega staðfest að það er tals­vert af humri á þess­um slóðum en auðvitað er óvar­legt að draga víðtæk­ar álykt­an­ir af því sem kom upp í dag. Við freist­um gæf­unn­ar víðar á næstu vik­um til að átta okk­ur á því hvar hum­ar er að finna og í mikl­um mæli,“ seg­ir Klem­ens Sig­urðsson, skip­stjóri á Ingu P SH-423, í frétt á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Klem­ens stund­ar í til­rauna­skyni gildruveiðar á humri á Breiðafirði á veg­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar. 

Afl­inn fékkst á hundrað faðma dýpi

Í fyrri viku voru um 70 gildr­ur lagðar lagðar norður af Bárðar­grunni með 15 faðma milli­bili og beitt var með síld af Fær­eyjamiðum. Ekk­ert var að finna í gildr­un­um þegar þeirra var vitjað nema slatta af beitu­kóng­um og nokkr­ar rækj­ur.

„Næst var gildr­un­um sökkt í sjó vest­ur af Önd­verðarnesi, vest­asta tanga Snæ­fells­ness. Þar fékkst afli dags­ins á um hundrað faðma dýpi eft­ir að gildr­urn­ar höfðu legið á botn­in­um í tvær næt­ur. Góður milli­hum­ar og upp úr en nær ekk­ert af smá­um humri“, seg­ir í frétt Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

„Við þreif­um okk­ur áfram og lær­um smám sam­an. Það er gam­an að taka þátt í svona til­rauna­starf­semi og æf­ing­ar við að leggja gildr­ur og draga þær. Eft­ir einn mánuð eða svo höf­um við náð betri tök­um á hlut­un­um og græjað aðstöðuna um borð.

Við höf­um orðið var­ir við hum­ar á Breiðafirði síðustu tíu til tólf árin og í frek­ar í vax­andi mæli en hitt, finnst mér. Á ára­tug­um áður veit ég ekki til þess að humars hafi orðið vart þarna. Skýr­ing­in á breyt­ing­unni get­ur verið hlý­sjáv­ar­skeið und­an­far­in ára­tug eða svo. Nú virðist sjór­inn vera að kólna á ný, hvaða áhrif sem það sem kann að hafa,“ seg­ir Klem­ens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »