Kann að verða meiri verðdýfa en fyrri ár

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, segir árleg …
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, segir árleg árstíðabundin verðdýfa þorsks kunni að verða dýpri vegna stöðunnar á mörkuðum, en ekkert sé öruggt í þeim efnum. Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Um helm­ing­ur af fisk­veiðiár­inu er liðinn og hef­ur um helm­ing­ur af út­gefnu afla­marki í þorski verið veidd­ur. Þá hef­ur verð á þorski tekið að dala og er það talið tengt sam­spili veikr­ar stöðu í hót­el- og veit­inga­geir­an­um og auk­ins fram­boðs.

„Ferski fisk­ur­inn er aðeins að dala núna, eins og hann hef­ur oft gert þegar fram­boð frá Nor­egi kem­ur,“ seg­ir Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is hf. í Grinda­vík. Vís­ar hann til þess að ein um­fangs­mesta þorskvertíð hefst á vetri hverj­um í Norður-Nor­egi. Hins veg­ar seg­ir Pét­ur Haf­steinn óvenju­legt nú hve snemma áhrif­in frá norska fisk­in­um virðast koma og að það sé lík­lega vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem ger­ir markaðina viðkæm­ari.

Þá séu aðstæður þannig að þessi ár­lega verðdýfa kunni að verði eitt­hvað meiri nú en fyrri ár, en það er ekk­ert ör­uggt í þeim efn­um. „Þetta er svo­lítið það sem menn voru að bú­ast við,“ seg­ir hann.

Þjón­ustu­stigið skipt­ir miklu

Spurður hvort hann telji upp­safnaða birgðastöðu hafa haft áhrif seg­ir Pét­ur Haf­steinn svo ekki vera. „Ég tel að það sé þannig að fram­leiðend­ur séu með eitt­hvað meiri af birgðum en venju­lega, en ég held að það sé minna um birgðir á markaðnum. Það hafa all­ir lært að sýna var­kárni og er því minna af milli­birgðunum, sem sagt hjá kúnn­un­um. Þeir taka lítið í einu og alls ekki meira en þeir nauðsyn­lega þurfa. Þess vegna skipt­ir þjón­ustu­stigið miklu máli núna.“

Jóhanna Gísladóttir GK-557, sem Vísir hf. gerir út, er meðal …
Jó­hanna Gísla­dótt­ir GK-557, sem Vís­ir hf. ger­ir út, er meðal stærstu línu­báta lands­ins. mbl.is/Ó​laf­ur Kol­beinn Guðmunds­son

Það að það sé minna af milli­birgðum ger­ir það einnig að verk­um að von­ir eru um að þegar markaðir taki við sér á ný ger­ist það af mikl­um hraða, seg­ir hann. „Ég held að reysl­an sé þannig að þegar eitt­hvað stopp­ar þá fer það skarpt af stað þegar það byrj­ar aft­ur.“

Hann seg­ir heilt yfir hafa gengið vel að aðlaga fram­leiðsluna að ósk­um markaðar­ins og að mun meiri sveigj­an­leiki sé inn­an grein­ar­inn­ar í heild nú en var síðasta vor. „Þær afurðir sem eru ein­göngu eða að stærst­um hluta ætlaðar þess­um hót­el- og veit­inga­geira – það er búið að vera erfitt þar. En þeir sem hafa getað beint sölu í búðirn­ar, fryst­um og söltuðum vör­um, þeir hafa haldið sér. Ferski fisk­ur­inn hef­ur gengið þokka­lega vel miðað við allt.“

Mun meiri veiði

Eins og fyrr seg­ir hef­ur um helm­ing­ur af út­gefnu afla­marki í þorski verið veidd­ur, en í byrj­un árs var fátt sem benti til þess að helm­ingi afla­marks yrði landað á fyrri helm­ingi fisk­veiðiárs­ins. „Veiðin í haust var tals­vert dræm miðað við und­an­far­in haust. En með mjög mik­illi veiði í janú­ar og fe­brú­ar held ég að það sé búið að vinna það upp. [...] Ég held að smá­báta­flot­inn hafi verið með 65% meiri veiði í janú­ar miðað við í fyrra og afla­marks­skip­in með 35% meira af þorsk­in­um. Það er búið að veiða meira af öllu nema ufsa,“ seg­ir Pét­ur Haf­steinn.

Hann tel­ur þessa auknu veiði í vet­ur ekki hafa haft af­ger­andi áhrif á verðmynd­un­ina. „Þetta hef­ur verið mjög stór og flott­ur fisk­ur, og gengið vel að selja hann. Það sem vantaði inn í fram­leiðsluna í haust kem­ur núna, en fersk­fisk­markaður­inn er alltaf hlaup­andi upp og niður.“

„Ég held að menn séu að halda að sér hönd­um,“ seg­ir hann spurður hvort lík­legt sé að út­gerðir dragi úr veiðum við þess­ar aðstæður. „Strax og sal­an fer að hökta þá kippa menn bara úr. Menn spáðu því að það væri vet­ur­inn 2021 sem myndi reyna á kaup­mátt fólks er­lend­is, en þá var gert ráð fyr­ir að veir­an væri far­in. Nú eru menn bara enn á tán­um og nýta all­an inn­byggðan sveigj­an­leika sem þeir hafa hjá sér. Svo hægja ein­yrkjarn­ir á sér núna þegar verð er að fara niður.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.25 456,01 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.25 479,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.25 389,21 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.25 383,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.25 171,30 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.25 195,36 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.25 184,66 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Benas GK 317 Handfæri
Þorskur 105 kg
Ufsi 5 kg
Ýsa 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 116 kg
14.7.25 Elli BA 433 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
14.7.25 Dóra ÍS 148 Handfæri
Þorskur 868 kg
Samtals 868 kg
14.7.25 Alda María BA 71 Handfæri
Þorskur 802 kg
Samtals 802 kg
14.7.25 Stormur BA 500 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.7.25 456,01 kr/kg
Þorskur, slægður 14.7.25 479,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.7.25 389,21 kr/kg
Ýsa, slægð 14.7.25 383,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.7.25 171,30 kr/kg
Ufsi, slægður 14.7.25 195,36 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.7.25 184,66 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.7.25 Benas GK 317 Handfæri
Þorskur 105 kg
Ufsi 5 kg
Ýsa 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 116 kg
14.7.25 Elli BA 433 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
14.7.25 Dóra ÍS 148 Handfæri
Þorskur 868 kg
Samtals 868 kg
14.7.25 Alda María BA 71 Handfæri
Þorskur 802 kg
Samtals 802 kg
14.7.25 Stormur BA 500 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »