Vilja vottorð með öllum sendingum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í heimsókn á fiskmarkaði í Grimsby …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í heimsókn á fiskmarkaði í Grimsby í kosningabaráttunni í desember 2019. Breytingar við innflutning á fiski til Bretlands munu ef að líkum lætur auka skriffinnsku við útgáfu heilbrigðisvottorða. Landamæraeftirlit verður síðan tekið upp 1. júlí. AFP

Breytingar verða væntanlega við innflutning á dýraafurðum til Bretlands 1. apríl næstkomandi, en þá fellur niður undanþága varðandi heilbrigðisvottorð. Þetta tekur meðal annars til sjávarafurða og þarf vottorð með öllum sendingum frá 1. apríl.

Undanþágan hefur gilt fyrir innflutning frá ríkjum innan EES á meðan heilbrigðisvottorð hafa þurft að fylgja innflutningi frá öllum öðrum ríkjum. Bretar munu fella þessa undanþágu niður þann 1. apríl og krefjast þá heilbrigðisvottorða með öllum innflutningi frá ríkjum innan EES, þ.m.t. Íslandi.

Bretar munu síðan taka upp landamæraeftirlit með dýrafurðum frá 1. júlí nk. þar sem slíkur innflutningur mun þurfa að fara um sérstakar landamærastöðvar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Veruleg aukning

Umrædd vottorðaskylda mun hafa áhrif á útflutning frá Íslandi að því leyti að tilkynna þarf um innflutning til Bretlands fyrir fram. Þarf Matvælastofnun að gefa út heilbrigðisvottorð með hverri sendingu. Við það mun útgáfa heilbrigðisvottorða með sendingum frá Íslandi aukast verulega frá því sem var, þar sem ekki þurfti áður að gefa út vottorð með sendingum til Bretlands sem EES-ríkis. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Matvælastofnun bera ábyrgð á útgáfu vottorða með sendingum.

„Frá 1. janúar hefur verið í gildi bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland. Markaðsaðgangskjör íslensks útflutnings til Bretlands breyttust því ekki um áramót. Stjórnvöld hafa fylgst vel með innflutningi til Bretlands frá Íslandi sem hefur almennt gengið vel. Íslenskar vörur fara einungis að litlu leyti um flutningsleiðina um Ermarsund þar sem helst hafa verið tafir í flutningum og afgreiðslu,“ segir m.a. í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn um útflutning til Bretlands eftir að Bretar fóru endanlega úr Evrópusambandinu um áramót.

Breytingar skapa óvissu

Í vefútgáfu Aftenposten í Noregi kom nýlega fram að að útflutningur til Bretlands frá áramótum hefði gengið betur en óttast hafi verið. Krafa um heilbrigðisvottorð með öllum sendingum á fiski og öðrum matvælum frá 1. apríl skapi hins vegar óvissu og sömuleiðis landamæraeftirlitið frá 1. júlí.

Þessar kröfur geti, að mati talsmanns samtaka í veiðum og eldi í Noregi, Sjømat Norge, leitt til meiri áskorana og erfiðleika í viðskiptum en Brexit hafi gert hingað til. Talað er um viðskiptahindranir í þessu sambandi og sérstaklega geti verið erfitt að uppfylla ný skilyrði við útflutning á hvítfiski.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »