Minni virkni humars með styttri sólargangi

Hljóðmerki límt á humar í skímunni í Jökuldýpi.
Hljóðmerki límt á humar í skímunni í Jökuldýpi. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á hegðun humars sýna greinilega dægursveiflu tengda við sólargang, hegðun eftir dýpi og takmarkað far einstaklinganna. Allt eru þetta nýjar upplýsingar sem varpa ljósi á margt sem grunur lék á en hefur ekki verið rannsakað eða kynnt áður á sambærilegan hátt, segir m.a. í skýrslu um verkefnið, sem unnið var af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar undir verkefnisstjórn Jónasar P. Jónassonar fiskifræðings.

Atferli leturhumars var kannað haustið 2020 á tveimur svæðum í Jökuldjúpi, á 115 metra og 195 metra dýpi. Á hvorri slóðinni voru merktir 16 humrar með smáum hljóðmerkjum, límdum á bakskjöld dýranna. Á hvoru svæði var sett niður net níu hlustunardufla með 100 metra bili, auk straumsjár. Humrarnir voru merktir í lok ágúst og duflin tekin upp í lok nóvember, en fáar beinar athuganir í náttúrulegu umhverfi hafa verið gerðar á atferli leturhumars. Upplýsingar bárust frá öllum merkjum en tíu humrar af 16 voru metnir lifandi á hvorum stað. Sex dýr á hvorum stað voru með viðveru innan hlustunarsvæðisins mestallan tímann.

Nýtist við skipulagningu

Atferli eða virkni dýranna var mismunandi á hvoru svæði fyrir sig en dægursveifla var mjög greinanleg og tímabil virkni styttist þegar leið á haustið samfara styttri sólargangi.

Við humarveiðar er yfirleitt togað í nokkuð langan tíma á svæðum frá um 100 metrum niður á 250 metra dýpi. Upplýsingar um mestu virkni innan hvers dýptarbils, innan árstíða geta þannig nýst við skipulagningu veiða, þar sem hægt er að toga á mismunandi dýpi yfir daginn, segir í skýrslunni. Mikilvægt er þó að kanna og vakta fleiri umhverfisþætti líkt og þörungablóma sem stjórnar miklu varðandi birtuskilyrði og veiðanleika.

Áður óþekkt hegðun

Leturhumar er mikilvæg nytjategund í hlýsjónum við Ísland. Humarinn dvelur í holum á leirbotni sem hann grefur og viðheldur. Hann er einungis veiðanlegur þegar hann yfirgefur holuna en aflabrögð geta verið mjög sveiflukennd. Hingað til hafa upplýsingar um virkni dýranna einkum byggst á upplýsingum frá veiðum og tilraunum við eldisaðstæður.

„Niðurstöður rannsóknarinnar hafa opnað sýn á áður óþekkt hegðunarmynstur mikilvægrar nytjategundar við Ísland,“ segir í skýrslunni. Jónas verkefnisstjóri segir að atferlið yfir vormánuði og sumarnóttina þegar vertíð stendur hvað hæst kalli á frekari rannsóknir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.10.24 462,75 kr/kg
Þorskur, slægður 6.10.24 551,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.10.24 292,62 kr/kg
Ýsa, slægð 6.10.24 199,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.10.24 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 6.10.24 174,07 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 6.10.24 193,54 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.10.24 Vinur SH 34 Handfæri
Þorskur 1.509 kg
Ufsi 32 kg
Samtals 1.541 kg
7.10.24 Rifsari SH 70 Dragnót
Skarkoli 991 kg
Þorskur 158 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 14 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 3 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 1.200 kg
7.10.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 12.678 kg
Ufsi 2.215 kg
Karfi 472 kg
Steinbítur 287 kg
Samtals 15.652 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.10.24 462,75 kr/kg
Þorskur, slægður 6.10.24 551,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.10.24 292,62 kr/kg
Ýsa, slægð 6.10.24 199,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.10.24 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 6.10.24 174,07 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 6.10.24 193,54 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.10.24 Vinur SH 34 Handfæri
Þorskur 1.509 kg
Ufsi 32 kg
Samtals 1.541 kg
7.10.24 Rifsari SH 70 Dragnót
Skarkoli 991 kg
Þorskur 158 kg
Sandkoli 23 kg
Þykkvalúra 14 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 3 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 1.200 kg
7.10.24 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 12.678 kg
Ufsi 2.215 kg
Karfi 472 kg
Steinbítur 287 kg
Samtals 15.652 kg

Skoða allar landanir »