Erfið staða í fiskveiðistjórnun eftir Brexit

Veiðar á þorski við Svalbarða eru meðal deiluefna um fiskveiðar …
Veiðar á þorski við Svalbarða eru meðal deiluefna um fiskveiðar í Norður-Atlantshafi. Ljósmynd/Helgi Bjarnason

Lands­lagið í fisk­veiðum í Norður-Atlants­hafi er á marg­an hátt breytt eft­ir að Bret­ar gengu úr Evr­ópu­sam­band­inu. Veiðar á þorski við Sval­b­arða tengj­ast þeirri stöðu og hafa verið deilu­efni Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins und­an­farn­ar vik­ur. Mak­ríl­veiðar Norðmanna og Fær­ey­inga við Bret­land eru í lausu lofti eft­ir að Bret­ar urðu sjálf­stætt strand­ríki frá ára­mót­um.

Ræt­ur deilna um veiðar við Sval­b­arða má rekja til þess að við út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu ákvað Nor­eg­ur að draga kvóta Breta frá afla­heim­ild­um ESB, eins og komið hef­ur fram í norsk­um fjöl­miðlum und­an­farið. Sam­bandið fékk 17.885 tonn og Bret­land 5.500 tonn. Þess­ari skipt­ingu hafnaði Evr­ópu­sam­bandið sem ákvað eig­in kvóta upp á 28.431 tonn í ár. ESB held­ur því fram að Norðmenn hygli eig­in skip­um og Rúss­um.

Hót­an­ir á báða bóga

Norðmenn hafa hótað að færa þau skip til hafn­ar sem veiða um­fram þær heim­ild­ir sem Nor­eg­ur ákvað. Litið verði á slíkt sem ólög­leg­ar veiðar og norska strand­gæsl­an verði á varðbergi. Evr­ópu­sam­bandið tel­ur slíkt ólög­legt og brot á þjóðarétti. Norðmenn mis­muni þjóðum skipu­lega og Evr­ópu­sam­bandið muni bregðast við á nauðsyn­leg­an hátt til að tryggja hags­muni sam­bands­ins.

Fundað hef­ur verið í deil­unni síðustu mánuði og for­ræði máls­ins verið hjá ut­an­rík­is­ráðuneyt­um. ESB held­ur því fram að ákvörðun Norðmanna stríði gegn Sval­b­arðasamn­ingn­um frá 1920 en því eru Norðmenn ósam­mála. Inn í deil­urn­ar hafa einnig bland­ast umræður um fisk­vernd­ar­svæðið við Sval­b­arða, 12 mílna land­helgi og 200 mílna efna­hagslög­sögu, haf­rétt og þjóðarétt.

Hafa ekki leng­ur aðgang

Fyr­ir Nor­eg og Fær­eyj­ar skipta mak­ríl­veiðar við Bret­land miklu máli. Norðmenn veiddu um 90% mak­rílafla síns þar í fyrra og Fær­ey­ing­ar um þriðjung. Eft­ir að Bret­ar fóru út úr Evr­ópu­sam­band­inu hafa þeir ekki samið við þess­ar þjóðir um aðgang og hafa viljað halda aðgangs­mál­um utan við samn­inga um skipt­ingu stofna. Þeir hafa haldið spil­un­um þétt að sér og telja ef­laust að þeir séu með tromp á hendi.

Aðgang­ur að gjöf­ul­um miðum er lyk­il­atriði í þess­um efn­um og í Fiskar­en var ný­lega spurt hvort Norðmenn hefðu gert mik­il mis­tök í fyrra er þeir veiddu lítið af mak­ríl í eig­in lög­sögu. Margoft hafi verið spurt í haust hvort rétt hafi verið að veiða svo mikið í lög­sögu ESB, eins og það hét þá, en núna breskri, en leggja minni áherslu á mak­ríl­veiðar meðan fisk­inn var að finna nær Nor­egi.

Fjöldi funda síðustu mánuði

Norðmenn, og reynd­ar Fær­ey­ing­ar líka, höfðu greiðan aðgang til mak­ríl­veiða við Hjalt­lands­eyj­ar á grund­velli þess mar­kríl­sam­komu­lags sem gert var árið 2014 og rann út um síðustu ára­mót, en núna er slíku ekki til að dreifa. Þrátt fyr­ir fjölda fjar­funda síðustu mánuði er ekki kom­inn á samn­ing­ur um veiðar á milli Breta og Norðmanna og ekki hef­ur held­ur gengið sam­an um veiðistjórn­un á mak­ríl. Fram hef­ur komið í fjöl­miðlum að Bret­ar vilji aðeins gera fisk­veiðisamn­ing við Norðmenn gegn þorskkvóta frá Norðmönn­um í skipt­um fyr­ir aðgang norskra skipa að mak­rílmiðum við Hjalt­lands­eyj­ar og aðgang að bresk­um mörkuðum fyr­ir norsk­an þorsk.

Í vik­unni funduðu sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar Bret­lands og Nor­egs um markaðsmál og fríversl­un. Í til­kynn­ingu Odd Emil Ingebrigtsen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, var lögð áhersla á sam­starf og að finna lausn­ir. Aðgang­ur að veiðisvæðum og kvóta­skipti voru einnig til umræðu og haft er eft­ir Ingebrigtsen í Fiskar­en að Nor­eg­ur vilji styrkja sam­starf þjóðanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,60 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,40 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,46 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 171,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,60 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,40 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,46 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 171,96 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »