Lýsir gríðarlegum vonbrigðum vegna ráðgjafar

Örn Pálsson kveðst binda vonir við að ráðherra veiti heimildir …
Örn Pálsson kveðst binda vonir við að ráðherra veiti heimildir til þorskveiða á næsta fiskveiðiári umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Eggert

„Að sjá tveggja stafa tölu eru gríðarleg vonbrigði. Ég átti von á að það myndi minnka eitthvað en ekki svona mikið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um 13% samdrátt í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna þorskveiða næsta fiskveiðiárs. „Þetta er gríðarlegur samdráttur, sérstakleg þegar haft er í huga að án jöfnunarreglu væri lækkunin á þriðja tug prósenta.“

Hafrannsóknastofnun kynnti tillögu sína vegna næsta fiskveiðiárs í morgun og leggur til að ekki verði veitt meira en 222.373 tonn af þorski á fiskveiðiárinu 2021/2022, en ráðgjöfin nam 256.593 tonnum í fyrra. Viðmiðunarstofn í þorski er metinn á 941 þúsund tonn en var metinn 1.208 þúsund árið 2020 og minnkar um 22% milli ára, en stofnunin sagðist í morgun hafa undanfarin ár ofmetið stofninn og því vanmetið veiðarnar.

„Þetta er tillaga stofnunarinnar að heildarafla og ráðherrann á eftir að fara yfir þetta og skoða hvað hagsmunaaðilar hafa að segja. Hann hefur möguleika til að skoða aflaregluna og nefnd hefur komið með tillögur til hans í sambandi við breytingar á aflareglunni eins og í sveiflujöfnuninni,“ segir Örn.

Spurður hvort miklar vonir séu bundnar við að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fari út fyrir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar svarar hann: „Já ég á nú svona frekar von á því að hann muni lina höggið í þorskinum og heimila eitthvað meiri veiði en Hafrannsóknastofnun leggur til. Ég held það sé alveg hægt. Þrettán prósenta niðurskurður í okkar helstu tegund er bara allt of mikið. Smábátarnir eru alveg háðir þorskinum.“

Bjóst við meiri hækkun í ýsu

Undanfarin ár hefur þótt erfitt hve lítið aflamark sé gefið út í ýsu þar sem hún er fylgifiskur þorskveiða. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hækkar nú um 11% upp í rúm 50 þúsund tonn. Örn kveðst hins vegar hafa gert ráð fyrir meiri aukningu og að hann nú sé að rýna í rökstuðning stofnunarinnar.

„Ég átti alveg von á því að hún myndi skjótast upp um 30 til 40% og yfir 60 þúsund tonn. Þetta eru allt of lágar tölur í ýsunni og kalla áfram á vandræði,“ segir hann og bendir á að átta þúsund var bætt við í ár til að mæta þeim vandræðum sem urðu með lækkun aflamarks í tegundinni. Þá eigi hann eftir að skoða hvort ráðgjöfin nú sé að frádregnum þessum tonnum sem bættust við í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,96 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 221,77 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.2.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.396 kg
Ýsa 410 kg
Keila 398 kg
Hlýri 110 kg
Steinbítur 65 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 2.470 kg
22.2.25 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.434 kg
Langa 180 kg
Steinbítur 100 kg
Keila 61 kg
Karfi 41 kg
Ufsi 18 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.850 kg
22.2.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.457 kg
Þorskur 947 kg
Steinbítur 38 kg
Karfi 1 kg
Samtals 2.443 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.25 591,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.25 590,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.25 317,96 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.25 304,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.25 221,77 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.25 271,15 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.25 318,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.2.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.396 kg
Ýsa 410 kg
Keila 398 kg
Hlýri 110 kg
Steinbítur 65 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 2.470 kg
22.2.25 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.434 kg
Langa 180 kg
Steinbítur 100 kg
Keila 61 kg
Karfi 41 kg
Ufsi 18 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.850 kg
22.2.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.457 kg
Þorskur 947 kg
Steinbítur 38 kg
Karfi 1 kg
Samtals 2.443 kg

Skoða allar landanir »