Lýsir gríðarlegum vonbrigðum vegna ráðgjafar

Örn Pálsson kveðst binda vonir við að ráðherra veiti heimildir …
Örn Pálsson kveðst binda vonir við að ráðherra veiti heimildir til þorskveiða á næsta fiskveiðiári umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Eggert

„Að sjá tveggja stafa tölu eru gríðarleg von­brigði. Ég átti von á að það myndi minnka eitt­hvað en ekki svona mikið,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, um 13% sam­drátt í ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar vegna þorskveiða næsta fisk­veiðiárs. „Þetta er gríðarleg­ur sam­drátt­ur, sér­stak­leg þegar haft er í huga að án jöfn­un­ar­reglu væri lækk­un­in á þriðja tug pró­senta.“

Haf­rann­sókna­stofn­un kynnti til­lögu sína vegna næsta fisk­veiðiárs í morg­un og legg­ur til að ekki verði veitt meira en 222.373 tonn af þorski á fisk­veiðiár­inu 2021/​2022, en ráðgjöf­in nam 256.593 tonn­um í fyrra. Viðmiðun­ar­stofn í þorski er met­inn á 941 þúsund tonn en var met­inn 1.208 þúsund árið 2020 og minnk­ar um 22% milli ára, en stofn­un­in sagðist í morg­un hafa und­an­far­in ár of­metið stofn­inn og því van­metið veiðarn­ar.

„Þetta er til­laga stofn­un­ar­inn­ar að heild­arafla og ráðherr­ann á eft­ir að fara yfir þetta og skoða hvað hags­munaaðilar hafa að segja. Hann hef­ur mögu­leika til að skoða afla­regl­una og nefnd hef­ur komið með til­lög­ur til hans í sam­bandi við breyt­ing­ar á afla­regl­unni eins og í sveiflu­jöfn­un­inni,“ seg­ir Örn.

Spurður hvort mikl­ar von­ir séu bundn­ar við að Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, fari út fyr­ir ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar svar­ar hann: „Já ég á nú svona frek­ar von á því að hann muni lina höggið í þorsk­in­um og heim­ila eitt­hvað meiri veiði en Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til. Ég held það sé al­veg hægt. Þrett­án pró­senta niður­skurður í okk­ar helstu teg­und er bara allt of mikið. Smá­bát­arn­ir eru al­veg háðir þorsk­in­um.“

Bjóst við meiri hækk­un í ýsu

Und­an­far­in ár hef­ur þótt erfitt hve lítið afla­mark sé gefið út í ýsu þar sem hún er fylgi­fisk­ur þorskveiða. Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hækk­ar nú um 11% upp í rúm 50 þúsund tonn. Örn kveðst hins veg­ar hafa gert ráð fyr­ir meiri aukn­ingu og að hann nú sé að rýna í rök­stuðning stofn­un­ar­inn­ar.

„Ég átti al­veg von á því að hún myndi skjót­ast upp um 30 til 40% og yfir 60 þúsund tonn. Þetta eru allt of lág­ar töl­ur í ýs­unni og kalla áfram á vand­ræði,“ seg­ir hann og bend­ir á að átta þúsund var bætt við í ár til að mæta þeim vand­ræðum sem urðu með lækk­un afla­marks í teg­und­inni. Þá eigi hann eft­ir að skoða hvort ráðgjöf­in nú sé að frá­dregn­um þess­um tonn­um sem bætt­ust við í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,29 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,62 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Finni NS 21 Þorskfisknet
Þorskur 58 kg
Grásleppa 42 kg
Samtals 100 kg
31.3.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 3.619 kg
Karfi 833 kg
Ufsi 210 kg
Hlýri 90 kg
Keila 40 kg
Ýsa 22 kg
Grálúða 16 kg
Samtals 4.830 kg
31.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 13.010 kg
Samtals 13.010 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,29 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,62 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Finni NS 21 Þorskfisknet
Þorskur 58 kg
Grásleppa 42 kg
Samtals 100 kg
31.3.25 Hafborg EA 152 Þorskfisknet
Þorskur 3.619 kg
Karfi 833 kg
Ufsi 210 kg
Hlýri 90 kg
Keila 40 kg
Ýsa 22 kg
Grálúða 16 kg
Samtals 4.830 kg
31.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 13.010 kg
Samtals 13.010 kg

Skoða allar landanir »