Í góðu fiskiríi en töfðust vegna skimana

Drangey er væntanleg til hafnar um miðnætti að kvöldi fimmtudags.
Drangey er væntanleg til hafnar um miðnætti að kvöldi fimmtudags. mbl.is/RAX

„Við erum bara á öðru hali. Við komumst ekki út fyrr en í gærkvöldi vegna Covid-skimana sem við þurftum að fara í á Sauðárkróki í gær,“ segir Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Drangey SK-2, er blaðamaður skellir á þráðinn í þeim tilgangi að spurja um gang veiða.

Skuttogarinn sem FISK Seafood gerir út er nú staddur á Halamiðum út af Vestfjörðum ásamt fjölda annarra íslenskra skipa sem eru að ná í afla á stuttu veiðitímabili milli hátíðanna.

„Það er reyndar búin að vera mjög góð veiði hjá þeim skipum sem hafa verið hérna á Halanum. Þetta er langmest þorskur og aðeins af ufsa. Þetta er fínn þriggja til fjögurra kílóa fiskur,“ segir Ágúst. „Það er nú bræla núna. Leiðinda norðaustanfýla en það lægir í kvöld,“ bætir hann við.

Ekki skemmtilegustu túrarnir

Spurður hvort átið yfir hátíðarnar hafi nokkuð verið að sliga mannskapinn svarar hann: „Neinei,“ og hlær. „Þetta eru ekkert skemmtilegustu túrarnir að fara svona milli hátíða en þeir eru yfirleitt stuttir. Við verðum bara að útvega fisk sem á að vinna eftir áramótin og þá er þetta bara svona. Þetta fylgir starfinu.“

Ágúst segir stefnt að því að koma til hafnar á Sauðárkróki um miðnætti á fimmtudag en nákvæm tímasetning velti á gangi veiða. „Það var mjög fínt fiskirí fyrir jól hérna fyrir vestan og hefur byrjað mjög vel núna. Ég heyri ekki annað en það sé búið að vera gott fiskirí hérna. Svo voru skip í Víkurálnum í nótt, Viðey og Helga María. Þau voru að fá afla en það var mest karfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.7.24 360,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.7.24 172,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.7.24 309,77 kr/kg
Ýsa, slægð 12.7.24 117,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.7.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 12.7.24 22,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 12.7.24 415,86 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 15.923 kg
Þorskur 788 kg
Skarkoli 385 kg
Steinbítur 260 kg
Sandkoli 49 kg
Samtals 17.405 kg
12.7.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Steinbítur 5.773 kg
Þorskur 2.880 kg
Ýsa 363 kg
Skarkoli 263 kg
Sandkoli 90 kg
Þykkvalúra 36 kg
Samtals 9.405 kg
12.7.24 Nóney BA 11 Grásleppunet
Grásleppa 1.017 kg
Samtals 1.017 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.7.24 360,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.7.24 172,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.7.24 309,77 kr/kg
Ýsa, slægð 12.7.24 117,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.7.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 12.7.24 22,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 12.7.24 415,86 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 15.923 kg
Þorskur 788 kg
Skarkoli 385 kg
Steinbítur 260 kg
Sandkoli 49 kg
Samtals 17.405 kg
12.7.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Steinbítur 5.773 kg
Þorskur 2.880 kg
Ýsa 363 kg
Skarkoli 263 kg
Sandkoli 90 kg
Þykkvalúra 36 kg
Samtals 9.405 kg
12.7.24 Nóney BA 11 Grásleppunet
Grásleppa 1.017 kg
Samtals 1.017 kg

Skoða allar landanir »