Meiri afli vegna Brexit kalli á fjárfestingar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með vænan þorsk. Bresk yfirvöld hafa …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, með vænan þorsk. Bresk yfirvöld hafa í hyggju að nútímavæða sjávarútveginn til að takast á við þann aukna afla sem Bretar geta veitt í kjölfar Brexit. AFP

Bresk yfirvöld hafa ákveðið að veita 75 milljónir sterlingspunda, jafnvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna, í sérstaka þróunarstyrki til sjávarbyggða. Fjármunina á að nýta til að nútímavæða hafnir og vinnslur og ekki síst skapa störf.

Ríkisstjórn Bretlands kynnti áformin í gær og segir á vef breska stjórnarráðsins að „fjárfestingin mun auka getu greinarinnar til að landa meiri fiski í Bretlandi og koma honum hraðar á markað. Þessu verður náð með því að bæta afkastagetu og hagkvæmni hafna og vinnslustöðva, um leið og efld er efnahagsleg sjálfbærni sjávarútvegsins til lengri tíma.“

Þá segir að þessar fjárfestingar muni tryggja að breskur sjávarútvegur og sjávarbyggðirnar verði í stakk búin til að „njóta góðs af viðbótarkvóta sem fæst vegna viðskipta- og samvinnusamningsins (Brexit-samningurinn) sem undirritaður var á síðasta ári við ESB. Í kjölfar brotthvarfs okkar frá sameiginlegu fiskveiðistefnunni hefur kvóti breskra skipa aukist.“

Til tvenns konar verkefna

Alls verða veittar 65 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða íslenskra króna, til styrktar innviðaverkefnum svo sem nútímavæðingu hafna og að auka afkastagetu vinnslustöðva og framleiðni fiskeldis. Fram mun fara hugmyndakeppni í þeim tilgangi að finna bestu verkefnin, en krafa er um að verkefnin dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda samhliða efnahagslegum ávinningi fyrir greinina.

Tíu milljónir punda eða ígildi 1,7 milljarða króna á að veita verkefnum sem styðja við nýliðun í vinnslu, veiðum og eldi. Jafnframt eru þessir fjármunir ætlaðir verkefnum sem snúa að því að auka þekkingu starfsfólks í greininni.

Þróunarstyrkirnir eru annar og þriðji hluti af 100 milljóna punda sjávarafurðasjóði breskra yfirvalda sem hefur sem markmið að nútímavæða alla framleiðslu sjávarafurða í Bretlandi.

Þessi sjómaður í Bridlington-höfn á norðausturhluta Englands getur verið ánægður …
Þessi sjómaður í Bridlington-höfn á norðausturhluta Englands getur verið ánægður með að stefnt sé að því að bæta afköst breska flotans. AFP

Í skugga átaka

Töluvert hefur verið deilt um tilhögun fiskveiða Breta í kjölfar þess að þeir gengu úr Evrópusambandinu. Hafa frönsk yfirvöld sakað þau bresku um að standa ekki við skuldbindingar sínar og hafa franskir sjómenn ítrekað efnt til mótmæla.

Frönsk yfirvöld og franskir sjómenn segja Breta ekki veita evrópskum skipum í nægilegu magni heimildir til að veiða í breskri lögsögu.

Þá hefur Evrópusambandið hert kröfur um heilbrigðisvottanir á breskar sjávarafurðir sem seldar eru innan evrópska efnahagssvæðisins. Talið er að fyrrnefnd nútímavæðing hafnarmannvirkja og -innviða sé meðal annars til þess fallin að stuðla að því að vottunarferli verði greiðari og flýti þannig fyrir útflutningi til meginlandsins.

Áhrif á Íslendinga

Bretar hafa svarað kröfu um heilbrigðisvottun afurða sinna með kröfu um heilbrigðisvottun vara frá evrópska efnahagssvæðinu og ná þær einnig til íslenskra sjávarafurða þrátt fyrir að sjávarafurðir eigi að vera undanskildar ákvæðum EES-samningsins. Vonast hefur verið til að Íslendingar gætu verið undanþegnir nýjum reglum Breta.

Gildistaka nýrra innflutningsreglna átti fyrst að vera 1. apríl á þessu ári en var frestað til 1. október. Var gildistökunni frestað á ný til 1. janúar 2022 og er nú gert ráð fyrir gildistöku 1. júlí 2022.

Sérstakur viðskiptasamningur var gerður milli Íslands og Bretlands síðastliðið sumar. Í kjölfar þess sögðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi samninginn vonbrigði. Sérstaklega þar sem hann hefði ekki skilað bættu markaðsaðgengi fyrir íslenskar sjávarafurðir eins og vonir stóðu til. Um 60% af vöruútflutningi Íslendinga til Bretlands eru sjávarafurðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.890 kg
Þorskur 3.427 kg
Steinbítur 331 kg
Samtals 10.648 kg
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 928 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 957 kg
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 472 kg
Ýsa 463 kg
Þorskur 336 kg
Langa 191 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 1.504 kg

Skoða allar landanir »