Ágúst Ingi Jónsson
Eftir er að veiða hátt í þriðjung loðnukvótans upp á 686 þúsund tonn og telur Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, litlar líkur á að sá afli náist. Komi ekki nýjar loðnugöngur séu ekki margir dagar eftir af vertíðinni.
Loðnuskipin voru flest á norðanverðum Faxaflóa í gær og byrjuðu að kasta upp úr hádegi þegar veður hafði gengið niður. Loðnan sem fengist hefur síðustu daga er komin nálægt hrygningu. Sigurgeir segir að útlit sé fyrir að menn nái ekki að veiða það sem hugsað var fyrir hrognavinnslu og það hafi umtalsvert tekjutap í för með sér.
„Það þarf mikið að breytast til að menn nái markmiðum sínum á vertíðinni,“ segir Sigurgeir. „Enn eina ferðina er vont veður fram undan og þessi vertíð hefur verið ein samfelld bræla. Flotinn er búinn að veiða yfir 460 þúsund tonn frá því í desember, en samt hefur allan tímann vantað þéttleika í göngurnar, sem hafa oftast verið dreifðar og slitnar í sundur. Ég veit ekki hvað hefur valdið því, en það er vitað að veðrið hefur áhrif.“
Sigurgeir segist þó ekki úrkula vonar um að vestanganga komi, loðna finnist fyrir Norðurlandi eða minni göngur komi með Suðurlandinu.
Spurður um möguleika á slíku segir hann að þessa dagana einbeiti menn sér að veiði á hefðbundnum slóðum eins og í Faxaflóa og Breiðafirði. Menn fari ekkert að leita meðan von sé um afla þar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |