Fiskur frá Íslandi hefur hækkað í verði

Friðleifur Friðleifsson segir að verð á þorski, ýsu og ufsa …
Friðleifur Friðleifsson segir að verð á þorski, ýsu og ufsa frá Íslandi hafi almennt hækkað undanfarið og eigi það við um ferskar, sjófrystar, landfrystar og saltaðar afurðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afleiðingar stríðsins í Úkraínu eru með ýmsum hætti. Það hefur meðal annars leitt til hærra verðs fyrir sjófrystan fisk frá Íslandi en nokkru sinni áður. Verð fyrir fisk og franskar hefur sömuleiðis hækkað upp úr öllu valdi í Bretlandi, nokkuð sem veldur steikingarmeisturum og neytendum þar í landi áhyggjum.

Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood, segir að verð á þorski, ýsu og ufsa frá Íslandi hafi almennt hækkað undanfarið og eigi það við um ferskar, sjófrystar, landfrystar og saltaðar afurðir.

Aðgerðir kalla á verðhækkun

„Sjófrystur þorskur og ýsa eru þarna í sérflokki og verðið hefur rokið upp síðustu vikur,“ segir Friðleifur. „Þetta fór af stað um leið og Bandaríkjamenn lokuðu á allan fiskinnflutning frá Rússlandi. Verðið hafði hækkað eitthvað fyrir það, en við þessa ákvörðun kom verulegur kippur í verðhækkanir á sjófrystum þorski og ýsu frá Íslandi. Að verulegu leyti sneru kaupendur í Bandaríkjunum sér þá til íslenskra seljenda.

Í Bretlandi var settur 35% tollur á fisk frá Rússlandi, en hann hefur verið drjúgur hluti af breska markaðnum, og á sama tíma var lítið framboð á fiski úr Barentshafi. Markaðurinn fylgdi þessu eftir og nú eru sjófrystar afurðir frá íslenskum frystitogurum í sögulegu hámarki þar í landi. Frá því síðasta vor hefur sjófrystur þorskur tvöfaldast í verði í Bretlandi.“

Friðleifur rifjar upp að á meðan takmarkanir hafi verið í gildi í Bretlandi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi kaupendur haldið að sér höndum og ekki legið með birgðir. Þegar takmörkunum hafi verið létt síðasta vor hafi markaðurinn tekið hressilega við sér og síðan hafi eitt leitt af öðru.

Gætu þurft að minnka skammta

Fiskur og franskar, sem margir tali um sem þjóðarrétt í Bretlandi, hafi ekki farið varhluta af þessari þróun. Ýmsir óttist enn meiri og of miklar hækkanir:

„Hefðin er rík í Bretlandi fyrir þessum rétti og fisksteikjarar eiga erfitt með að skipta yfir í eitthvað annað en sjófrystan fisk,“ segir Friðleifur. „Þeir verða að koma þessum hækkunum út í verðlagið, en geta ekki endalaust hækkað verðið fyrir hefðbundinn skammt. Þá er spurning hvort þeir minnki skammtana og bjóði upp á hálft flak eða bita.

Í síðustu viku var verðið komið í um 10 pund eða um 1.700 krónur á venjulegum stöðum sem selja fisk og franskar og það sem tilheyrir víðs vegar um Bretland. Nú er talað um að verðið fari í 12 pund fyrr en síðar og þá erum við ekki lengur að tala um verð sem er á færi alls almennings fyrir þægilega og góða máltíð.“

Friðleifur segir að fyrir nokkrum árum hafi menn yfirleitt borgað um fimm til sex pund fyrir réttinn á hefðbundnum Fish & Chips-veitingastöðum í úthverfum. Á betri og dýrari stöðum í stórborgum hefur verðið hins vegar oft verið hátt í 10 pund en það er nýlunda að almennt verð sé komið í og yfir 10 pund.

Áhrif á ufsa í Tyrklandi?

Til Tyrklands hefur undanfarin ár mikið verið flutt út af sjó- og landfrystum ufsa. Markaðurinn er sá næststærsti á eftir Þýskalandi og mörg undanfarin ár hafa verið flutt þangað hundruð tonna af sjófrystum ufsa. Friðleifur segir að ufsinn sé m.a. vinsæll í fiskrétti á hlaðborðum hótela.

„Nú eru hins vegar blikur á lofti í þeim efnum,“ segir Friðleifur. „Um þriðjungur ferðamanna í Tyrklandi kemur frá Rússlandi og menn eru efins um hvort þeir skili sér í sumar. Þetta stríð hefur óvænt og afleidd áhrif víða um heim og býður upp á nýjar áskoranir á hverjum degi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »