„Stór áfangi í sögu hafrannsókna á Íslandi“

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir samninga um nýtt hafrannsóknaskip marka …
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir samninga um nýtt hafrannsóknaskip marka tímamót. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þetta er stór áfangi í sögu hafrannsókna á Íslandi,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, en síðdegis í dag undirrita hann, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samning um smíði nýs hafrannsóknaskips.

Þorsteinn rifjar upp að farið hafi verið að tala um smíði nýs skips upp úr aldamótum, en þá hafi verið ákveðið að gera nauðsynlegar breytingar á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Þær hafi átt að duga til ársins 2012, en nú tíu árum síðar sé komið að undirritun samninga.

Áætlað er að smíði skipsins taki 30 mánuði og að það komi til landsins haustið 2024.

Nýtt hafrannsóknaskip mun vera hið glæsilegasta.
Nýtt hafrannsóknaskip mun vera hið glæsilegasta. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Tilboð upp á 4,8 milljarða

Áhersla hefur verið lögð á að skipið verði umhverfisvænt og sparneytið og verður það 70 metrar á lengd og tólf metrar á breidd. Forhönnun var í höndum Skipasýnar, en unnið hefur verið að hönnun og síðan útboðsferli í um þrjú ár. Skipið verður smíðað í Astilleros Armón-skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni. Fyrirtækið bauð 33,45 milljónir evra í smíðina, jafnvirði 4,8 milljarða íslenskra króna.

Ákvörðun um smíði skipsins var tekin 2018, en í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands samþykkti Alþingi í júní það ár þingsályktun um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra væri falið að hefja undirbúning að smíði hafrannsóknaskips sem ætlað væri að koma í stað rs. Bjarna Sæmundssonar.

Skipið verður vel búið.
Skipið verður vel búið. Mynd/Hafrannsóknastofnun
Mybd/Hafrannsóknastofnun
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.25 572,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.25 605,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.25 317,67 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.25 305,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.25 241,20 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.25 259,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.25 258,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.870 kg
Steinbítur 3.586 kg
Þorskur 2.049 kg
Karfi 22 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.529 kg
25.2.25 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 111 kg
Steinbítur 92 kg
Þorskur 42 kg
Langa 24 kg
Keila 18 kg
Karfi 11 kg
Skarkoli 3 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 303 kg
25.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.960 kg
Þorskur 561 kg
Steinbítur 90 kg
Langa 15 kg
Keila 3 kg
Samtals 4.629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.25 572,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.25 605,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.25 317,67 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.25 305,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.25 241,20 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.25 259,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.25 258,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.870 kg
Steinbítur 3.586 kg
Þorskur 2.049 kg
Karfi 22 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.529 kg
25.2.25 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 111 kg
Steinbítur 92 kg
Þorskur 42 kg
Langa 24 kg
Keila 18 kg
Karfi 11 kg
Skarkoli 3 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 303 kg
25.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.960 kg
Þorskur 561 kg
Steinbítur 90 kg
Langa 15 kg
Keila 3 kg
Samtals 4.629 kg

Skoða allar landanir »