Stöðugt færri nýta sér ívilnun

Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH, tekur línubalana frá borði …
Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH, tekur línubalana frá borði við löndun í Ólafsvík. mbl.is/Alfons

Dagróðrar­bát­um sem nýta sér línuíviln­un með því að beita um borð hef­ur stór­lega fækkað á síðustu árum. Sam­kvæmt yf­ir­liti sem Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hef­ur tekið sam­an hafa 65 bát­ar nýtt sér þessa íviln­un í ár, en þeir voru 300 fisk­veiðiárið 2004 til 2005 þegar opnað var fyr­ir þenn­an mögu­leika á heilu fisk­veiðiári. Fyr­ir 10 árum voru þeir 217.

Fyr­ir ein­stak­ar út­gerðir og bæj­ar­fé­lög hef­ur línuíviln­un skipt miklu máli og þannig verið mögu­legt að auka at­vinnu og færa meiri afla að landi en sem nem­ur afla­marki. Í ár hafa bát­ar úr 34 bæj­ar­fé­lög­um nýtt sér línuíviln­un, þeir voru 52 þrjú ár í röð fisk­veiðiár­in 2011-14 og 50 fyrsta heila fisk­veiðiárið 2004-5.

Alþingi samþykkti að taka upp línuíviln­un með breyt­ing­um á lög­um um stjórn fisk­veiða 15. des­em­ber 2003. Breyt­ing­in kom til fram­kvæmda í ýsu og stein­bít 1. fe­brú­ar 2004 og í þorski 1. sept­em­ber 2004. 1. júní 2010 var línuíviln­un hækkuð úr 16% í 20%.

Mynd/​mbl.is

120 tonn gera 100 tonn í kvóta

Í línuíviln­un felst að hafi lín­an verið beitt í landi má landa 20% um­fram þann afla sem reikn­ast til kvóta í þorski, ýsu og stein­bít. Hafi lín­an verið stokkuð upp í landi má landa 15% um­fram þann afla sem reikn­ast til kvóta hjá viðkom­andi. Með öðrum orðum þýðir það að sá sem á 100 tonna kvóta og má veiða 120 tonn á land­beitta línu.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, tel­ur að fækk­un­in sé aðallega vegna þess að dagróðrar­bát­um á línu hafi fækkað á síðustu árum. Heim­ild­ir hafi færst yfir á stærri báta, sem séu nán­ast all­ir með beitn­ing­ar­vél um borð og landi ekki all­ir dag­lega. Þeir fá ekki íviln­un. Hann tel­ur að breyt­ing­in sé ekki vegna launa­kostnaðar við beitn­ingu í landi.

Hef­ur ekki runnið sitt skeið

Örn er ekki þeirr­ar skoðunar að línuíviln­un hafi runnið sitt skeið. Þvert á móti eigi að auka heim­ild­ir vegna línu­báta í dagróðrum þannig að þeir njóti all­ir íviln­un­ar og fleiri taki þátt í verk­efn­inu. Máli sínu til stuðnings seg­ir hann að veiðar línu­báta séu um­hverf­i­s­væn­ar og vill tala um um­hverfisíviln­un frek­ar en línuíviln­un. Því til viðbót­ar sé alþekkt að línu­fisk­ur sé gæðavara.

„Lín­an er kyrr­stætt veiðarfæri og þess­ar veiðar eru um­hverf­i­s­væn­ar og hag­kvæm­ar með til­liti til orku­skipta,“ seg­ir Örn. Í álykt­un smá­báta­sjó­manna frá því á síðasta ári seg­ir: „Aðal­fund­ur skor­ar á sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að breyta ákvæði laga um línuíviln­un (sem fram­veg­is myndi kall­ast um­hverfisíviln­un) þannig að hún gildi fyr­ir alla dagróðrar­báta minni en 30 brútt­ót­onn. Verði 30% við land­beit­ingu, 20% sé lína stokkuð upp í landi og 10% til véla­báta.“

Bol­ung­ar­vík og Snæ­fells­bær

Mest voru 3500 tonn af þorski tek­in frá vegna línuíviln­un­ar fisk­veiðiárið 2015-16 og voru 3327 tonn nýtt eða um 95%. Heim­ild­irn­ar hafa dreg­ist sam­an síðustu ár og á þessu fisk­veiðiári var 1400 tonn­um af þorski ráðstafað í línuíviln­un. Í vik­unni var búið að nýta 1069 tonn eða 76% heim­ilda. Miðað við veiðar í maí til ág­úst í fyrra má gera ráð fyr­ir að heim­ild­ir í þorski dugi til loka fisk­veiðiárs­ins.

Af ein­stök­um byggðarlög­um hafa út­gerðir á Bol­ung­ar­vík nýtt sér línuíviln­un mest. Fram kom í skýrslu sem RR ráðgjöf tók sam­an fyr­ir Sam­tök sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga fyr­ir þrem­ur árum að sex sveit­ar­fé­lög ná að jafnaði meira en 5% hlut­deild í afla sem veidd­ur hef­ur verið á grund­velli línuíviln­un­ar frá fisk­veiðiár­inu 03/​04. Sam­an­lögð hlut­deild þeirra var um 66% á tíma­bil­inu. Mest var nýt­ing­in í Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstað með um 19% og í Snæ­fells­bæ með um 17% afl­ans.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna.
Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­sjó­manna. mbl.is/​Golli

Var­huga­vert að leggja línuíviln­un af

Í niður­lagi skýrsl­unn­ar seg­ir: „Línuíviln­un hef­ur haft um­tals­verð áhrif í at­vinnu­lífi þeirra staða þar sem hún hef­ur verið mest nýtt. Með minnk­andi hag­kvæmni veiða á hand­beitta línu og minnk­andi nýt­ingu á línuíviln­un hafa horfið störf úr þeim sjáv­ar­byggðum þar sem línuíviln­un hef­ur haft mest áhrif. Þótt um tals­verð verðmæti séu fólg­in í þeim veiðiheim­ild­um sem línuíviln­un fær­ir út­gerðunum virðist það ekki duga til þess að stuðla að hag­kvæmni beitn­ing­araðferðar­inn­ar fyr­ir út­gerðaraðila í sam­an­b­urði við vél­beitn­ingu um borð.

Engu að síður eru enn mörg störf í beitn­ingu um land allt og var­huga­vert væri að leggja af línuíviln­un frá einu ári til ann­ars, nema til kæmu mót­vægisaðgerðir fyr­ir þann hóp fólks sem hef­ur lífsviður­væri af beitn­ingu og þau sveit­ar­fé­lög þar sem línuíviln­un hef­ur verið nýtt.

Bar­átta í upp­hafi ald­ar­inn­ar

Örn Páls­son minn­ist bar­átt­unn­ar fyr­ir línuíviln­un í upp­hafi ald­ar­inn­ar, en hann fór þá víða með kröf­ur Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, sem hann kallaði boðorðin.

Þar var meðal ann­ars farið fram á að íviln­un­in yrði miðuð við 80%, þannig að þegar einu tonni væri landað yrðu 800 kíló færð til kvóta. Rök­in voru meðal ann­ars þau að þetta fyr­ir­komu­lag væri sniðið að mark­miðum laga um stjórn fisk­veiða („stuðla að vernd­un og hag­kvæmri nýt­ingu nytja­stofn­anna og tryggja með því trausta at­vinnu og byggð í land­inu“). Veiðarn­ar væru um­hverf­i­s­væn­ar og at­vinnu­skap­andi í landi.

Ann­ar bar­áttumaður fyr­ir línuíviln­un, Guðmund­ur Hall­dórs­son á Bol­ung­ar­vík, sagði í sam­tali við grein­ar­höf­und í Morg­un­blaðinu fyr­ir tíu árum að línuíviln­un­in hefði verið „lyk­ill­inn að nýrri upp­bygg­ingu hér í pláss­inu og hef­ur skipt sköp­um fyr­ir mörg minni byggðarlög“.

Guðmund­ur rek­ur í viðtal­inu að á ár­un­um í kring­um alda­mót­in hafi marg­vís­leg bar­átta verið fyr­ir framtíð at­vinnu­lífs víða á lands­byggðinni. Varðandi línuíviln­un hafi hann ákveðið að taka málið upp á vett­vangi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Þar var til­laga um línuíviln­un naum­lega felld í sjáv­ar­út­vegs­nefnd eins lands­fund­ar­ins, en ég gafst ekki upp og bar til­lög­una um línuíviln­un upp á sjálf­um lands­fund­in­um. Þar hafði ég sig­ur og ég var stolt­ur af flokkn­um,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tal­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.8.25 586,59 kr/kg
Þorskur, slægður 14.8.25 697,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.8.25 266,37 kr/kg
Ýsa, slægð 14.8.25 251,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.8.25 176,93 kr/kg
Ufsi, slægður 14.8.25 163,75 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.8.25 330,09 kr/kg
Litli karfi 31.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.8.25 216,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.8.25 Svanur ÍS 443 Sjóstöng
Steinbítur 6 kg
Langa 2 kg
Samtals 8 kg
15.8.25 Stuttnefja ÍS 441 Sjóstöng
Þorskur 161 kg
Samtals 161 kg
15.8.25 Már ÍS 440 Sjóstöng
Þorskur 150 kg
Ýsa 22 kg
Samtals 172 kg
15.8.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 51 kg
Samtals 51 kg
15.8.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 266 kg
Samtals 266 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.8.25 586,59 kr/kg
Þorskur, slægður 14.8.25 697,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.8.25 266,37 kr/kg
Ýsa, slægð 14.8.25 251,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.8.25 176,93 kr/kg
Ufsi, slægður 14.8.25 163,75 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 14.8.25 330,09 kr/kg
Litli karfi 31.7.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.8.25 216,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.8.25 Svanur ÍS 443 Sjóstöng
Steinbítur 6 kg
Langa 2 kg
Samtals 8 kg
15.8.25 Stuttnefja ÍS 441 Sjóstöng
Þorskur 161 kg
Samtals 161 kg
15.8.25 Már ÍS 440 Sjóstöng
Þorskur 150 kg
Ýsa 22 kg
Samtals 172 kg
15.8.25 Kjói ÍS 427 Sjóstöng
Þorskur 51 kg
Samtals 51 kg
15.8.25 Himbrimi ÍS 444 Sjóstöng
Þorskur 266 kg
Samtals 266 kg

Skoða allar landanir »