Meiri óvissa í stofnmati ufsa

Bjarki Þór Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar hjá Hafrannsóknastofnun, segir að ef …
Bjarki Þór Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar hjá Hafrannsóknastofnun, segir að ef stærð ufsastofnins er leiðrétt aftur í tíma hefur aflinn verið nálægt aflareglu. mbl.is/Hákon Pálsson

Veiðiálagið á ufsastofninum hefur verið nálægt aflareglu þrátt fyrir mun minni sókn en Hafrannsóknastofnun hefur ráðlagt. Þetta má lesa úr svari stofnunarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Við kynningu á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna næsta fiskveiðiárs kom fram að stofnunin telur ufsastofninn hafa verið ofmetinn frá árinu 2018 og lækkaði áætlaða stofnstærð um 17%. Vakti þetta athygli, þar sem leita þarf aftur til fiskveiðiársins 2012/2013 til að finna ár þar sem fiskiskipaflotinn náði að veiða jafn mikið og ráðlagt hefur verið. Til að mynda var á fiskveiðiárinu 2020/2021 landað 29% minni afla en Hafrannsóknastofnun ráðlagði, 34% minni 2019/2020 og 11% minni fiskveiðiárið 2018/2019.

Þegar leiðrétt hefur verið aftur í tímann vegna ofmatsins reynist sóknin ekki hafa verið langtum minni en ráðgjöf hefði verið, væri farið eftir nýju stofnmati.

„Í stuttu máli hefur ufsaaflinn, eins og staðan er metin í dag, verið nálægt, þó heldur undir, því sem stefnt var að með aflareglu,“ svarar Bjarki Þór Elvarsson, fagstjóri ráðgjafar hjá Hafrannsóknastofnun, þegar leitað er skýringa á því hvers vegna stofninum hafi ekki vegnað betur þegar sóknin hafi verið minni en ráðgjöf.

Mátti ekki búast við aukningu

„Veiðihlutfallið hefur aldrei verið hátt og hefur í raun verið mjög nálægt því sem stefnt hefur verið að skv. aflareglu. Þetta á við, meira að segja fyrir þann tíma áður en aflareglan var sett. Því má ekki búast við jafnmikilli aukningu á stofnstærð eins og við sáum t.d. í þorski eða ýsu eftir að aflareglur voru settar fyrir þær tegundir,“ útskýrir Bjarki Þór og vísar til ráðgjafarskjals vegna ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar um hámarksveiði í ufsa.

„Veiðiálag stofnsins er yfir aflareglu stjórnvalda og kjörsókn en fyrir neðan gátmörk og varúðarmörk. Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum, gátmörkum og varúðarmörkum. [...] Stofnmatið í ár bendir til 17 % minnkunar miðað við matið 2021 og að stofninn hafi verið ofmetinn síðan 2018. Talsverð óvissa er í stofnmati ufsa og er helsta orsökin mikill breytileiki í stofnvísitölum, sem lækkuðu um 30 % milli áranna 2021 og 2022. Við mat á gildandi aflareglu var gert ráð fyrir þessari óvissu,“ segir í ráðgjafarskjalinu.

Bjarki Þór bendir á að óvissan í stofnmati ufsa sé miklu meiri en í stofnmati þorsks og ýsu. „Því eru meiri líkur á því að við vanmetum eða ofmetum stofninn. Þessa óvissu má rekja til mikilla sveiflna milli ára í stofnvísitölum ufsa úr vorralli, sem eru umfram það sem mætti vænta vegna breytinga á stofnstærð. Aflareglan fyrir ufsa er hönnuð með tilliti til þessarar óvissu, og hefur verið metin varkár,“ segir hann.

Blandaður afli á Frosta ÞH.
Blandaður afli á Frosta ÞH. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Stofnvísitala í netaralli há

Í skýrslu fyrir netarall Hafrannsóknastofnunar, sem fram fór dagana 27. mars til 21. apríl 2022, kemur fram að stofnvísitala ufsa hafi verið há frá árinu 2016 og er hún svipuð í ár ef undanskilið er hámarkið árið 2019. „Hækkun stofnvísitölu 2019 kom til vegna mikillar aukningar á ufsa í Fjörunni og á Bankanum. Í ár eru litlar breytingar milli ára eftir svæðum, nema á Bankanum þar sem vísitalan hækkar. Mest fæst af 7-11 ára ufsa í netaralli og árgangur 2012 (nú 10 ára) hefur verið mest áberandi undanfarin ár,“ segir í skýrslunni.

Þá segir að breytingar á meðalþyngd ufsa séu mismunandi á milli aldurshópa og að ekki séu miklar sveiflur á milli ára nema hjá 12 ára ufsa. Þó er vakin athygli á að í þeim aldurshópi sé um að ræða fá sýni. „Fyrirvara þarf að setja við meðalþyngdir eftir aldri árin 2019-2022 sem byggjast á aldurslengdarlyklum úr SMB því ufsi frá þeim árum hefur ekki verið aldurslesinn,“ segir í skýrslunni.

Út af Vesturlandi var hlutfall ókynþroska ufsa hæst og mest af kynþroska fiski sem hafði lokið hrygningu, að því er fram kemur í skýrslu Hafrannsóknastofnunar. „Á Bankanum og í Fjörunni var hlutfall hrygnandi ufsa mun hærra en á öðrum svæðum. Stærsti hluti ufsa hafði lokið hrygningu í Kantinum og við Suðausturland. Fyrir norðan land hafði ufsi ýmist lokið hrygningu eða var hrygnandi. Hlutfall ufsa sem hefur lokið hrygningu er mjög breytilegt milli svæða en nokkurt samræmi er milli ára fyrir hvert svæði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »