Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að leyfilegur heildarafli fiskveiðiársins 2022/2023, sem hefst á morgun, verði í takti við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og hefur undirritað reglugerð þess efnis.
Í þremur reglugerðum vegna næsta fiskveiðiárs, sem birtar voru á dögunum í Stjórnartíðindum, má lesa að leyfilegur heildarafli íslenskra skipa í þorski verður 206 þúsund tonn sem er 6,34% skerðing frá fiskveiðiárinu sem er að líða. Þá skerðist einnig leyfilegur heildarafli í gullkarfa um 5.939 tonn eða tæplega 21%
Heimilt verður að veiða mun meira af ýsu eða rúm 60 þúsund tonn, í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem birt var í júní. Um er að ræða tæplega 47% aukningu milli fiskveiðiára.
Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2022/2023 gerir ráð fyrir að veiðiheimildir fyrir 10 þúsund tonnum af þorski verði ráðstafað strandveiðum, á það einnig við um þúsund tonn af ufsa og hundrað tonn af gullkarfa. Um er að ræða sömu ráðstöfun og við útgáfu reglugerðarinnar í fyrra og sæta strandveiðar því ekki sömu skerðingu í þorski og útgerðir aflamarkskerfinu, þó er um að ræða minni afla en strandveiðarnar skiluðu í sumar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 583,09 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 339,18 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 261,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 275,16 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,47 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.864 kg |
Þorskur | 854 kg |
Hlýri | 81 kg |
Ufsi | 21 kg |
Karfi | 16 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.838 kg |
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 366 kg |
Þorskur | 273 kg |
Langa | 207 kg |
Keila | 44 kg |
Ýsa | 42 kg |
Karfi | 40 kg |
Samtals | 972 kg |
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 4.806 kg |
Ýsa | 3.266 kg |
Langa | 918 kg |
Samtals | 8.990 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 583,09 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 339,18 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 261,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 275,16 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,47 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.864 kg |
Þorskur | 854 kg |
Hlýri | 81 kg |
Ufsi | 21 kg |
Karfi | 16 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.838 kg |
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 366 kg |
Þorskur | 273 kg |
Langa | 207 kg |
Keila | 44 kg |
Ýsa | 42 kg |
Karfi | 40 kg |
Samtals | 972 kg |
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 4.806 kg |
Ýsa | 3.266 kg |
Langa | 918 kg |
Samtals | 8.990 kg |