Kveðst í spennutreyju vegna karfans

Skipstjórinn Friðleifur Einarsson, á Helgu Maríu AK, segir sífellt erfiðara …
Skipstjórinn Friðleifur Einarsson, á Helgu Maríu AK, segir sífellt erfiðara að forðast karfann enda er kvótinn sífellt minni. mbl.is/Eggert

„Við erum í spennitreyju hvað varðar karfann en verst er að það er alltaf verið að þrengja treyjuna,“ segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Helgu Maríu AK, um síðasta túr í færslu á vef Brims. Vísar hann til þess að sífellt minna er gefið út af karfakvóta.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla í gullkarfa fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 var 20% minni en fyrir fiskveiðiárið á undan. Kollegi Friðleifs, Eiríkur Jónsson skipstjóri á Akureyr AK, sagði forsendur ráðgjafarinnar „hreint bull“. Ákveðið hefur þó verið að fylgja ráðgjöfinni og skerða útgefnar heimildir í tegundinni.

Friðleifur segir einnig áskorun að komast undan ýsunni. „Við reynum bara að forðast hana og veiða sem meðafla. Það gildir því sama um hana og karfann.”

Ein á Kolbeinseyjarhryggi

Togarinn var á veiðum á hrauninu á Kolbeinseyjarhryggnum og var Helga María þar ein á veiðum, að minnsta kosti til að byrja með, að sögn skipstjórans. „Þetta byrjar vel hjá okkur. Við náðum a.m.k. því sem vinnslan skammtaði okkur. Heildaraflinn er um 120 tonn, mest þorskur.”

„Það var fínt að sitja einn að þessu til að byrja með en skipunum fjölgaði svo smám saman og það var kominn töluverður fjöldi skipa á svæðið þegar við fórum. Þarna er nánast eingöngu þorskur ef frá eru taldar ein og ein grálúða sem skila sér í trollið. Ufsi er ekki í veiðinni en hann er brellinn og skýtur upp kollinum þegar minnst varir. Gullkarfa þarf ekki að óttast þarna,“ útskýrir Friðleifur.

Skipið kom til hafnar á Suðárkróki á þriðjudag og er um er að ræða annað skipti í röð sem skipið landar þar. Skipstjórinn segir það hafa nokkra kosti. „Það er að mörgu leyti fínt að landa á Króknum. Siglingin frá miðunum er um 10 til 11 tímar. Það gerir okkur kleift að stytta túrana og landa oftar. Aflinn er svo fluttur suður til Reykjavíkur með flutningabílum og það tekur ekki nema tæpa fjóra tíma.”

Helga María AK.
Helga María AK. Ljósmynd/Eiríkur Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.10.24 462,75 kr/kg
Þorskur, slægður 6.10.24 544,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.10.24 295,76 kr/kg
Ýsa, slægð 6.10.24 199,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.10.24 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 6.10.24 174,07 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 6.10.24 193,54 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.10.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.814 kg
Karfi 133 kg
Hlýri 133 kg
Keila 102 kg
Samtals 2.182 kg
6.10.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.117 kg
Grálúða 315 kg
Keila 178 kg
Hlýri 90 kg
Karfi 54 kg
Samtals 1.754 kg
6.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 362 kg
Steinbítur 75 kg
Hlýri 26 kg
Ýsa 19 kg
Keila 19 kg
Karfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 533 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.10.24 462,75 kr/kg
Þorskur, slægður 6.10.24 544,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.10.24 295,76 kr/kg
Ýsa, slægð 6.10.24 199,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.10.24 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 6.10.24 174,07 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 6.10.24 193,54 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.10.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.814 kg
Karfi 133 kg
Hlýri 133 kg
Keila 102 kg
Samtals 2.182 kg
6.10.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.117 kg
Grálúða 315 kg
Keila 178 kg
Hlýri 90 kg
Karfi 54 kg
Samtals 1.754 kg
6.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 362 kg
Steinbítur 75 kg
Hlýri 26 kg
Ýsa 19 kg
Keila 19 kg
Karfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 533 kg

Skoða allar landanir »