Vinnslustöðin eflist við ný kaup

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Stjórn Vinnslustöðvarinnar og hluthafar í Ósi ehf. og Leo Seafood ehf. skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um kaup Vinnslustöðvarinnar á öllu hlutafé í félögunum tveimur. Ef samningar ganga eftir mun Vinnslustöðin því eignast Þórunni Sveinsdóttur VE-401 sem er núna rekin af Ós ehf. og aflaheimildirnar og fiskvinnsluna sem rekin er nú af Leo Seafood ehf.

Stóru útgerðirnar stækka

„Þetta eru rétt rúmlega 4000 þorskígildistonn,“ segir Sigurgeir Brynjar, sem alla jafna er kallaður Binni í Vinnslustöðinni, um aflaheimildir Þórunnar VE-401.

„Ég er nú þeim megin í lífinu að ég hef ekki gaman af því að sjá sjálfstæðum útgerðum fækka. En við erum ánægð með að þegar sala stendur fyrir dyrum hjá útgerðum hér þá hafa þær nánast undantekningalaust snúið sér til annarra útgerðarfélaga í Eyjum.“ Binni segir engar sérstakar breytingar fyrirhugaðar á starfseminni. „Við erum bara að gera út og vinna fisk, svo það breytist ekkert. Þórunn er glæsilegt og gott skip og þetta er góð útgerð.“

Hann segir verðið vera trúnaðarmál en ekki sé verið að hugsa um hlutabréf í Vinnslustöðinni sem greiðslu. Nú hefst vinna við uppgjör fyrirtækjanna og áætlað er að salan gangi í gegn á næsta ári.

Á starfsmannafundi í gærmorgun kom fram að útgerðarmaðurinn Sigurjón Óskarsson og fjölskylda hans, sem eiga bæði félögin, ætli að einbeita sér meira að laxeldinu og byggja það upp í Eyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.25 564,28 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.25 534,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.25 304,17 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.25 229,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.25 206,31 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.25 235,70 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 18.3.25 217,94 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 1.478 kg
Samtals 1.478 kg
18.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 4.772 kg
Samtals 4.772 kg
18.3.25 Hjördís AK 36 Handfæri
Þorskur 2.794 kg
Samtals 2.794 kg
18.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.130 kg
Þorskur 218 kg
Samtals 1.348 kg
18.3.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri
Þorskur 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.25 564,28 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.25 534,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.25 304,17 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.25 229,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.25 206,31 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.25 235,70 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 18.3.25 217,94 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.25 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 1.478 kg
Samtals 1.478 kg
18.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 4.772 kg
Samtals 4.772 kg
18.3.25 Hjördís AK 36 Handfæri
Þorskur 2.794 kg
Samtals 2.794 kg
18.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.130 kg
Þorskur 218 kg
Samtals 1.348 kg
18.3.25 Óli í Holti KÓ 10 Handfæri
Þorskur 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »