Brynjólfi VE lagt við bryggju og áhöfn sagt upp

Ákveðið hefur verið að hætta að gera út Brynjólf VE …
Ákveðið hefur verið að hætta að gera út Brynjólf VE vegna tíðra bilana og skerðingu aflaheimilda. Ljósmynd/Vinnslystöðin

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hafa ákveðið að hætta að gera út Brynjólf VE-3 og leggja skipinu. Áhöfninni var tilkynnt þetta í gær og öllum skipverjum jafnframt sagt upp störfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt hefur verið á vef útgerðarinnar. Þar segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, tíðar bilanir og kvótaskerðingu ástæðurnar fyrir ákvörðuninni, en reynt verður að finna pláss fyrir áhöfnina á öðrum skipum.

Ekki er um að ræða fyrsta skipið sem lagt er af þessum ástæðum á árinu, en Stefni ÍS var lagt í september og áhöfn sagt upp vegna skorts á aflaheimildum. Einnig er vitað til þess að Harðbak EA hafi verið lagt tímabundið, en þeirri áhöfn var útvegað önnur störf á öðrum skipum.

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

„Við höfum annars vegar lent í tíðum bilunum með Brynjólf undanfarna mánuði með tilheyrandi truflunum í útgerð og kostnaði. Það sér ekki fyrir enda á þeim vandræðum. Þess vegna getum við ekki treyst því að rekstur skipsins gangi eðlilega fyrir sig framvegis enda skipið orðið gamalt og slitið,“ útskýrir Sigurgeir.

„Hins vegar hefur svo kvótaskerðingin í karfa áhrif. Við höfum einfaldlega ekki nægar aflaheimildir í karfa fyrir þau þrjú togskip sem við gerum út. Þetta er staðan og við henni þarf að bregðast.  Við munum leitast við að útvega skipverjum á Brynjólfi pláss á öðrum skipum Vinnslustöðvarinnar eftir því sem unnt er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.864 kg
Þorskur 854 kg
Hlýri 81 kg
Ufsi 21 kg
Karfi 16 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.838 kg
9.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 366 kg
Þorskur 273 kg
Langa 207 kg
Keila 44 kg
Ýsa 42 kg
Karfi 40 kg
Samtals 972 kg
9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg

Skoða allar landanir »