Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) styður þær breytingar á veiðigjaldi sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur lagt til í frumvarpi sínu, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Þá sé mikilvægt að lög nái þeim markmiðum sem stefnt er að og endurspegli vilja löggjafans, segir hún.
Frumvarpið sem um ræður felur í sér að þak verði sett á fyrningar skipa og skipsbúnaðar sem geta komið til frádráttar við útreikning á reiknistofni veiðigjalds. Áhrif þess eru að útgerðirnar munu á næsta ári þurfa að greiða 2,5 milljarða meira í veiðigjöld en við óbreytt ástand. Þá mun megnið af umræddri upphæð lenda á uppsjávarútgerðum sem þurfa þá að greiða 2,3 milljarða í stað 700 milljóna króna.
Heiðrún Lind segir SFS taka undir þau sjónarmið sem lýst er í greinargerð frumvarpsins þar sem fram kemur að skattalegar flýtifyrningar hafa skapað meiri sveiflur í reiknistofni veiðigjalds á milli ára en upphaflega var gert ráð fyrir. Telur hún óheppilegt að miklar sveiflur í veiðigjaldi megi rekja til fyrningu fárra skipa.
Mikilvægt er að finna farsæla lausn á þessum vanda og þess vegna styður SFS þær breytingar sem lagðar eru til, segir hún.
Verði frumvarpið að lögum munu skattalegar fyrningar sem samtals eru hærri en 20% af fyrningargrunni að viðbættum 200 milljónum verða dreift yfir næstu fimm ár. Vegna þessa verða veiðigjöldhærri næstu ár en áætlað hefur verið en síðan lægri þar á eftir, að því er segir í greinargerð frumvarpsins.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.1.25 | 591,61 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.1.25 | 621,13 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.1.25 | 386,00 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.1.25 | 395,63 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.1.25 | 245,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.1.25 | 332,53 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.1.25 | 305,12 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.257 kg |
Þorskur | 770 kg |
Ufsi | 58 kg |
Langa | 32 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 2.150 kg |
8.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.466 kg |
Ýsa | 2.375 kg |
Steinbítur | 40 kg |
Keila | 30 kg |
Langa | 27 kg |
Samtals | 14.938 kg |
8.1.25 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 31.471 kg |
Ufsi | 3.900 kg |
Samtals | 35.371 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.1.25 | 591,61 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.1.25 | 621,13 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.1.25 | 386,00 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.1.25 | 395,63 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.1.25 | 245,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.1.25 | 332,53 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.1.25 | 305,12 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.257 kg |
Þorskur | 770 kg |
Ufsi | 58 kg |
Langa | 32 kg |
Steinbítur | 17 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 2.150 kg |
8.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.466 kg |
Ýsa | 2.375 kg |
Steinbítur | 40 kg |
Keila | 30 kg |
Langa | 27 kg |
Samtals | 14.938 kg |
8.1.25 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 31.471 kg |
Ufsi | 3.900 kg |
Samtals | 35.371 kg |