Rammi og Ísfélagið saman yfir hámarkskvóta í loðnu

Sameiginlega eru Rammi hf. og ÍSfélag Vestmannaeyja ehf. með kvóta …
Sameiginlega eru Rammi hf. og ÍSfélag Vestmannaeyja ehf. með kvóta umfram lögbundið hámark í loðnu. Verði sameining félaganna samþykkt þarf að losa um 0,64% hlut í loðnunni. mbl.is/Börkur Kjartansson

Verði samruni Ramma hf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf. samþykktur verður hið nýja sameinaða félag með langmestu heimildirnar í loðnu, alls 20,64%, sem er umfram lögbundið 20% hámark. Miðað við 131.826 tonna úthlutun á yfirstandandi vertíð er um að ræða veiðiheimildir fyrir 843 tonn af loðnu.

Þetta má lesa úr nýjustu samantekt Fiskistofu um samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og lögaðila.

Þar má greina að nýtt félag verður fjórða stærsta samstæðan í íslenskum sjávarútvegi með 8,14% af úthlutuðum kvóta og vel innan lögbundinnar hámarkshlutdeildar sem er 12%. Félagið verður með fjórðu mestu heimildirnar í þorski, þriðju mestu í ýsu og í ufsa. Auk þess sem það mun hafa 5,74% hlut í gullkarfa, 5,03% í djúpkarfa og 7,37% í grálúðu.

Athygli vekur að sameinað félag verður með þriðju mestu heimildirnar í síld.

Sameiginlega fara félögin einnig með mestu heimildirnar í úthafsrækju og rækju við Snæfellsnes, 14% í báðum flokkum. Þar af koma mestu heimildirnar í gegnum Ramma sem hefur um langt skeið verið stærsti aðilinn í tegundinni hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.25 568,54 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.25 605,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.25 317,73 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.25 305,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.25 239,33 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.25 259,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.25 247,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.008 kg
Ýsa 792 kg
Karfi 90 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.896 kg
26.2.25 Silfurborg SU 22 Dragnót
Skarkoli 917 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 84 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.164 kg
25.2.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 215 kg
Ýsa 213 kg
Þorskur 126 kg
Langa 49 kg
Karfi 24 kg
Keila 21 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 659 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.25 568,54 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.25 605,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.25 317,73 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.25 305,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.25 239,33 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.25 259,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 25.2.25 247,84 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.008 kg
Ýsa 792 kg
Karfi 90 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 4.896 kg
26.2.25 Silfurborg SU 22 Dragnót
Skarkoli 917 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 84 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.164 kg
25.2.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 215 kg
Ýsa 213 kg
Þorskur 126 kg
Langa 49 kg
Karfi 24 kg
Keila 21 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 659 kg

Skoða allar landanir »