Kallar pólitíska andstæðinga svikara

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Vg hafa svikið kjósendur …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Vg hafa svikið kjósendur sína og vilji gera út af við smábátasjómenn. mbl.is/Eggert

„Vg leggur smábátasjómenn á höggstokkinn!“ er fyrirsögn pistils Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins, í Morgunblaðinu í dag. Hún vandar Vinstrihreyfingunni græns framboðs (Vg) ekki kveðjurnar. „Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur.“

„Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir brothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd,“ fullyrðir Inga.

Flækir kerfið enn frekar

Sakar hún Svandísi um að hafa ekki starfað í samræmi við þá stefnu sem Vg boðaði í kosningum. „Loforð um að efla strandveiðar voru „efnd“ með því að stöðva strandveiðar upp úr miðjum júlí og í stað þess að vinda ofan af kerfinu, þá flækir hún það enn frekar!“

Inga gagnrýnir jafnframt stefnumótunarverkefnið Auðlindin okkar. „Á nýliðnu ári setti hún [Svandís] á laggirnar einn fjölmennasta stýrhóp Íslandssögunnar. Markmiðið var sagt vera að ná betri sátt um umdeilt kvótakerfi, sem hefur um áratugaskeið verið eitur í beinum stærsta hluta þjóðarinnar.“

„Það er holur hljómur í meintum sáttatillögum. Í stuttu máli fela þær ekkert annað í sér en áróður og einbeittan vilja til festa núverandi kvótakerfi enn kirfilegar í sessi. Kvótakerfi sem í rúmlega fjörutíu ára sögu sinni hefur t.d. ekki náð brotabroti af þorskafla sem að var stefnt. Áróðurinn fyrir þröngum sérhagsmunum SFS (LÍÚ) í „sáttatillögunum“ er það grímulaus að þar má finna tillögur um að leggja af strandveiðar og byggðakvóta, með því að hætta að taka 5,3% af heildaraflaheimildum til byggða- og atvinnumála,“ skrifar Inga.

Fjöldi tillagna

Í pistlinum er vísað til þeirra bráðabirgðatillagna starfshópa sem starfa undir merkjum Auðlindarinnar okkar sem birtar voru á vef Matvælaráðuneytisins á dögunum. Þar er lagt til að veiðum verði áfram stjórnað í gegnum úthlutun aflamarks eða kvóta á grundvelli ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um hámarksveiði.

Þar eru einnig lagðar til fjölda breytinga sem skoða á nánar svo sem hækkun veiðigjalds, fyrrningu og uppboð aflaheimilda, að kvótaviðskipti verði háð opinberri skráningu, eignatengsl verði kortlögð og að skerpt verði á skilgreiningu tengdra aðila.

Jafnframt hafa starfshóparnir lagt til að markmið strandveiða verði skerpt og endurskoðað, að mat verði lagt á árangur ólíkra markmiða og að árangurinn verði mældur í þeim tilgangi að tryggja að strandveiðikerfið þjóni tilgangi sínum.

Auk þess er lagt til að skoðað verði að afnema almennan byggðakvóta, línuívilnun skel- og rækjubætur og bæta þessum veiðiheimildum við þá hlutdeild sem fer í sértækan byggðakvóta og/eða strandveiðar.

Kveðst orðlaus

„Ég er gjörsamlega orðalaus á allri þessari veruleikafirringu í nafni umhverfisverndar. Það sér það hver heilvita maður að sú fyrirætlun að hleypa mun stærri og aflmeiri togurum við togveiðar en nú er leyft, nánast upp í fjöru er ekkert annað en hrein og klár atlaga að viðkvæmasta lífríkinu í kringum landið. Hvað segja umhverfissinnarnir í Vg við sjávarsíðuna þegar þeir eru nánast komnir með stærðarinnar togara með manni og mús inn á svefnherbergisgólfið til sín?“ spyr Inga.

„Þessar ömurlegu hagsmunatengdu tillögur eru í takti við fyrri verk ráðherrans. Við skulum ekki gleyma að eitt fyrsta embættisverk hennar var að skerða aflaheimildir til strandveiða. Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráðherrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins,“ skrifar Inga og vísar til þess að heimildir til Strandveiða voru í fyrstu skertar í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksveiði.

Var síðar bætt við rúmlega þúsund tonnum af aflaheimildum í þorski sem fengust á skiptamarkaði, af ónýttum heimildum frístundaveiða og línuívilnun. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks fór þá upp í rúm 5% og hefur aldrei verið ráðstafað jafn miklu hlutfallli af aflaheimildum í þorski til strandveiða fá upphafi þeirra.

„Raunveruleg sátt næst aldrei með því að troða óréttlæti Vg ofan í kokið á þjóðinni. Tryggja verður jafnræði til nýtingar á sameiginlegri auðlind. Fyrsta skrefið er augljóslega að auka frelsi strandveiða og að koma á gegnsærri verðmyndun á afla með því að verðlagning fari fram á frjálsum og opnum uppboðsmarkaði,“ segir Inga í pistlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,64 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 277,02 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 5.139 kg
Ýsa 1.527 kg
Karfi 68 kg
Hlýri 21 kg
Langa 9 kg
Samtals 6.764 kg
8.1.25 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 175 kg
Ýsa 23 kg
Steinbítur 7 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 208 kg
8.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 2.069 kg
Ýsa 1.002 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.073 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,64 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,58 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 277,02 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Oddur Á Nesi SI 176 Línutrekt
Þorskur 5.139 kg
Ýsa 1.527 kg
Karfi 68 kg
Hlýri 21 kg
Langa 9 kg
Samtals 6.764 kg
8.1.25 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 175 kg
Ýsa 23 kg
Steinbítur 7 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 208 kg
8.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 2.069 kg
Ýsa 1.002 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.073 kg

Skoða allar landanir »