„Finnum ekki annað en mjög mikla ánægju“

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson (t.v.), var meðal þeirra sem …
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson (t.v.), var meðal þeirra sem sóttu kynnignuna. Jón Kjartan Jónsson (t.h.), framkvæmdastjóri Samherja fiskeldi, segist hafa fundið fyrir mikilli eftirvæntingu eftir að stór vinnustaður rís á svæðinu. Ljósmynd/Samherji

Íbúar á Reykjanesi fjölmenntu á kynningarfund Samherja fiskeldi sem fram fór á Marriot-hótelinu í Reykjanesbæ í gærkvöldi.Tilefnið var skil á umhverfismatsskýrslu Eldisgarðs sem fyrirtækið hyggst reisa í Auðlindagarði HS Orku, en þar á að framleiða um 40 þúsund tonn af eldislaxi á ári hverju.

„Kynningin gekk mjög vel, það var mjög góð mæting og allir sem við töluðum við voru mjög ánægðir. Við finnum ekki annað en mjög mikla ánægju og mikla eftirvæntingu eftir að þarna komi stór vinnustaður með mikla starfsemi í kringum sig,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldi.

Eldisgarður Samherja fiskeldi samkvæmt frumhönnun.
Eldisgarður Samherja fiskeldi samkvæmt frumhönnun. Mynd/Samherji fiskeldi

Mikill áhugi virðist vera á verkefninu á svæðinu enda um að ræða stórfellda atvinnuuppbyggingu sem felur í sér seiðastöð, áframeldisstöð og vinnsluhúsi, ásamt stoð- og tæknibyggingum. „Það verða yfir hundrað störf á þessum vinnustað, varlega áætlað, og þetta verður risa vinnustaður á byggingartímanum. Það þarf að byggja 250 þúsund fermetra og reisa 4.000 rúmmetra af kerrjum og svo allur búnaðurinn. Ég held að fólk geti ekki ímyndað sér hversu stórt þetta verður,“ útskýrir Jón Kjartan.

Stefnt er að því að byrja að brjóta jarðveg í lok sumars eða byrjun hausts vegna fyrsta áfanga verkefnisins. Hafist verður handa við byggingu næsta áfanga 2027 og þriðja áfanga 2030.

Miklar sviptingar hafa verið í heimshagkerfinu undanfarin ár. Spurður hvort þetta hafi haft áhrif á áformin svarar Jón Kjartan að það væri mikil einföldun að segja að engar áhyggjur væru vegna þeirra úrlausnarefna sem fylgja eins umfangsmiklu verkefni. „Okkur hefur alla vega tekist að halda okkar aðfangakeðjum í gangi, en þetta er erfiðara. Hlutir eru að tefjast og hækkað í verði, þetta er meiri vinna.“

„Við erum að vinna eftir tíu til tólf ára plani og það eru alltaf breytingar á mörkuðum öll ár. Það eru auðvitað sérstakar aðstæður út af Úkraínustriðinu og við vonum auðvitað að þar verði friður, en hráefnisverðið er aðeins að koma niður í matvöru og vonandi fylgir verðið á stálinu,“ segir Jón Kjartan.

Hann kveðst líta bjartsýnum augum á framhaldið.

Mikill áhugi var á kynningu Samherja fiskeldi á uppbyggingaráformum félagsins.
Mikill áhugi var á kynningu Samherja fiskeldi á uppbyggingaráformum félagsins. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.24 368,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.24 383,44 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.24 306,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.24 156,92 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 1.7.24 301,99 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.7.24 Sif EA 76 Handfæri
Þorskur 540 kg
Samtals 540 kg
1.7.24 Ásdís EA 89 Handfæri
Þorskur 429 kg
Samtals 429 kg
1.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 179 kg
Samtals 179 kg
1.7.24 Jón Magg ÓF 47 Handfæri
Þorskur 691 kg
Ufsi 64 kg
Karfi 10 kg
Samtals 765 kg
1.7.24 Ingi Putti EA 18 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.24 368,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.24 383,44 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.24 306,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.24 156,92 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.24 199,56 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 1.7.24 301,99 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.7.24 Sif EA 76 Handfæri
Þorskur 540 kg
Samtals 540 kg
1.7.24 Ásdís EA 89 Handfæri
Þorskur 429 kg
Samtals 429 kg
1.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 179 kg
Samtals 179 kg
1.7.24 Jón Magg ÓF 47 Handfæri
Þorskur 691 kg
Ufsi 64 kg
Karfi 10 kg
Samtals 765 kg
1.7.24 Ingi Putti EA 18 Handfæri
Þorskur 803 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 812 kg

Skoða allar landanir »