Vilja geta fært 25% uppsjávarheimilda milli ára

Á makrílmiðunum í Smugunni. Uppsjávarútgerðirnar vilja heimild til að færa …
Á makrílmiðunum í Smugunni. Uppsjávarútgerðirnar vilja heimild til að færa allt að fjórðung heimilda milli fiskveiðiára. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) vilja að lög­bundið há­mark til­færslu veiðiheim­ilda í mak­ríl, kol­munna og norsk-ís­lenskri síld milli fisk­veiðiára verði 25% en ekki þau 15% sem lagt er til í frum­varpi sem Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra mælti fyr­ir á Alþingi í síðasta mánuði.

Í um­sögn við frum­varpið, sem í meg­in­at­riðum snýr að af­námi teg­unda­til­færslu deili­stofna í botn­fiski, seg­ir SFS mikla hags­muni í húfi fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og Ísland þar sem enn er ósamið um hlut­deild Íslands í þess­um stofn­um.

Útbreiðsla kolmunna, makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna, mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is

Til þessa hef­ur heim­ild­in til flutn­ings heim­ilda milli fisk­veiðiára al­mennt verið 10% og er breyt­ing­in á gild­andi lög­um í grein­ar­gerð frum­varps­ins sögð til þess fall­in að „styrkja laga­grund­völl slíkr­ar ráðstöf­un­ar en einnig að mæla fyr­ir um há­mark flutn­ings“.

SFS tel­ur ekki rétt að hafa sömu 15% viðmið fyrri deili­stofna upp­sjáv­ar­fisks eins og í til­felli botn­fisk­teg­unda þar sem eðlis­mun­ur sé á veiðunum.

„Hefðbundn­ar botn­fisk­veiðar eru stundaðar allt árið um kring meðan veiðar á upp­sjáv­ar­teg­und­um eru vertíðarbundn­ar og háðar bæði göngu­mynstri og ótal öðrum ytri þátt­um. […] Erfiðleik­ar við að ná góðum afla stafa þannig meðal ann­ars af mikl­um breyti­leika í göngu­mynstri og torfu­mynd­un, m.a. vegna breyti­leika í haf­straum­um og hitafari frá ári til árs, sem oft kall­ar á mikla og kostnaðarsama leit og get­ur haft í för með sér tak­markaðan veiðan­leika á tíma­bil­um enda þótt um mikið magn kunni engu að síðar að vera að ræða, bæði al­mennt og á Íslands­miðum.“

Hags­mun­ir Íslands und­ir

Bend­ir SFS einnig á að þess­ir þrír upp­sjáv­ar­stofn­ar sem um ræðir „hrygna í og við lög­sögu Bret­lands­eyja og meg­in­lands Evr­ópu og halda sig á þeim slóðum og í Bar­ents­hafi að mestu leyti, nema á sumr­in þegar þeir leggj­ast í fæðugöng­ur vest­ur í haf.“

Fæðugöng­ur þess­ara teg­unda eru í styttri kant­in­um þegar stofn­ar eru litl­ir en þeir leita mun lengra þegar stór­ir ár­gang­ar koma inn í stofn­inn, einnig langt inn á Íslands­mið. Hér við land étur síðan fisk­ur­inn mikið magn af átu úr ís­lenska vist­kerf­inu.

„Þessi viðvera er hluti þess sem ligg­ur til grund­vall­ar viðræðum um rétt Íslands til hlut­deild­ar. Þegar hins veg­ar upp­sjáv­ar­stofn­ar eru í niður­sveiflu þá ganga þeir aðeins skamma leið til hafs í fæðuleit og þá ekki í nein­um veru­leg­um mæli yfir á Íslands­mið. Þess í stað dregst út­breiðsla þeirra sam­an og ein­skorðast við hafsvæðin í austri,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Þá seg­ir að „krafa Íslands til rétt­mæts hluta veiða í samn­ing­um við önn­ur strand­ríki bygg­ir einkum á veiðireynslu, veiðimögu­leik­um og viðveru viðkom­andi stofns í ís­lenskri lög­sögu. Gerð hef­ur verið krafa til til­tek­ins hlut­ar í samn­ingaviðræðum strand­ríkja og þeirri kröfu hef­ur síðan verið fylgt eft­ir með ár­ang­urs­rík­um veiðum. Á þessu byggj­ast hags­mun­ir Íslands. Af þessu leiðir að mót­leik­ir annarra strand­ríkja gegn hags­mun­um Íslands fel­ast í því að halda á lofti hverj­um þeim sjón­ar­miðum, and­mæl­um og aðgerðum sem eru til þess falln­ar að hamla veiðum Íslend­inga“.

Þetta var uppi á ten­ingn­um á síðasta ári er tals­menn sumra norskra út­gerða drógu í efa rétt­mæti mar­kíl­veiða Íslend­inga á grund­velli þess hve illa gekk að ná afl­an­um og hve lítið fékkst í ís­lenskri lög­sögu. Þá biðlaði SFS til mat­vælaráðherra um að heim­ila færslu allt að 30% af heim­ild­um í mak­ríl milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.25 455,14 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.25 472,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.25 336,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.25 182,86 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.25 226,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.25 316,09 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 4.037 kg
Ufsi 43 kg
Samtals 4.080 kg
3.7.25 Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 Botnvarpa
Gulllax 151.504 kg
Ýsa 56.988 kg
Þorskur 43.835 kg
Arnarfjarðarskel 19.651 kg
Karfi 7.312 kg
Ufsi 6.928 kg
Blálanga 3.842 kg
Langa 1.448 kg
Þykkvalúra 721 kg
Steinbítur 422 kg
Samtals 292.651 kg
3.7.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 10.918 kg
Þorskur 2.873 kg
Steinbítur 1.072 kg
Skarkoli 810 kg
Hlýri 116 kg
Sandkoli 51 kg
Þykkvalúra 23 kg
Karfi 16 kg
Samtals 15.879 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.25 455,14 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.25 472,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.25 336,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.25 182,86 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.25 226,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.25 316,09 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 4.037 kg
Ufsi 43 kg
Samtals 4.080 kg
3.7.25 Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 Botnvarpa
Gulllax 151.504 kg
Ýsa 56.988 kg
Þorskur 43.835 kg
Arnarfjarðarskel 19.651 kg
Karfi 7.312 kg
Ufsi 6.928 kg
Blálanga 3.842 kg
Langa 1.448 kg
Þykkvalúra 721 kg
Steinbítur 422 kg
Samtals 292.651 kg
3.7.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 10.918 kg
Þorskur 2.873 kg
Steinbítur 1.072 kg
Skarkoli 810 kg
Hlýri 116 kg
Sandkoli 51 kg
Þykkvalúra 23 kg
Karfi 16 kg
Samtals 15.879 kg

Skoða allar landanir »