Að minnsta kosti tveir rússneskir togarar sem sitt hvort dótturfélag rússnesku útgerðarinnar Norebo gerir út stunda nú veiðar á friðuðum úthafskarfa á Reykjaneshrygg rétt utan íslensku lögsögunnar þvert á bann íslenskra yfirvalda og Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC). Um er að ræða MYS Sheltinga í eigu Sakhalin Leasing Flot JSC og Rybak sem Murmansk Trawl Fleet gerir út, að því er segir í Morgunblaðinu.
Morgunblaðið greindi frá því í gær að Norebo tekur við greiðslum fyrir sjávarfang í gegnum sölufélagið Norebo Europe ltd. inn á gjaldeyrisreikninga í Landsbankanum sem er í 98,2% eigu íslenska ríksins. Ekki er þó hægt að fullyrða að Norebo hafi tekið við greiðslum fyrir friðaðan karfa inn á íslenska bankareikninga.
Að minnsta kosti sex rússneskir togarar hafa hafið veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og er þeim kleift að stunda veiðarnar þrátt fyrir að rússneskum togurum hafi verið meinað að sækja þjónustu í íslenskum höfnum. Nýta þeir Færeyjar sem bækistöð, þar sem ekki liggja fyrir reglur þar í landi um bann við löndun, umskipun eða annarri þjónustu við skip sem stunda umræddar veiðar í samræmi við skuldbindingar færeyskra stjórnvalda.
Færeysk stjórnvöld fullyrða að engum úthafskarfa af Reykjaneshrygg hafi verið landað í Færeyjum það sem af er ári, að því er fram kemur í svari sjávarútvegs- og samgönguráðuneytis Færeyja (Fiskivinnu- og samferðslumálaráðið). Vert er þó að benda á að veiðar rússnesku togaranna hófust nýverið og héldu margir þeirra á miðin eftir viðkomu í Færeyjum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.11.24 | 588,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.11.24 | 618,69 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.11.24 | 446,60 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.11.24 | 368,62 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.11.24 | 206,19 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.11.24 | 343,79 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.11.24 | 379,77 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
20.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 211 kg |
Ýsa | 92 kg |
Steinbítur | 33 kg |
Skarkoli | 10 kg |
Samtals | 346 kg |
20.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 14.346 kg |
Samtals | 14.346 kg |
20.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 98 kg |
Samtals | 827 kg |
20.11.24 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 20.775 kg |
Ýsa | 6.252 kg |
Ufsi | 734 kg |
Karfi | 204 kg |
Hlýri | 95 kg |
Steinbítur | 42 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 28.116 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.11.24 | 588,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.11.24 | 618,69 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.11.24 | 446,60 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.11.24 | 368,62 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.11.24 | 206,19 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.11.24 | 343,79 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.11.24 | 379,77 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
20.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 211 kg |
Ýsa | 92 kg |
Steinbítur | 33 kg |
Skarkoli | 10 kg |
Samtals | 346 kg |
20.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 14.346 kg |
Samtals | 14.346 kg |
20.11.24 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 98 kg |
Samtals | 827 kg |
20.11.24 Skinney SF 20 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 20.775 kg |
Ýsa | 6.252 kg |
Ufsi | 734 kg |
Karfi | 204 kg |
Hlýri | 95 kg |
Steinbítur | 42 kg |
Langa | 11 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 28.116 kg |