Magnús Geir Kjartansson
„Þetta eru algjörlega óeðlileg vinnubrögð. Það getur ekki gengið upp að eitt framkvæmdarvald geti samið um peningagreiðslur til annars framkvæmdarvalds um að rannsaka fyrirtæki og borgara í landinu,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., í samtali við blaðamann mbl.is.
Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur ákveðið beita Brim hf. dagsektum að upphæð 3.500.000 kr. á dag, af þeirri ástæðu að fyrirtækið hafi ekki enn veitt upplýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfirstandandi athugun SKE á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Verður Brim sektað þar til upplýsingabeiðni SKE frá 5. apríl á þessu ári verður svarað.
Guðmundur telur samkeppniseftirlitið hafa beitt Brim ranglæti en tilkynningin um dagsektirnar barst Brim í dag.
„Brim unir ekki þessari ákvörðun og mun kæra til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Auk þess mun félagið bera fram kvörtun við Umboðsmann Alþingis þar sem félagið telur sig beitt rangsleitni af hálfu Samkeppniseftirlitsins,“ segir Guðmundur.
Guðmundur telur að ýmis atriði í samningi SKE og matvælaráðuneytisins, um athugunina, skerði sjálfstæði eftirlitsins.
„Framkvæmdarvaldið getur ekki bara gert það sem því sýnist. Brim telur það ekki ásættanlegt að matvælaráðherra sem er í pólitískri stefnumótun geri samning við stjórnvald sem býr yfir mjög umfangsmiklum rannsóknar- og sektarheimildum um gerð skýrslu til að þjóna sínum pólitísku sjónarmiðum.
Brim fékk fyrr í dag afrit af samningi Samkeppniseftirlitsins og ráðherra þar sem fram kemur að matvælaráðherra hefur heimild til að stöðva greiðslur til eftirlitsins, ef hann er ekki ánægður með skýrsluna. Af því leiðir að Samkeppniseftirlitið er því ekki sjálfstætt í þessu verkefni,“ segir Guðmundur.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.1.25 | 590,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.1.25 | 600,39 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.1.25 | 342,37 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.1.25 | 321,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.1.25 | 266,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.1.25 | 284,27 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.1.25 | 274,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 3.536 kg |
Ýsa | 2.142 kg |
Skrápflúra | 523 kg |
Langlúra | 59 kg |
Skarkoli | 44 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 6.310 kg |
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.173 kg |
Ýsa | 291 kg |
Samtals | 2.464 kg |
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.470 kg |
Ýsa | 311 kg |
Steinbítur | 200 kg |
Karfi | 46 kg |
Sandkoli | 7 kg |
Samtals | 5.034 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.1.25 | 590,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.1.25 | 600,39 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.1.25 | 342,37 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.1.25 | 321,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.1.25 | 266,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.1.25 | 284,27 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.1.25 | 274,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 3.536 kg |
Ýsa | 2.142 kg |
Skrápflúra | 523 kg |
Langlúra | 59 kg |
Skarkoli | 44 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 6.310 kg |
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.173 kg |
Ýsa | 291 kg |
Samtals | 2.464 kg |
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.470 kg |
Ýsa | 311 kg |
Steinbítur | 200 kg |
Karfi | 46 kg |
Sandkoli | 7 kg |
Samtals | 5.034 kg |