Gert er ráð fyrir því að sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. muni skila inn kæru til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála innan tveggja vikna vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um að gera félaginu að greiða sektir að fjárhæð 3,5 milljónum á dag. Ástæð dagsektanna er sú að félagið hefur ekki skilað inn öllum þeim gögnum sem eftirlitið krafðist vegna athugunar stofnunarinnar á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi.
Með kærunni frestast réttaráhrif sektargerðarinnar að sögn Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, sem segir ennfrmur að félagið muni jafnframt kvarta á nýjan leik til Umboðsmanns Alþingis.
„Umboðsmaður var áður búinn að segja okkur að hann gæti ekki tekið á þessu máli af því að stjórn Samkeppniseftirlitsins var ekki áður búin að samþykkja vegferð eftirlitsins í málinu. Síðan barst svar frá stjórninni sem forstjórinn skrifar reyndar sjálfur - sem er mjög fróðleg málsmeðferð. Þannig að nú fer málið aftur til Umboðsmanns,“ sagði Guðmundur.
Falli úrskurður áfrýjunarnefndarinnar Brimi í óhag segir Guðmundur að skoðað verði hvort gögnunum verði skilað eða hvort málinu verði vísað til dómstóla. Stjórn Brims taki ákvörðun um það. „Það var einhugur í stjórn Brims um að skila ekki inn gögnunum, enda er hér um mjög óeðlileg vinnubrögð að ræða. Það sást vel þegar við fengum loksins eftir marga mánuði afrit af samningi Samkeppniseftirlitsins og matvælaráðuneytisins um þessa athugun, þá blasti við að ráðuneytið stjórnar algerlega ferðinni í þessu máli,“ segir Guðmundur Kristjánsson.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.1.25 | 590,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.1.25 | 600,39 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.1.25 | 342,37 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.1.25 | 321,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.1.25 | 266,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.1.25 | 284,27 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.1.25 | 274,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 3.536 kg |
Ýsa | 2.142 kg |
Skrápflúra | 523 kg |
Langlúra | 59 kg |
Skarkoli | 44 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 6.310 kg |
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.173 kg |
Ýsa | 291 kg |
Samtals | 2.464 kg |
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.470 kg |
Ýsa | 311 kg |
Steinbítur | 200 kg |
Karfi | 46 kg |
Sandkoli | 7 kg |
Samtals | 5.034 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.1.25 | 590,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.1.25 | 600,39 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.1.25 | 342,37 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.1.25 | 321,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.1.25 | 266,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.1.25 | 284,27 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.1.25 | 274,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 3.536 kg |
Ýsa | 2.142 kg |
Skrápflúra | 523 kg |
Langlúra | 59 kg |
Skarkoli | 44 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 6.310 kg |
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.173 kg |
Ýsa | 291 kg |
Samtals | 2.464 kg |
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.470 kg |
Ýsa | 311 kg |
Steinbítur | 200 kg |
Karfi | 46 kg |
Sandkoli | 7 kg |
Samtals | 5.034 kg |