Vafi um að samningurinn standist lögmætisregluna

Grímur Sigurðsson bendir á að allt sem stjórnvöld gera verði …
Grímur Sigurðsson bendir á að allt sem stjórnvöld gera verði að vera í samræmi við lög og eiga sér stoð í lögum. Á tvennt beri að líta í því samhengi. mbl.is/Eggert

„Niðurstaða okkar var sú að það sé vafamál hvort þessi samningur Samkeppniseftirlitsins og matvælaráðuneytisins og þar með beiðnin um gögn frá Brimi standist lögmætisregluna sem allar athafnir stjórnvalda verða að uppfylla,“ segir Grímur Sigurðsson lögmaður hjá Landslögum í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður álits á lögmæti samningsins sem er grundvöllur deilu Brims hf. og Samkeppniseftirlitsins sem beitt hefur Brim dagsektum þar sem félagið hefur ekki afhent eftirlitinu öll þau gögn sem krafist er.

Grímur tekur fram að hann hafi unnið álitsgerð fyrir Útgerðarfélag Reykjavíkur um lögmæti samsvarandi beiðni sem barst frá eftirlitinu vegna athugunar þess á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi en Útgerðarfélag Reykjavíkur er hlutahafi í Brimi hf.

Kortlagning eignatengsla

Grímur bendir á að allt sem stjórnvöld gera verði að vera í samræmi við lög og eiga sér stoð í lögum. Á tvennt beri að líta í því samhengi.

Annars vegar sé það efnislega heimildin fyrir því sem eftirlitið sé að fjalla um, þ.e. að skrifa skýrslu og biðja um gögn vegna málefnis sem á undir matvælaráðuneytið.

„Af samningnum má ráða að a.m.k. hluti verkefnisins sé undirbúningur kortlagningar eignatengsla í sjávarútvegi með það að markmiði að undirbyggja einhvers konar löggjöf um málefnið. Síðustu ár hefur vinnuhópur á vegum ráðuneytisins haft þetta verkefni. Því virðist vera lokið og þá er tekið þetta skref.

Ég velti fyrir mér hvort vinnuhópurinn hafi ekki verið með nægjanlegar heimildir og gögn til þess að ljúka sinni vinnu og hvort það sé ástæðan fyrir því að þessi samningur var gerður. Það er ekki vitað en vitað er að það er hlutverk ráðuneytisins að hafa eftirlit með sjávarútvegi og mögulega að koma fram með lagafrumvörp sem nú er búið að fela Samkeppniseftirlitinu að einhverju leyti. Það vekur upp spurningar um hvort lögmætisreglan sé uppfyllt,“ segir Grímur.

Sektarheimild málum blandin

Hins vegar nefnir Grímur fjármögnun verkefnisins, en ljóst sé að hún og rekstur stjórnvalda verði að vera í samræmi við lög.

„Samkeppniseftirlitið er á fjárlögum og er heimilt að innheimta samrunagjöld en þegar því sleppir eru engar heimildir í lögum fyrir eftirlitið til að afla sér tekna, þ.á.m. svona sértekna. Það er verulega vafasamt að heimilt sé að gera einkaréttarlegan samning eins og þennan, þar sem ráðuneytið ákveður að greiða Samkeppniseftirlitinu fyrir einhvers konar rannsókn.

Síðan virðist vera gerð krafa um árangur og ef sá árangur sé ráðuneytinu ekki að skapi verði greiðslur til eftirlitsins stöðvaðar. Þetta er ekki til þess fallið að minnka áhyggjur yfir því að þetta standist mögulega ekki lögmætisregluna. Ég tel verulegan vafa á því að skilyrði hennar séu uppfyllt,“ segir Grímur.

Meira í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.173 kg
Ýsa 291 kg
Samtals 2.464 kg
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.470 kg
Ýsa 311 kg
Steinbítur 200 kg
Karfi 46 kg
Sandkoli 7 kg
Samtals 5.034 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.1.25 590,88 kr/kg
Þorskur, slægður 8.1.25 600,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.1.25 342,37 kr/kg
Ýsa, slægð 8.1.25 321,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.1.25 266,22 kr/kg
Ufsi, slægður 8.1.25 284,27 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 8.1.25 274,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.536 kg
Ýsa 2.142 kg
Skrápflúra 523 kg
Langlúra 59 kg
Skarkoli 44 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi 1 kg
Samtals 6.310 kg
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína
Þorskur 2.173 kg
Ýsa 291 kg
Samtals 2.464 kg
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.470 kg
Ýsa 311 kg
Steinbítur 200 kg
Karfi 46 kg
Sandkoli 7 kg
Samtals 5.034 kg

Skoða allar landanir »