„Maður notar þetta til að herða krakkana“

Ásmundur Sigurjón Guðmundsson besta við að róa frá Stykkishólmi vera …
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson besta við að róa frá Stykkishólmi vera veðurfarið. Ljósmynd/Aðsend

„Það var ótíð þegar ég lagði 1. júlí og skíta­veður framanaf en það hef­ur verið þokka­leg­asta veiði,“ seg­ir Ásmund­ur Sig­ur­jón Guðmunds­son í sam­tali við 200 mil­ur. Hann ger­ir út Hönnu SH-28 frá Stykk­is­hólmi sem er einn fárra báta sem enn eru á grá­sleppu­veiðum, en Hanna er jafn­framt afla­mesti grá­sleppu­bát­ur­inn það sem af er júlí og kom­inn með 20,2 tonn.

Fæst þokka­legt verð fyr­ir afurðina? „Nei, um 200 krón­ur. Þetta er bara fjöl­skyldu­sport, maður not­ar þetta til að herða krakk­ana,“ seg­ir Ásmund­ur og skell­ir upp úr. „Maður hef­ur aðgang að ódýru vinnu­afli, þess vegna get­ur maður verið í þessu.“

Viktor Brimir og Adda Sigríður Ásmundsbörn þekjja handtökin.
Vikt­or Brim­ir og Adda Sig­ríður Ásmunds­börn þekjja hand­tök­in. Ljós­mynd/​Aðsend

„Elsti strák­ur­inn er bú­inn að vera með mér frá því hann var fimmtán ára og er núna 21. Svo ríf­ast hin um að fá að vera með. Ég á fjög­ur börn og þau dreyma öll um að verða grá­sleppu­sjó­menn, það er göfu­legt mark­mið,“ seg­ir Ásmund­ur og hlær.

Hann seg­ir grá­sleppu­veiðar geta verið mjög skemmti­leg­ar ekki síst þegar viðrar vel, en veður var með ágæt­um und­an­farna viku. „Maður rær alltaf ef það er þokka­legt veður. Það er feg­urðin við að róa héðan, það er alltaf gott veður – nema í norðaustanátt.“

Gagn­rýn­ir skipu­lag veiðanna

Veiðitíma­bil árs­ins hef­ur verið fram­lengt nokk­ur skipti og er nú gert ráð fyr­ir að veiðitíma­bil­inu ljúki 12. ág­úst, en sam­kvæmt breyt­ingu á reglu­gerð um hrogn­kelsa­veiðar sem birt var í stjórn­artíðind­um 14. júlí síðastliðinn verður heim­ilt að stunda grá­sleppu­veiðar til 31. ág­úst í Breiðafirði.

Ásmund­ur seg­ir það fara al­farið eft­ir hvernig veiðin gangi hversu lengi hann haldi áfram. „Ég held það fari að draga úr, en maður veit aldrei.“

Hann kveðst hafa margra ára reynslu á grá­slepp­unni að baki, en að hann hafi ekki verið tvö síðustu ár vegna þess hve mik­il óvissa hef­ur verið í skipu­lagi veiðanna. „Þetta er búið að vera út og suður ein­hvern­veg­inn, bara búið að vera rugl. Ég fór síðast þegar flautað var af á miðri vertíð og við feng­um fimmtán daga. Þetta er mik­il fyr­ir­höfn [að und­ir­búa veiðar] fyr­ir fimmtán daga.“

Guðmundur Arnar lætur sig ekki vanta um borð í Hönnu …
Guðmund­ur Arn­ar læt­ur sig ekki vanta um borð í Hönnu á grá­sleppu­veiðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Bara heppni að þakka

Sem fyrr seg­ir er bát­ur Ásmund­ar afla­hæsti grá­sleppu­bát­ur­inn það sem af er júlí með rúm 20 tonn. Alls eru tíu bát­ar með yfir 10 tonn í júlí en Hanna SH er sá eini sem náð hef­ur yfir 20 tonn­um, á eft­ir fylg­ir Andri SH-450 með 18,2 tonn.

Spurður hvernig það sé að vera afla­hæst­ur seg­ist Ásmund­ur ekki fylgj­ast með því, en seg­ir svo „þetta er bara heppni.“

Grá­sleppu­bát­ar hafa landað rúm­um 200 tonn­um það sem af er júlí  og er eft­ir heim­ild til veiða á um 600 tonn­um til viðbót­ar. Ekki er talið lik­legt að tak­ist að ná þeim afla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.25 574,48 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.25 644,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.25 310,43 kr/kg
Ýsa, slægð 23.2.25 340,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.2.25 270,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.2.25 237,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 23.2.25 301,94 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.25 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.783 kg
Samtals 1.783 kg
24.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf A 1.412 kg
Samtals 1.412 kg
24.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.170 kg
Ýsa 30 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.226 kg
24.2.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 907 kg
Ufsi 9 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 923 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.2.25 574,48 kr/kg
Þorskur, slægður 24.2.25 644,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.2.25 310,43 kr/kg
Ýsa, slægð 23.2.25 340,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.2.25 270,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.2.25 237,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.2.25 170,00 kr/kg
Gullkarfi 23.2.25 301,94 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.2.25 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.783 kg
Samtals 1.783 kg
24.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf A 1.412 kg
Samtals 1.412 kg
24.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.170 kg
Ýsa 30 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.226 kg
24.2.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 907 kg
Ufsi 9 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 923 kg

Skoða allar landanir »