Brim hefur ákveðið að loka fiskvinnslu dótturfélagsins Kambs ehf. í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október og hefur flestum af 31 starfsmanni verið sagt upp. Ákvörðunin er sögð vegna mikils samdráttar í útgefnum veiðiheimildum botnfisks og er lagt upp með að færa vinnsluna í botnfiskvinnslu Brims í Norðurgarði í Reykjavík.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Brims.
Þar segir að samráð hafi verið haft við fulltrúa stéttarfélaga starfsmanna í aðdraganda ákvarðarinnar og að leitast verði við að finna starfsmönnum sambærileg störf í fiskvinnslu Brims í Norðurgarði í Reykjavík eða önnur störf innan samstæðu Brims á næstu vikum. Auk þess verði þeim veitt ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit.
Brim keypti fiskvinnsluna Kamb ehf. og útgerðina Grábrók ehf. á þrjá milljarða árið 2019.
„Umtalsverðar sviptingar hafa verið í sjávarútvegi og á alþjóðamörkuðum frá því Brim festi kaup á Fiskvinnslunni Kambi í október 2019. Heildar aflaheimildir í þorski á Íslandsmiðum hafa verið skertar um 23,5%, samkeppnisstaða við erlendar fiskvinnslur um kaup á hráefni/fiski til vinnslu á innlendum fiskmörkuðum hefur verið erfið, verðið hefur verið hátt og afkoman af vinnslu á því hráefni því engin auk þessa hafa orðið miklar kostnaðarhækkanir, bæði innanlands og erlendis, sem hafa haft áhrif á reksturinn,“ segir í tilkynningunni.
Kveðst fyrirtækið vera að „bregðast við breyttum rekstraraðstæðum, styrkja botnfiskvinnslu Brims og þannig styðja við rekstur félagsins til lengri tíma.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.1.25 | 590,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.1.25 | 600,39 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.1.25 | 342,37 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.1.25 | 321,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.1.25 | 266,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.1.25 | 284,27 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.1.25 | 274,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 3.536 kg |
Ýsa | 2.142 kg |
Skrápflúra | 523 kg |
Langlúra | 59 kg |
Skarkoli | 44 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 6.310 kg |
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.173 kg |
Ýsa | 291 kg |
Samtals | 2.464 kg |
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.470 kg |
Ýsa | 311 kg |
Steinbítur | 200 kg |
Karfi | 46 kg |
Sandkoli | 7 kg |
Samtals | 5.034 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.1.25 | 590,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.1.25 | 600,39 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.1.25 | 342,37 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.1.25 | 321,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.1.25 | 266,22 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.1.25 | 284,27 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.1.25 | 274,84 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 3.536 kg |
Ýsa | 2.142 kg |
Skrápflúra | 523 kg |
Langlúra | 59 kg |
Skarkoli | 44 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 6.310 kg |
8.1.25 Sæfugl ST 81 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.173 kg |
Ýsa | 291 kg |
Samtals | 2.464 kg |
8.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.470 kg |
Ýsa | 311 kg |
Steinbítur | 200 kg |
Karfi | 46 kg |
Sandkoli | 7 kg |
Samtals | 5.034 kg |