Hugmyndin kviknaði eftir bróðurmissi

Peningar skipta minnstu. Það að Björgvinsbeltið hefur sannað gildi sitt …
Peningar skipta minnstu. Það að Björgvinsbeltið hefur sannað gildi sitt og bjargað mannslífum skiptir mig mestu máli, segir Björgvin Sigurjónsson (Kúti). Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Björgvin Sigurjónsson, oft kallaður Kúti, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann og bróðir hans sóttu ungir sjóinn á trillu með pabba sínum sem var trillukarl í aukavinnu. Bræðurnir voru síðar á síðutogurum frá Akureyri. Björgvin fluttist ungur til Vestmannaeyja, eignaðist fjölskyldu og stundaði sjóinn og vann við múrverk jöfnum höndum. Bróðir hans lést eftir slys á sjó og varð það kveikjan að einu merkasta björgunartæki seinni ára, Björgvinsbeltinu. Það gekk ekki þrautalaust að fá það viðurkennt en með hjálp góðra manna tókst það. Björgvinsbeltið hefur sannað gildi sitt og er um borð í skipum, við hafnir og vatnsföll víða um land.

„Kristján var mikill sundmaður og þeir sáu hvar hann reyndi að synda að bátnum en hann var allur þegar hann náðist um borð. Það var farið með hann í land og þá kom í ljós að allur hnakkinn var opinn. Mamma sagði að við bræðurnir fengjum ekki að sjá hann. En hann synti alveg fram á síðustu stundu. Kristján var jarðaður á Siglufirði,“ segir Björgvin í viðtali í síðsta blaði 200 mílna.

„Við bræðurnir, ég og Friðrik, vorum á síðutogaranum Svalbaki EA 4 þegar þetta gerðist. Vorum að vinna úti á dekki og það var skítkalt í pontinu. Þá fengum fréttir af því að bróðir okkar hefði drukknað. Það var rosalegt. Við fengum að gráta í einhverjar mínútur uppi í brú. Svo út aftur og við héldum áfram að henda fiskinum niður í lest. Það var ekki við skipstjórann að sakast. Við vildum þetta sjálfir. Það var farið með okkur til Akureyrar en ekki strax. Þetta slys breytti öllu hjá okkur bræðrunum og tveimur árum seinna fór ég að pæla fyrir alvöru í björgunartæki til viðbótar öðrum. Var það ekki helvítis hringurinn? Kristján tolldi ekki í honum og það gerir enginn nema óslasaður.“

Einfaldar skýringamyndir Jóa Listó sem sýna notkun Björgvinsbeltisins.
Einfaldar skýringamyndir Jóa Listó sem sýna notkun Björgvinsbeltisins. Teikning/Jói Listó

Draumur verður að veruleika

Björgvin hefst handa eftir hann kemur til Eyja og þreifar sig áfram. Byrjaði á að fá öryggisbelti úr bíl hjá Darra í Bragganum. „Ég tók belti úr tveimur bíldruslum og setti saman. Næst var að finna flot. Það fyrsta var ekki nógu gott en Sigmund sagði mér að ég ætti að halda áfram. Næst var að fá stykki til að herða að eftir að maður er kominn í beltið. Sylgjuna fékk ég á netaverkstæðinu hjá Grími Þórðar og Gauja Manga. Hún er eins og átta í laginu.“

„Grunnurinn í beltinu eru tveir borðar sem fara saman í annað augað og fram í hring sem húkkað er í. Hitt augað er fyrir krókinn í axlaböndunum þannig að beltið fer aldrei niður af manni í sjónum. Hann getur auðveldlega synt og tekið annan mann með sér í beltið. Ég hugsaði beltið þannig að því yrði hent til manns í sjónum og það hertist að honum um leið og byrjað var að toga í beltið. Tryggt yrði að maður rynni aldrei úr beltinu,“ segir Björgvin. Þar með var draumur hans um Björgvinsbeltið orðinn að veruleika.

Ítarlega var rætt við Björgvin í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »