17 þúsund tonn af makríl í síðustu viku

Beitir landaði mestum makrílafla í síðustu viku. Veiðin tók við …
Beitir landaði mestum makrílafla í síðustu viku. Veiðin tók við sér um helgina og er fjöldi skipa á veiðum norðarlega í Smugunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Makrílveriðin tók við sér í síðustu viku eftir heldur dræma veiði í byrjun mánaðarins. Tókst íslensku uppsjávarskipunum að landa rétt rúmlega 17 þúsund tonnum af makríl mánudag 7. ágúst til sunnudags 13. ágúst, samkvæmt skráningu Fiskistofu.

Mest landaði Beitir NK og kom skipið með 2.011 tonn í síðustu viku. Á eftir fylgir Margrét EA með 1.739 tonn, svo Víkingur AK með 1.680 tonn og síðan Vilhelm Þorsteinsson EA með 1.606 tonn. Fimmta mesta makrílafla landaði Barði NK sem kom með 1.447 tonn af makríl til hafnar í síðustu viku.

Það var sérlega góð veiði síðastliðna helgi og  segir Grétar Örn Sigfinnsson, rekstrarstjóri útgerðar Síldarvinnslunnar, í færslu á vef útgerðarinnar að gera hafi þurft ýmsar ráðstafanir vegna veiðiskotsins. Börkur NK hafi siglt til Færeyja og kom skipið til Þórshafnar í morgun með 2.100 tonn á meðan Beitir NK kom til Neskaupstaðar í nótt með 1.500 tonn.

Vilhelm Þorsteinsson EA landaði 1.606 tonnum af makríl í síðustu …
Vilhelm Þorsteinsson EA landaði 1.606 tonnum af makríl í síðustu viku og Börkur NK mætti til Færeyja í dag með 2.100 tonn. Börkur Kjartansson

Elta makrílinn norður

Hákon EA var fyrsta skipið til að landa makrílafla í þessari viku og kom skiptið til Neskaupstaðar á mánudag með 1.155 tonn.

Þá er Hoffell SU nú á leið til Fáskrúðsfjarðar með 1.300 tonn af makríl, en um 680 mílur eru af miðunum til hafnar og er gert ráð fyrir að skipið komi snemma á morgun. Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar að veiðin hafi gengið vel og að aðeins hafi tekið þrjá sólarhringa að ná aflanum.

Hoffell er á landleið með 1.300 tonn.
Hoffell er á landleið með 1.300 tonn. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Skipin færðu sig úr íslenskri lögsögu í Smuguna í leit að makríl í byrjun mánaðarins en hafa elt makrílinn lengst norður í Smuguna.

„Það hefur verið rosaleg ferð á fiskinum. Hann var á norðurleið þegar við vorum úti en nú skilst mér að hann stefni í austur í átt að norsku línunni. Veiðin hefur verið misjöfn, stundum þarf að leita að fiskinum og stundum er mok. Þegar við vorum að klára á miðunum hófst alger mokveiði,“ er haft eftir Þorkel Pétursson, skipstjóra á Barða NK, á vef Síldarvinnslunnar.

„Börkur fékk til dæmis 550 tonna hol og Beitir fékk hvorki meira né minna en 1.000 tonna hol. Þá hlýtur að hafa verið býsna þungt trollið hjá þeim Beitismönnum en þeir hafa örugglega reddað því ágætlega. Mér skilst að megnið af aflanum í þessu stóra holi hjá Beiti hafi komið á tveimur tímum eða svo. Veður í þessum túr hjá okkur var gott í restina en framan af var helvítis kaldi. Við klárum að landa seinni partinn í dag og þá verður haldið út á ný. Annars er kvótinn farinn að minnka og það gengur fljótt á hann þegar veiðin er eins og hún hefur verið síðustu daga,“ segir Þorkell.

Samkvæmt tölum Fiskistofu hafa íslensku uppsjávarskipin landað tæplega 91 þúsund tonni af makríl en heimildir eru fyrir 144 þúsund tonnum og eru því tæp 39% af heimildunum eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 581,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,07 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 258,54 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 228,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg
9.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 6.527 kg
Ýsa 183 kg
Steinbítur 117 kg
Samtals 6.827 kg
9.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 9.213 kg
Ýsa 984 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 10.278 kg
9.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.919 kg
Ýsa 1.746 kg
Keila 102 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 10.805 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 582,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 581,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,07 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 258,54 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 228,91 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.806 kg
Ýsa 3.266 kg
Langa 918 kg
Samtals 8.990 kg
9.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 6.527 kg
Ýsa 183 kg
Steinbítur 117 kg
Samtals 6.827 kg
9.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 9.213 kg
Ýsa 984 kg
Steinbítur 81 kg
Samtals 10.278 kg
9.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.919 kg
Ýsa 1.746 kg
Keila 102 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 10.805 kg

Skoða allar landanir »