Mun ekki víkja frá ráðgjöf vísindamanna

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ráðgjöf fiskisfræðinga besta leiðsögnin um högun …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ráðgjöf fiskisfræðinga besta leiðsögnin um högun veiða. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra heit­ir því að víkja ekki frá ráðgjöf vís­inda­manna um há­marks­afla þrátt fyr­ir at­huga­semd­ir hags­munaaðila. Þetta skrif­ar hún pistli sem birt­ur var í Morg­un­blaðinu um helg­ina.

Þar seg­ir hún að í „sam­töl­um við hags­munaaðila kem­ur stund­um fram gagn­rýni á ráðgjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar og það sjón­ar­mið að rétt sé að meta það í hvert sinn hvort ráðgjöf sé fylgt að fullu.“

Bend­ir Svandís á að fiski­fræðing­ar byggi ráðgjöf sína á þeim mæl­ing­um og rann­sókn­um sem gerðar eru á ári hverju sem og fyrri þekk­ingu sem skap­ast hef­ur á grund­velli vís­inda­legra mæl­inga og rann­sókna. Í ljósi þessa sé ráðgjöf þeirra um há­marks­afla nytja­stofna ís­lensks sjáv­ar­utvegs besta leiðsögn­in um hög­un veiða.

Á ári hverju heyr­ist nokk­ur gagn­rýni á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og var í ár tölu­verð von­brigði að ráðlagður há­marks­afli í þorski hafi ekki verið auk­inn meira en 1% í ljósi þess hve sjó­menn upp­lifa mikið um þorsk á miðunum. Á síðasta ári var mik­il óánægja með sam­drátt í gull­karfa.

Efl­ing rann­sókna

„Í hvert sinn sem ráðgjöf er sett fram eru þrír mögu­leik­ar. Ráðgjöf­in get­ur verið rétt, hún get­ur van­metið stofn eða of­metið hann. Ef fiski­fræðing­ar van­meta stofn þýðir það meiri afla í framtíðinni. Of­meti þeir stofn­ana þýðir það að áfallið verður minna í framtíðinni ef eng­ar höml­ur hefðu verið. Aug­ljóst er að betra er að van­meta stofn held­ur en of­meta, það er ástæðan fyr­ir því að varúðarnálg­un við stjórn­un fisk­veiða er skyn­sam­leg nálg­un. Þannig hníga öll skyn­sem­is­rök að því að fara ætíð eft­ir ráðgjöf­inni. Það hef­ur gef­ist ágæt­lega hingað til og er ástæða þess að ég mun fara að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hér eft­ir sem hingað til,“ skrif­ar Svandís.

„Þrátt fyr­ir að skárra sé að van­meta stofna en of­meta þá er auðvitað best að stofn­matið sé rétt. Með því að efla haf­rann­sókn­ir auk­um við lík­urn­ar á að það ger­ist. Með því að bæta líkön og draga úr óvissu verður ráðgjöf­in betri eins og gerst hef­ur síðustu ára­tug­ina. Það er því gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og al­menn­ing að okk­ur tak­ist að efla haf­rann­sókn­ir og því legg ég á það áherslu,“ seg­ir að lok­um.

Pist­ill­inn má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Keila 552 kg
Þorskur 360 kg
Hlýri 64 kg
Steinbítur 30 kg
Karfi 28 kg
Ýsa 2 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 1.037 kg
22.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 38.396 kg
Samtals 38.396 kg
22.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.446 kg
Ufsi 661 kg
Samtals 2.107 kg
22.3.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 22.678 kg
Steinbítur 11.230 kg
Karfi 4.192 kg
Langa 1.818 kg
Skarkoli 1.758 kg
Þykkvalúra 1.079 kg
Samtals 42.755 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.25 475,79 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.25 504,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.25 242,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.25 227,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.25 34,80 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.25 201,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.25 224,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Keila 552 kg
Þorskur 360 kg
Hlýri 64 kg
Steinbítur 30 kg
Karfi 28 kg
Ýsa 2 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 1.037 kg
22.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 38.396 kg
Samtals 38.396 kg
22.3.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.446 kg
Ufsi 661 kg
Samtals 2.107 kg
22.3.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 22.678 kg
Steinbítur 11.230 kg
Karfi 4.192 kg
Langa 1.818 kg
Skarkoli 1.758 kg
Þykkvalúra 1.079 kg
Samtals 42.755 kg

Skoða allar landanir »