Boðar hærri veiðigjöld og uppboð heimilda

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti um hækkun veiðigjalda í dag.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti um hækkun veiðigjalda í dag. Skjáskot/Stjórnarráðið

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun leggja til við Alþingi að veiðigjöld sem lögð er á sjávarútveginn verði hækkuð. Tilkynnti hún þetta í ræðu sinni vegna kynningar á tillögum starfshópa stefnumótunarverkefnisins Auðlindin okkar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem fram fór í dag á Hilton Reykjavík Nordica.

Benti Svandís meðal annars á vantraust almennings til sjávarútvegsins og að ósk væri um „sanngjarnari“ skiptingu tekna af nýtingu sjávarauðlindarinnar. Kvaðst hún vilja að „almenningur fái sýnilegri hlutdeild í afkomu við nýtingu sjávarauðlindarinnar.“ Útfærslan hafi þó ekki verið frá gengin.

Þá tilkynnti matvælaráðherra að stefnt verði að því að gera tilraun með uppboð veiðiheimilda í samræmi við tillögur starfshópa verkefnisins þess efnis. Sagði Svandís mikilvægt að stíga þetta skref í þeim tilgangi að varpa betur ljós á hvernig verð myndast í sjávarútvegi.

Aflaheimildirnar sem boðnar verða upp til leigu í tíu ár verða fengnar af þeirri hlutdeild sem fellur í hlut ríkisins á hverju ári (5,3%) sem nú er skilgreint í lögum sem atvinnu- og byggðakvóti. Þá mun – verði af umræddri tilraun – fjármunum sem aflast með þessari leið veitt byggðarlögum sem hafa til þessa fengið almennan byggðakvóta til ráðstöfunar.

Fyrirhugað er að gera tilraun með uppboð veiðiheimilda.
Fyrirhugað er að gera tilraun með uppboð veiðiheimilda. mbl.is/Alfons

Stokka upp byggðakvótakerfinu

Tillögurnar sem starfshóparnir leggja til í endanlegri skýrslu sinni sem kynnt var í dag eru 30 talsins og eru því helmingi færri en þær 60 sem kynntar voru sem bráðabirgðatillögur í vor, en margar þeirra rúmast innan þeirra tillagna sem nú hafa verið kynntar.

Í samræmi við tillögurnar kvaðst Svandís ætla að leggja til að atvinnu- og byggðakvótakerfið verði stokkað upp og að almennur byggðakvóti, línuívilnun sem og skel- og rækjubætur verði lagðar af. „Aðstæður og áskoranir hafa breyst […] og þessi úrræði þjóna ekki lengur nógu vel þeim tilgangi sem þeim var ætlað. Þeim heimildum sem nú er ráðstafað í þau kerfi verða leigðar út eða ráðstafað með öðrum hætti, mögulega til annarra úrræða í byggðakerfunum. Byggðakvóta Byggðastofnunar og strandveiðum verði haldið við en með breyttri framkvæmd samanber strandveiða þessa sumars sem er að líða.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.3.25 528,08 kr/kg
Þorskur, slægður 9.3.25 560,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.3.25 318,44 kr/kg
Ýsa, slægð 9.3.25 269,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.3.25 254,08 kr/kg
Ufsi, slægður 9.3.25 293,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 9.3.25 226,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.3.25 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 739 kg
Þorskur 163 kg
Samtals 902 kg
10.3.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.412 kg
Samtals 1.412 kg
10.3.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 74.634 kg
Ufsi 68.425 kg
Karfi 28.621 kg
Ýsa 18.144 kg
Samtals 189.824 kg
10.3.25 Birta BA 72 Þorskfisknet
Ufsi 9.712 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 21 kg
Samtals 9.879 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.3.25 528,08 kr/kg
Þorskur, slægður 9.3.25 560,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.3.25 318,44 kr/kg
Ýsa, slægð 9.3.25 269,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.3.25 254,08 kr/kg
Ufsi, slægður 9.3.25 293,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 9.3.25 226,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.3.25 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 739 kg
Þorskur 163 kg
Samtals 902 kg
10.3.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.412 kg
Samtals 1.412 kg
10.3.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 74.634 kg
Ufsi 68.425 kg
Karfi 28.621 kg
Ýsa 18.144 kg
Samtals 189.824 kg
10.3.25 Birta BA 72 Þorskfisknet
Ufsi 9.712 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 21 kg
Samtals 9.879 kg

Skoða allar landanir »