Baldvin nýr stjórnarformaður Samherja

Baldvin Þorsteinsson er nýs stjórnarformaður Samherja hf. Hann tekur við …
Baldvin Þorsteinsson er nýs stjórnarformaður Samherja hf. Hann tekur við af Eiríki S. Jóhanssyni sem setið hefur í stjórn félagsins í meira en tvo áratugi. Ljósmynd/Samherji

Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar for­stjóra Sam­herja, var kos­inn stjórn­ar­formaður Sam­herja hf. á aðal­fundi fé­lags­ins sem fram fór ný­verið og tek­ur hann við stöðunni af Ei­ríki S. Jó­hanns­syni sem er fram­kvæmda­stjóri Kald­baks ehf., dótt­ur­fé­lags Sam­herja. Ei­rík­ur hef­ur verið í stjórn Sam­herja frá 2001 og stjórn­ar­formaður frá ár­inu 2005.

Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja í til­efni af aðal­fund­in­um kem­ur fram að ákveðið hafi verið að greiða út arð til hlut­hafa sem nem­ur 3,7% hagnaðar árs­ins eða jafn­v­irði 558 millj­óna króna. Er þetta í fyrsta sinn í fjög­ur ár sem greidd­ur er arður til hlut­hafa.

Rekstr­ar­hagnaður Sam­herja hf. nam 9,9 millj­örðum króna á ár­inu 2022 og jókst um rúm­lega 800 millj­ón­ir króna milli ára. Hagnaður af rekstri sam­stæðu Sam­herja hf., þegar tekið hef­ur verið til­lit til af­komu hlut­deild­ar­fé­laga og fjár­magnsliða, nam 14,3 millj­örðum króna eft­ir skatta en var 17,8 millj­arðar króna á ár­inu 2021.

Frsytihús Samherja á Dalvík.
Frsyti­hús Sam­herja á Dal­vík. Ljós­mynd/​Sam­herji

Afurðir fyr­ir 54 millj­arða

Fram kem­ur að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja hf., hafi á aðal­fund­in­um sem fram fór 24. ág­úst gert grein fyr­ir upp­gjör­inu og nefndi í ræðu sinni að í heild hefði af­kom­an verið góð á ár­inu 2022. Sumt hafi gengið bet­ur en árið á und­an en annað ekki. Upp­gjörið litaðist að hluta til af þeim breyt­ing­um sem hefðu orðið á efna­hags­reikn­ingi Sam­herja hf. á ár­inu en þær veiga­mestu fólust í því að ýms­ar eign­ir voru færðar til fé­lags­ins Kald­baks ehf.

Á síðasta ári seldi Sam­herji afurðir fyr­ir 54 millj­arða króna og voru sölu­tekj­ur vegna afurða nær óbreytt­ar milli ára. Hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði nam 9,9 millj­örðum króna en var 9 millj­arðar króna á ár­inu 2021.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að sölu­fé­lag Sam­herja, Ice Fresh Sea­food, hafi selt mun minna magn af upp­sjáv­ar­af­urðum en und­an­far­in ár. „Mun­ar þar aðallega um stríðið í Úkraínu sem braust út í fe­brú­ar 2022 og stoppaði inn­flutn­ing þangað en Úkraína hef­ur um ára­bil verið mik­il­væg­asti markaður fé­lags­ins fyr­ir upp­sjáv­ar­af­urðir.“

Snæfell EA kom til landsins í fyrra og er gert …
Snæ­fell EA kom til lands­ins í fyrra og er gert út á grá­lúðu. Ljós­mynd/​Sam­herji

Tekj­ur af áhrif­um hlut­deild­ar­fé­laga námu 6,2 millj­örðum króna en meðtal­in er tekju­færsla að fjár­hæð 3 millj­arðar króna vegna lækk­un­ar á eign­ar­hluta Sam­herja í Síld­ar­vinnsl­unni hf. úr 32,6% í 30,1%. Þá voru tekju­færðir um 1,8 millj­arðar vegna sölu á eign­ar­hlut í Sam­herja Hold­ing ehf.

Þá er verðmæti eigna Sam­herja hf. við árs­lok 2022 sagt vera 107,7 millj­arðar króna og eigið fé 79,8 millj­arða. Eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæðunn­ar í árs­lok var 74%.

Að meðaltali voru 686 ár­s­verk hjá sam­stæðunni á ár­inu 2022 en voru 807 árið á und­an. Heild­ar­launa­greiðslur á síðasta ári námu sam­tals um 9 millj­örðum króna.

Vel búin skip

Á síðasta ári gerði Sam­herji út fimm ís­fisk­tog­ara, eitt frysti­skip og tvö upp­sjáv­ar­skip. Vegna sam­drátt­ar í út­gefn­um afla­heim­ild­um í þorski fisk­veiðiárið 2022/​2023 var ákveðið að leggja einu skipi tíma­bundið. Frysti­tog­ar­inn Snæ­fell EA 310 bætt­ist í flot­ann um miðjan ág­úst 2022, en skipið stund­ar aðallega veiðar á grá­lúðu sem er hausuð, sporðskor­in og heilfryst um borð.

Þá dróst heild­arafli ís­fisk­tog­ar­anna sam­an um tæp­lega 3.200 tonn frá fyrra fisk­veiðiári, en unnið vara alla daga í fisk­vinnslu­hús­um Sam­herja og Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga.

Fram kem­ur að upp­sjáv­ar­veiðar hafi gengið með ágæt­um og að Vil­helm Þor­steins­son EA hafi reynst vel, en á síðasta ári tók skipið þátt í sinni fyrstu loðnu­vertíð.

„Skip­in eru öll vel búin og sömu sögu er að segja um vinnslu­hús­in. Við erum með góða sam­setn­ingu afla­heim­ilda og nauðsyn­legt var að fara af stað með Snæ­fellið til að nýta sem best veiðiheim­ild­irn­ar,“ sagði Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri á aðal­fund­in­um.

Fé­lag­inu skipt upp

Á hluhafa fundi í des­em­ber var samþykkt að skipta upp fé­lag­inu en í gegn­um 40 ára rekstr­ar­sögu hef­ur fé­lagið eign­ast hluti í fjölda fyr­ir­tækja.

„Fól upp­skipt­ing­in í sér að all­ir eign­ar­hlut­ir í fyrr­greind­um fyr­ir­tækj­um, sem að mestu leyti voru í fær­eysk­um og norsk­um fé­lög­um, voru færð til Kald­baks ehf., sem er sjálf­stætt fé­lag og miðaðist skipt­ing­in við 30. júní 2022. Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son er fram­kvæmda­stjóri Kald­baks ehf.“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Millj­arðar lagðir í fisk­eldi

Sam­herji fisk­eldi ehf., dótt­ur­fé­lag Sam­herja, vinn­ur nú að áform­um um 40.000 tonna land­eldistöð við Reykja­nes­virkj­un í þrem­ur áföng­um á næstu ell­efu árum. Heild­ar­fjárfest­ing­in er áætluð yfir 50 millj­arðar króna og hef­ur stjórn Sam­herja hef­ur ákveðið að leggja til veru­legt fjár­magn til fyrsta áfanga verk­efn­is­ins. Vegna þessa verður hluta­fé fé­lags­ins hækkað um allt að 7,5 millj­arða króna. Þegar er búið er að leggja inn hluta­fjár­fram­lag upp á 3,5 millj­arða króna.

Þá seg­ir að gert sé ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um við stækk­un­land­eld­is­stöðvar­inn­ar Silf­ur­stjörn­unn­ar í Öxarf­irði ljúki í nóv­em­ber en þær hóf­ust í byrj­un árs 2022.

Ánægju­leg og lær­dóms­rík ár

Sem fyrr seg­ir yf­ir­gef­ur Ei­rík­ur S. Jó­hanns­son stjórn fé­lags­ins eft­ir meira en tveggja ára­tuga starf.

„Á þess­um rúm­lega tutt­ugu árum sem ég hef verið í stjórn hef­ur Sam­herji hf. vaxið og dafnað. Ekki síst vegna þess að fyr­ir­tækið hef­ur ráðið til sín öfl­ugt starfs­fólk í fremstu röð. Þá hafa stjórn­end­ur Sam­herja hf. borið gæfu til að verja af­komu fyr­ir­tæk­is­ins til upp­bygg­ing­ar þess með fjár­fest­ing­um í rekstr­in­um. Þetta hef­ur skilað sér í betri og hag­kvæm­ari skip­um, inn­leiðingu tækninýj­unga bæði á sjó og í land­vinnslu og bættu vinnu­um­hverfi starfs­fólks. Þessi ár hafa verið ein­stak­lega ánægju­leg en í senn lær­dóms­rík. Ég vil þakka Þor­steini Má, for­stjóra, fyr­ir gott og gef­andi sam­starf. Þá vil ég þakka starfs­fólki, stjórn­ar­mönn­um og hlut­höf­um fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir ánægju­lega sam­vinnu,” er haft eft­ir Ei­ríki á vef Sam­herja.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, þakkaði Eiríki S. Jóhannssýni fyrir …
Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, þakkaði Ei­ríki S. Jó­hanns­sýni fyr­ir störf sín í stjórn fé­lags­ins. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.25 455,14 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.25 472,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.25 336,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.25 182,86 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.25 226,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.25 316,09 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 4.037 kg
Ufsi 43 kg
Samtals 4.080 kg
3.7.25 Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 Botnvarpa
Gulllax 151.504 kg
Ýsa 56.988 kg
Þorskur 43.835 kg
Arnarfjarðarskel 19.651 kg
Karfi 7.312 kg
Ufsi 6.928 kg
Blálanga 3.842 kg
Langa 1.448 kg
Þykkvalúra 721 kg
Steinbítur 422 kg
Samtals 292.651 kg
3.7.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 10.918 kg
Þorskur 2.873 kg
Steinbítur 1.072 kg
Skarkoli 810 kg
Hlýri 116 kg
Sandkoli 51 kg
Þykkvalúra 23 kg
Karfi 16 kg
Samtals 15.879 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.7.25 455,14 kr/kg
Þorskur, slægður 3.7.25 472,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.7.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 3.7.25 336,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.7.25 182,86 kr/kg
Ufsi, slægður 3.7.25 226,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 3.7.25 316,09 kr/kg
Litli karfi 3.7.25 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 4.037 kg
Ufsi 43 kg
Samtals 4.080 kg
3.7.25 Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 Botnvarpa
Gulllax 151.504 kg
Ýsa 56.988 kg
Þorskur 43.835 kg
Arnarfjarðarskel 19.651 kg
Karfi 7.312 kg
Ufsi 6.928 kg
Blálanga 3.842 kg
Langa 1.448 kg
Þykkvalúra 721 kg
Steinbítur 422 kg
Samtals 292.651 kg
3.7.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 10.918 kg
Þorskur 2.873 kg
Steinbítur 1.072 kg
Skarkoli 810 kg
Hlýri 116 kg
Sandkoli 51 kg
Þykkvalúra 23 kg
Karfi 16 kg
Samtals 15.879 kg

Skoða allar landanir »